Skoðun

Hafn­firðingar – veljum öfluga for­ystu!

Helga Ingólfsdóttir skrifar

Það eru mikil lífsgæði að búa í fallegum bæ eins og Hafnarfirði sem frá náttúrunnar hendi hefur svo margt að bjóða. Hér eru fjölmörg tækifæri til útiveru og heilsueflingar innan bæjarmarkanna og langflestir hafnfirðingar eru ánægðir með bæinn sinn sem stað til að búa á.

Það er stórt og viðvarandi verkefni að vernda og efla fallega bæinn okkar og tryggja að hér sé gott mannlíf, fjölbreytt atvinnulíf og góður stuðningur við þá sem þurfa á því að halda. Sem sitjandi bæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs og varaformaður Fjölskylduráðs frá árinu 2014 hef ég ávallt lagt áherslu á jafnræði og góða stjórnsýslu og skýr markmið um ábyrgan rekstur og sjálfbærni.

Ég hef beytt mér af krafti fyrir ýmsum framfaramál á liðnum árum og má þar nefna umhverfismál, samgöngumál, betri almenningssamgöngur, uppbygging íþróttamannvirkja, nýtt hjúkrunarheimili og endurbætur á Sólvangi, heilsuefling og frístundastyrkur fyrir eldri borgara, nýr vinnustaður fyrir fólk með fötlun og fjölgun búsetukjarna. Þá hef ég beitt mér sérstaklega fyrir því að hagkvæmni sé gætt í útboðum á vegum sveitar

Á næstu 4 árum vil ég sjá bæinn okkar vaxa og dafna með auknu lóðaframboði þannig að markmið svæðisskipulags um íbúaþróun séu uppfylltog ég vil efla vistvænar samgöngur með átaki í hjóla- og göngustígum. Ég vil tryggja fjölbreytni í lóðaframboði og að byggðar verði hagkvæmar íbúðir fyrir lág og millitekjuhópa og eldri borgara. Ég vil samþætta þjónustu ríkis og sveitarfélaga fyrir eldri borgara og mæta ólíkum þörfum þessa hóps. Ég vil styðja við barnafjölskyldur með meiri samþættingu grunn og leikskóla og lækka innritunaraldur á leikskólum og auka sveigjanleika í vistunartíma. Ég vil styðja áfram við öflugt menningarlíf og uppbyggingu íþróttamannvirkja.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fer fram dagana 3. – 5. Mars að Norðurbakka 1a og ég óska eftir stuðningi í 2.-3. Sæti á listanum.

Höfundur er bókari og bæjarfulltrúi.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×