Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Árni Jóhannsson skrifar 21. janúar 2022 23:04 Stjarnan vann mikilvægan sigur gegn toppliði Keflavíkur í kvöld. Vísir/Bára Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leik Stjörnunnar og Keflavíkur var beðið með mikilli eftirvæntingu og þá sérstaklega vegna þess að það var ekki víst hvaða útgáfu af Stjörnunni við myndum fá að sjá. Leikurinn þróaðist þannig að við fengum að sjá báðar útgáfurnar. Þá slæmu í fyrri hálfleik og þá betri í seinni hálfleik og framlengingu. Stjörnumenn báru sigur úr býtum að lokum 45 mínútum 98-95 í hörkuleik þar sem Robert Eugene Turner III skoraði 42 stig og tók 15 fráköst. Keflvíkingar byrjuðu mikið betur og allt það sem þeir reyndu gekk upp hvort sem það var í vörn eða sókn. Þeir náðu að stoppa heimamenn í sínum aðgerðum, uppskáru úr því hraðaupphlaup og svo náðu þeir í sóknarfráköst sem skiluðu stigum. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 16-27 fyrir gestina úr Bítlabænum og allt virtist stefna á versta veg fyrir heimamenn. Heimamenn komu sterkari inn í annan leikhluta og náðu muninum niður í fimm stig en þá tók við sami söngur frá Keflvíkingum og í fyrsta leikhluta og kláruðu þeir annan leikluta með sama forskot og þeir komu inn í leikhlutann en þá var staðan 39-50. Blaðamaður sagði í textalýsingu að heimamenn þyrftu að eiga næsta áhlaup ef þeir ætluðu ekki að missa þetta algjörlega frá sér. Stjörnumenn heyrðu þetta líklega en þeir komu út í seinni hálfleikinn með pedalann í botni og keyrðu gestina á bólakaf í byrjun hálfleiksins. Staðan var orðin jöfn 50-50 þegar tæpar þrjár mínútur voru búnar og 11-0 sprettur staðreynd og gestirnir rotaðir. Keflvíkingar vöknðuð og úr varð hörkuleikur þar sem liðin skiptust á körfum og góðum varnarleik. Keflvíkingar náðu ekki sömu undirtökum í leiknum og í fyrri hálfleik en Stjörnumenn voru talsvert betri. Keflvíkingar náðu þó að halda forystunni þegar þriðji leikhluti var liðinn í stöðunni 66-67. Heimamenn komust yfir en sami gangur var á fjórða leikhluta framan af. Það er að segja liðin skiptust á körfum en þegar leikhlutinn var u.þ.b. hálfnaður þá náðu heimamenn undirtökunum. Robert Turner III fór fyrir sínum mönnum og gerði margar árásir á vörn gestanna. Heimamenn höfðu undirtökin en Keflavík komst yfir 79-81 þegar rúmlega tvær mínútur lifðu af leiknum. Liðin fóru þá aftur að skiptast á körfum og virtust var að ná sigirinum þegar minna en 30 sek voru eftir og þeir að vinna leikinn 88-85. Þeir köstuðu hinsvegar boltanum frá sér þegar sjö sekúndur lifðu af leiknum og Hlynur Bæringsson braut af sér óíþróttamannslega. Calvin Burks klikkaði á báðum vítunum. Enn þriggja stiga munurin og Milka fékk boltann úr innkastinu, henti boltanum upp í loftið og ofan í körfuna. Jafnt og því þurfti að framlengja. Framlengingin var af sama toga og seinni hálfleikurinn. Liðin að skiptast á en Stjörnumenn voru skrefi á undan andstæðingunum. Jafnt var á öllum tölum þangað til um 30 sekúndur voru eftir og Turner III stal boltanum og skoraði úr hraðaupphlaupi. Keflvíkingar náðu ekki að nýta sínar sóknir og skoraði Shawn Hopkins úr einu víti og lokatilran Harðar Axels Vilhjálmssonar rúllaði af hringnum þegar flautan gall. Þriggja stiga sigur Stjörnunnar staðreynd 98-95 í leik sem gefur góð fyrirheit fyirr undanúrslitaleik þeirra í bikarnum. Afhverju vann Stjarnan? Þeir náðu vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa átt erfitt með Keflvíkingana í þeim fyrri. Náðu að koma sér fram fyrir þá með elju og góðum leik og þegar á hólminn var komið settu þeir sem nemur einu þriggja stiga skoti meira niður en Keflvíkingar. Bestir á vellinum? Á engan er hallað þegar Robert Eugene Turner III er krýndur maður leiksins. 42 stig, 15 fráköst og sex stoðsendingar tala sínu máli og gefa honum 50 framlagsstig fyrir. Hjá gestunum var Hörður Axel Vilhjálmsson framlagshæstur en hann skoraði 15 stig, tók 12 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Bæði lið fengu framlag úr mörgum áttum en Calvin Burks var stigahæstur hjá Keflavík með 24 stig en honum var haldið betur í skefjum í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hvað næst? Ef allt verður eðlilegt í næstu viku þá tekur Keflavík á móti ÍR og Stjarnan fer í Þorlákshöfn. Báðir mjög áhugaverðir leikir og verður fróðlegt að sjá hvernig Keflavík kemur til baka og hvort Stjarnan nær að tengja saman tvo sigra á móti toppliðum. Hörður Axel: Hvorki meira né minna en eitt skot sem skilur á milli Hörður Axel var eðlilega svekktur með úrslitin í kvöld.Vísir/Bára Besti maður Keflvíkinga var að vonum svekktur með úrslitin en hafði litlar áhyggjur af því hvernig tímabilið myndi ganga hjá hans mönnum eftir þetta tap. Hann skilaði 15 stigum, 12 fráköstum og níu stoðsendingum í 98-95 tapi gegn Stjörnunni fyrr í kvöld. En hvað skildi á milli? „Eitt skot bara. Hvorki meira né minna en það. Við þurfum bara að skoða hvernig við komum inn í þriðja leikhluta. Við vorum flottir í fyrri hálfleik en komum flatir inn í seinni hálfleikinn og þeir ná að jafna metin bara strax. Það er eitthvað sem við megum ekki láta gerast.“ Hörður var spurður að því hvort löng hvíld milli leikja hafi haft einhver áhrif á hvernig leikurinn þróaðist og hvort takturinn væri ekki upp á sitt besta. „Alls ekki. Þú sérð að við erum flottir í fyrri hálfleik en eru bara flatir í þriðja. Þeir ná áhlaupi og fá að hlaupa á okkur en það er eitthvað sem við vorum búnir að tala um að við ætluðum ekki að leyfa þeim. Þar liggur hundurinn grafinn. Við hleyptum þeim allt of auðveldlega inn í þetta.“ Darius Tarvydas þreytti frumraun sína fyrir Keflavík í kvöld og Hörður var spurður að því hvernig honum leist á. „Bara flottur. Það var erfitt fyrir hann að koma inn í þennan leik þar sem hann þurfti að vera í stærra hlutverki en ella vegna þessa að Jaka [Brodnik] er að jafna sig eftir Covid. Hann stóð sig vel og hjálpaði mikið í dag.“ Að lokum var Hörður spurður út í framhaldið og hvort hans menn væru ekki á góðum stað þrátt fyrir eitt og eitt tap í deildinni. „Já já, við erum búnir að tapa þremur leikjum og ef við ætlum að fara að væla yfir því þá þurfum við að skoða okkar egó. Þetta er hörkudeild hérna þar sem allir geta unnið alla. Það sést bara í dag. Stjarnan vann okkur í dag en töpuðu fyrir ÍR seinast. Auðvitað söknum við Jaka og vonandi fáum við að spila með fullt lið bráðlega en við höfum held ég ekki náð því í vetur og það munar um það“, sagði Hörður að lokum en honum verður ekki að ósk sinni í bráð um að spila með fullt því Valur Orri Valsson er líklega nefbrotinn eftir högg í leiknum og þarf væntanlega að jafna sig á því. Subway-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF
Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leik Stjörnunnar og Keflavíkur var beðið með mikilli eftirvæntingu og þá sérstaklega vegna þess að það var ekki víst hvaða útgáfu af Stjörnunni við myndum fá að sjá. Leikurinn þróaðist þannig að við fengum að sjá báðar útgáfurnar. Þá slæmu í fyrri hálfleik og þá betri í seinni hálfleik og framlengingu. Stjörnumenn báru sigur úr býtum að lokum 45 mínútum 98-95 í hörkuleik þar sem Robert Eugene Turner III skoraði 42 stig og tók 15 fráköst. Keflvíkingar byrjuðu mikið betur og allt það sem þeir reyndu gekk upp hvort sem það var í vörn eða sókn. Þeir náðu að stoppa heimamenn í sínum aðgerðum, uppskáru úr því hraðaupphlaup og svo náðu þeir í sóknarfráköst sem skiluðu stigum. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 16-27 fyrir gestina úr Bítlabænum og allt virtist stefna á versta veg fyrir heimamenn. Heimamenn komu sterkari inn í annan leikhluta og náðu muninum niður í fimm stig en þá tók við sami söngur frá Keflvíkingum og í fyrsta leikhluta og kláruðu þeir annan leikluta með sama forskot og þeir komu inn í leikhlutann en þá var staðan 39-50. Blaðamaður sagði í textalýsingu að heimamenn þyrftu að eiga næsta áhlaup ef þeir ætluðu ekki að missa þetta algjörlega frá sér. Stjörnumenn heyrðu þetta líklega en þeir komu út í seinni hálfleikinn með pedalann í botni og keyrðu gestina á bólakaf í byrjun hálfleiksins. Staðan var orðin jöfn 50-50 þegar tæpar þrjár mínútur voru búnar og 11-0 sprettur staðreynd og gestirnir rotaðir. Keflvíkingar vöknðuð og úr varð hörkuleikur þar sem liðin skiptust á körfum og góðum varnarleik. Keflvíkingar náðu ekki sömu undirtökum í leiknum og í fyrri hálfleik en Stjörnumenn voru talsvert betri. Keflvíkingar náðu þó að halda forystunni þegar þriðji leikhluti var liðinn í stöðunni 66-67. Heimamenn komust yfir en sami gangur var á fjórða leikhluta framan af. Það er að segja liðin skiptust á körfum en þegar leikhlutinn var u.þ.b. hálfnaður þá náðu heimamenn undirtökunum. Robert Turner III fór fyrir sínum mönnum og gerði margar árásir á vörn gestanna. Heimamenn höfðu undirtökin en Keflavík komst yfir 79-81 þegar rúmlega tvær mínútur lifðu af leiknum. Liðin fóru þá aftur að skiptast á körfum og virtust var að ná sigirinum þegar minna en 30 sek voru eftir og þeir að vinna leikinn 88-85. Þeir köstuðu hinsvegar boltanum frá sér þegar sjö sekúndur lifðu af leiknum og Hlynur Bæringsson braut af sér óíþróttamannslega. Calvin Burks klikkaði á báðum vítunum. Enn þriggja stiga munurin og Milka fékk boltann úr innkastinu, henti boltanum upp í loftið og ofan í körfuna. Jafnt og því þurfti að framlengja. Framlengingin var af sama toga og seinni hálfleikurinn. Liðin að skiptast á en Stjörnumenn voru skrefi á undan andstæðingunum. Jafnt var á öllum tölum þangað til um 30 sekúndur voru eftir og Turner III stal boltanum og skoraði úr hraðaupphlaupi. Keflvíkingar náðu ekki að nýta sínar sóknir og skoraði Shawn Hopkins úr einu víti og lokatilran Harðar Axels Vilhjálmssonar rúllaði af hringnum þegar flautan gall. Þriggja stiga sigur Stjörnunnar staðreynd 98-95 í leik sem gefur góð fyrirheit fyirr undanúrslitaleik þeirra í bikarnum. Afhverju vann Stjarnan? Þeir náðu vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa átt erfitt með Keflvíkingana í þeim fyrri. Náðu að koma sér fram fyrir þá með elju og góðum leik og þegar á hólminn var komið settu þeir sem nemur einu þriggja stiga skoti meira niður en Keflvíkingar. Bestir á vellinum? Á engan er hallað þegar Robert Eugene Turner III er krýndur maður leiksins. 42 stig, 15 fráköst og sex stoðsendingar tala sínu máli og gefa honum 50 framlagsstig fyrir. Hjá gestunum var Hörður Axel Vilhjálmsson framlagshæstur en hann skoraði 15 stig, tók 12 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Bæði lið fengu framlag úr mörgum áttum en Calvin Burks var stigahæstur hjá Keflavík með 24 stig en honum var haldið betur í skefjum í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hvað næst? Ef allt verður eðlilegt í næstu viku þá tekur Keflavík á móti ÍR og Stjarnan fer í Þorlákshöfn. Báðir mjög áhugaverðir leikir og verður fróðlegt að sjá hvernig Keflavík kemur til baka og hvort Stjarnan nær að tengja saman tvo sigra á móti toppliðum. Hörður Axel: Hvorki meira né minna en eitt skot sem skilur á milli Hörður Axel var eðlilega svekktur með úrslitin í kvöld.Vísir/Bára Besti maður Keflvíkinga var að vonum svekktur með úrslitin en hafði litlar áhyggjur af því hvernig tímabilið myndi ganga hjá hans mönnum eftir þetta tap. Hann skilaði 15 stigum, 12 fráköstum og níu stoðsendingum í 98-95 tapi gegn Stjörnunni fyrr í kvöld. En hvað skildi á milli? „Eitt skot bara. Hvorki meira né minna en það. Við þurfum bara að skoða hvernig við komum inn í þriðja leikhluta. Við vorum flottir í fyrri hálfleik en komum flatir inn í seinni hálfleikinn og þeir ná að jafna metin bara strax. Það er eitthvað sem við megum ekki láta gerast.“ Hörður var spurður að því hvort löng hvíld milli leikja hafi haft einhver áhrif á hvernig leikurinn þróaðist og hvort takturinn væri ekki upp á sitt besta. „Alls ekki. Þú sérð að við erum flottir í fyrri hálfleik en eru bara flatir í þriðja. Þeir ná áhlaupi og fá að hlaupa á okkur en það er eitthvað sem við vorum búnir að tala um að við ætluðum ekki að leyfa þeim. Þar liggur hundurinn grafinn. Við hleyptum þeim allt of auðveldlega inn í þetta.“ Darius Tarvydas þreytti frumraun sína fyrir Keflavík í kvöld og Hörður var spurður að því hvernig honum leist á. „Bara flottur. Það var erfitt fyrir hann að koma inn í þennan leik þar sem hann þurfti að vera í stærra hlutverki en ella vegna þessa að Jaka [Brodnik] er að jafna sig eftir Covid. Hann stóð sig vel og hjálpaði mikið í dag.“ Að lokum var Hörður spurður út í framhaldið og hvort hans menn væru ekki á góðum stað þrátt fyrir eitt og eitt tap í deildinni. „Já já, við erum búnir að tapa þremur leikjum og ef við ætlum að fara að væla yfir því þá þurfum við að skoða okkar egó. Þetta er hörkudeild hérna þar sem allir geta unnið alla. Það sést bara í dag. Stjarnan vann okkur í dag en töpuðu fyrir ÍR seinast. Auðvitað söknum við Jaka og vonandi fáum við að spila með fullt lið bráðlega en við höfum held ég ekki náð því í vetur og það munar um það“, sagði Hörður að lokum en honum verður ekki að ósk sinni í bráð um að spila með fullt því Valur Orri Valsson er líklega nefbrotinn eftir högg í leiknum og þarf væntanlega að jafna sig á því.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti