Skoðun

Stytting vinnu­vikunnar í borginni

Vignir Árnason skrifar

Mig langar að segja ykkur frá því sem hefur breytt einna mest fyrir mig í vinnunni en það er stytting vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 hef ég hef ég getað styttað vinnudaginn 4 klukkustundir miðað við 100% vinnu. Ég hef því getað unnið fjóra daga vikunnar í 85% starfi og það hefur haft jákvæð áhrif á starf mig og fjölskyldulífið. Ég hef t.d. heilan dag til að sinna erindum og útrétta, sinna heimilinu og get samt sótt strákinn minn snemma í leikskólann.

Enda er mikil ánægja meðal opinberra starfsmanna með styttinguna en 65% eru frekar eða mjög ánægð með hana. Í framboði mínu í prófkjöri Pírata til borgarstjórnar legg ég enda ríka áherslu á að auka við styttinguna enda tel ég það leiða til bættrar lýðheilsu og aukinnar lífshamingju meðal starfsfólks, sem gerir það að verkum að starfsfólk er ánægðara í starfi sínu. Þetta þykir mér líka líklegt til að bæta þjónustu borgarinnar því að ánægt starfsfólk er líklegra til að skila af sér góðri þjónustu og vinnu.

Það er samt ekki sjálfgefið að sú verði raunin að stytta enn frekar vinnuna, í nútímanum er mikil krafa á að vinna sífellt meira og sinna vinnunni jafnvel utan ákveðins vinnutíma. Stytting vinnuvikunnar á að vinna gegn þessu en það er jafnframt pólitísk ákvörðun að gefa sveigjanleikann og veita fjármagni svo af þessu megi verða. Styttingin getur líka orðið til þess að hægt verði að ráða fleira starfsfólk, en í framtíðinni munu fjöldamörg störf hverfa vegna sjálfvirknivæðingar. Sem dæmi má nefna að um 1,5 milljón störf eru mjög líkleg til að hverfa á Englandi í framtíðinni. Reykjavíkurborg getur reynt að bregðast við þessu með að búa til fleiri störf og hlutastörf eftir þörfum og þannig brúað bilið.

Nauðsynlegt er að hugsa til framtíðar og stefna að fjölskylduvænni og mannvænni borg sem snýst um fólk og velferð frekar en skammtímagróða og efna. Kosningarnar í vor eru geysimikilvægar til að velja rétt og stuðla að betri borg fyrir okkur öll.

Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurborg, rithöfundur og bókavörður.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×