Sköpunargleði og mannréttindi sameinast í listaverkavefuppboði Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. janúar 2022 11:30 Mynd eftir Júlíönnu Ósk Hafberg. Hún er í hópi þess listafólks sem gefur verk til styrktar vefuppboði Amnesty. Aðsent List og góðgerðarstarfsemi sameinast í eitt dagana 22. janúar - 3. febrúar næstkomandi þegar Amnesty International og Gallerí Fold sameina krafta sína í vefuppboði á íslenskri list frá íslensku samtíma listafólki. Samkvæmt Sonju Huld Guðjónsdóttur, fjáröflunarstjóra Amnesty á Íslandi, býður uppboðið upp á frábært úrval fjölbreyttra listaverka sem listafólkið sjálft hefur gefið í verkefnið. Ásamt þeim gefur Gallerí Fold sína vinnu líka. View this post on Instagram A post shared by I slandsdeild Amnesty (@amnestyiceland) Mannréttindi og listsköpun vinna vel saman Allur ágóði vefuppboðsins rennur óskertur til þeirrar mannréttindabaráttu sem Amnesty hefur löngum unnið hart að en Sonja Huld segir þau stöðugt leita nýrra leiða bæði við fjáröflun og til að koma mannréttindabaráttunni á framfæri á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by I slandsdeild Amnesty (@amnestyiceland) Amnesty International varð 60 ára í fyrra og stóð því til að halda ýmsa skemmtilega viðburði í tilefni þess. Þurftu þau að fresta ýmsu sökum Covid en listuppboðið fer fram á netinu. Uppboð af þessu tagi er ekki nýjung og segir Sonja að þetta tíðkist mikið erlendis. Breski listamaðurinn Damien Hirst hafi til dæmis safnað 3,3 milljónum evra fyrir Save The Children á Ítalíu árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Damien Hirst (@damienhirst) „Við höfum unnið mikið með listafólki undanfarin ár. Nánast frá upphafi starfseminnar á Íslandi hafa komið út jólakort með myndum eftir íslenskt listafólk. Rakel Tómasdóttir teiknaði kort síðasta árs og þar á undan Lóa Hjálmtýsdóttir,“ segir Sonja en Amnesty hefur unnið með listafólki á bak við fjölbreytta listmiðla. Hingað til hafa þau til dæmis unnið með tónlistarfólki, fatahönnuðum og teiknurum við ólík og spennandi verkefni. Má þar nefna að hljómsveitin Team Dream samdi lag fyrir 60 ára afmælið sem ber nafnið Where The Maps Run Out. Árlega fær Amnesty á Íslandi til sín fatahönnuði við að hanna fyrir þau sérstaka sokka sem koma til sölu fyrir hver jól. Nýlega sameinuðust svo fjölmargir teiknarar og teiknuðu litabók um mannréttindasinna, Litum fyrir mannréttindi. View this post on Instagram A post shared by I slandsdeild Amnesty (@amnestyiceland) Sonja segir kraftmikið að geta náð til fólks á fjölbreyttan hátt en listinni getur svo sannarlega tekist að miðla mikilvægum upplýsingum. „Með þessu aukum við vitund og breikkum hóp þeirra sem læra um og taka þátt í mannréttindabaráttunni sem hefur aldrei verið mikilvægari en nú.“ Vefuppboðið fer fram á vefsíðu Gallerí Fold, www.myndlist.is. Mannréttindi Myndlist Menning Tengdar fréttir Stærsta árlega herferð Amnesty farin af stað Í gær, fimmtudaginn 18. nóvember, ýtti Íslandsdeild Amnesty International úr vör Þitt nafn bjargar lífi, stærstu árlegu mannréttindaherferð í heimi. Markmiðið er að safna undirskriftum í þágu þolenda mannréttindabrota og skora á stjórnvöld víða um heim að láta tafarlaust af brotunum. 19. nóvember 2021 06:09 Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Samkvæmt Sonju Huld Guðjónsdóttur, fjáröflunarstjóra Amnesty á Íslandi, býður uppboðið upp á frábært úrval fjölbreyttra listaverka sem listafólkið sjálft hefur gefið í verkefnið. Ásamt þeim gefur Gallerí Fold sína vinnu líka. View this post on Instagram A post shared by I slandsdeild Amnesty (@amnestyiceland) Mannréttindi og listsköpun vinna vel saman Allur ágóði vefuppboðsins rennur óskertur til þeirrar mannréttindabaráttu sem Amnesty hefur löngum unnið hart að en Sonja Huld segir þau stöðugt leita nýrra leiða bæði við fjáröflun og til að koma mannréttindabaráttunni á framfæri á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by I slandsdeild Amnesty (@amnestyiceland) Amnesty International varð 60 ára í fyrra og stóð því til að halda ýmsa skemmtilega viðburði í tilefni þess. Þurftu þau að fresta ýmsu sökum Covid en listuppboðið fer fram á netinu. Uppboð af þessu tagi er ekki nýjung og segir Sonja að þetta tíðkist mikið erlendis. Breski listamaðurinn Damien Hirst hafi til dæmis safnað 3,3 milljónum evra fyrir Save The Children á Ítalíu árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Damien Hirst (@damienhirst) „Við höfum unnið mikið með listafólki undanfarin ár. Nánast frá upphafi starfseminnar á Íslandi hafa komið út jólakort með myndum eftir íslenskt listafólk. Rakel Tómasdóttir teiknaði kort síðasta árs og þar á undan Lóa Hjálmtýsdóttir,“ segir Sonja en Amnesty hefur unnið með listafólki á bak við fjölbreytta listmiðla. Hingað til hafa þau til dæmis unnið með tónlistarfólki, fatahönnuðum og teiknurum við ólík og spennandi verkefni. Má þar nefna að hljómsveitin Team Dream samdi lag fyrir 60 ára afmælið sem ber nafnið Where The Maps Run Out. Árlega fær Amnesty á Íslandi til sín fatahönnuði við að hanna fyrir þau sérstaka sokka sem koma til sölu fyrir hver jól. Nýlega sameinuðust svo fjölmargir teiknarar og teiknuðu litabók um mannréttindasinna, Litum fyrir mannréttindi. View this post on Instagram A post shared by I slandsdeild Amnesty (@amnestyiceland) Sonja segir kraftmikið að geta náð til fólks á fjölbreyttan hátt en listinni getur svo sannarlega tekist að miðla mikilvægum upplýsingum. „Með þessu aukum við vitund og breikkum hóp þeirra sem læra um og taka þátt í mannréttindabaráttunni sem hefur aldrei verið mikilvægari en nú.“ Vefuppboðið fer fram á vefsíðu Gallerí Fold, www.myndlist.is.
Mannréttindi Myndlist Menning Tengdar fréttir Stærsta árlega herferð Amnesty farin af stað Í gær, fimmtudaginn 18. nóvember, ýtti Íslandsdeild Amnesty International úr vör Þitt nafn bjargar lífi, stærstu árlegu mannréttindaherferð í heimi. Markmiðið er að safna undirskriftum í þágu þolenda mannréttindabrota og skora á stjórnvöld víða um heim að láta tafarlaust af brotunum. 19. nóvember 2021 06:09 Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Stærsta árlega herferð Amnesty farin af stað Í gær, fimmtudaginn 18. nóvember, ýtti Íslandsdeild Amnesty International úr vör Þitt nafn bjargar lífi, stærstu árlegu mannréttindaherferð í heimi. Markmiðið er að safna undirskriftum í þágu þolenda mannréttindabrota og skora á stjórnvöld víða um heim að láta tafarlaust af brotunum. 19. nóvember 2021 06:09
Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31