Hugleiðingar um Djúpveg og Súðavíkurhlíð Bragi Þór Thoroddsen skrifar 1. mars 2022 16:30 Nú er stysti mánuður ársins liðinn. Febrúar 2022 telur 28 daga. Við áttum fund saman í gærkvöldi, þann 28. febrúar 2022 – undirritaður fyrir hönd Almannavarna Súðavíkurhrepps og sem sveitarstjóri, ásamt fulltrúum frá Rauða krossdeild Súðavíkurhrepps og fulltrúum frá Björgunarsveitinni Kofra í Súðavík. Tölfræði Súðavíkuhrepps fyrir þennan tíma – febrúar 2022; 9 lokanir á Súðavíkurhlíð og 7 útköll Björgunarsveitarinnar Kofra inn í Djúp að sækja ferðalanga sem hafa lent í ógöngum. Nokkrar gistinætur strandaglópa af Djúpvegi. Ágætt að hafa í huga að einungis 20 virkir dagar voru í febrúar. Um 10 manna hópur stendur vaktina – almannavarnir (sveitarstjóri), björgunarsveit (Björgunarsveitin Kofri í Súðavík) og Rauði krossinn (Rauða krossdeild Súðavíkurhrepps). Kaupmaðurinn í Súðavík hefur hlaupið til og opnað verslun og fyrir veitingar til handa þeim sem hafa verið strandaglópar í Súðavík. Lokanir á Súðavíkurhlíð á árinu 2022 eru alls 17. Heildarfjöldi klukkustunda er 175,4. Lengsta lokun varði frá sunnudeginum 6. febrúar fram að miðvikudagsmorgni 9. febrúar. Alls 64 klukkutíma. Þegar svo var komið í febrúar var farið að bera verulega á vöruskorti í verslunum í Ísafjarðarbæ – bæði Bónus og Nettó. Ætla mætti að nágrannar okkar sæu í því kost með okkur að styðja okkur í því að fá göng milli byggðarlagana. Kæmi mér ekki á óvart að við í Súðavíkurhreppi gengjum nágrönnum okkar á hönd ef samgöngur yrðu öruggar á milli heilsárs. Þetta er ísköld tölfræði og ekki tekið inn í þetta annað sem af leiddi vegna veðurs, en oftar en ekki var ófærð talsverð innanbæjar auk þess sem veður var ekkert sérstakt til útivistar. Ræsa þurfti út moksturstæki til þess að ryðja leiðir innanbæjar til þess eins að koma strandaglópum í hús. Það er ekki raunhæfur kostur fyrir íbúa Súðavíkur að sækja þjónstu til Hólmavíkur í hina áttina um Djúpveg þegar þannig stendur á. Hér erum við lokuð frá umheiminum í orðsins fyllstu merkingu þegar hlíðin er lokuð. Símtöl vegna ferðafólks um Djúpveg í vandræðum skipta tugum auk samskipta við lögreglu um lokanir á Súðavíkurhlíð. Einhver samskipti eiga sér stað líka við Vegagerðina. Ef hringt er í 112 undir lokun Súðavíkurhlíðar tekur sveitarstjóri Súðavíkurhrepps símtal í framhaldinu sem tengiliður Almannavarna. Bara sú aðgerð að loka Súðavíkurhlíð að beiðni lögreglu útheimtir einhvern af þessum 10 manna hópi að mæta um 20 mínútum fyrir fyrirhugaða lokun, telja inn bíla á svæðið og loka og bíða átekta. Sjá hversu margir verða á hlíðinni þann tíma sem tekur að aka fyrir að Arnardal – c.a. 10 - 20 mínútur eftir færð. Lokun hlíðarinnar tekur að jafnaði um 40 mínútur þegar aðstæður eru þannig. Stundum er þó lokun á hlíðinni fyrirvaralaus, ef snjóflóð falla yfir veg. Þá er það í höndum Vegagerðarinnar en annars lögreglu. Að jafnaði í vonskuveðri enda sjaldnast um að ræða lokun á hlíðinni í blíðviðri. Miðað er við að umferð um Súðavíkurhlíð þurfi að vera greið ef einhver hætta er talin á að snjóflóð falli yfir veg. Ekki er talið ráðlegt að veita umferð um hlíðina í lélegu eða engu skyggni eða ófærð með hótun um snjóflóð. Þegar Súðavíkurhlíð er lokað vegna snjóflóðahættu fer yfirleitt af stað atburðarás þar sem Björgunarsveitin Kofri fer í kjölfarið í útkall að losa fasta bíla eða bjarga farþegum víðs vegar um Djúpveg (um 160 km svæði) og koma þeim til Súðavíkur. Því miður hefur þetta verið staðreynd nú í janúar og febrúar og frekar undantekning ef ekki eru einhverjir á leið um Djúp í átt til Ísafjarðabæjar þegar lokun skellur á. Útkall björgunarsveitar tekur margar klukkustundir í hvert sinn, enda farið í ófærð og illviðri, því það helst jafnan í hendur við lokaða Súðavíkurhlíð. Blessunarlega hefur náðst að koma öllum til bjargar sem þess hafa þurft með. Að aka Djúpveg í slíkum aðstæðum, gulri eða appelsínugulri veðurviðvörun, er ekki góð hugmynd. Símasamband er stopult á leið sem telur um 160 km og víða á leiðinni er snjóflóðahætta og nokkrir staðir sem teppast fljótlega vegna snjósöfnunar – sér í lagi Sjötúnahlíð, Kambsnes, hlíðar í Hestfirði og Fossahlíð og víðar í Skötufirði. Þetta endurtekur sig samt sem áður trekk í trekk eins og staðreyndi hefur verið í vetur. Skammt er síðan banaslys varð á kafla í Skötufirði þar sem ekkert símasamband var. Lítið hefur verið um úrbætur í þeim efnum síðan og algerlega óviðunandi um fjölfarinn veg um jafn dreifða byggð og raun er. Súðavík. Björgunarsveitin Kofri er ekki mannmörg. Líklega er útkallslisti þar vel innan við 10 manns og virkur hluti enn færri. Björgunarsveitin Kofri hefur yfir að ráða einum öflugum breyttum bíl, tveimur snjósleðum og bát svo eitthvað sé nefnt. Við útkall inn í Djúp eru einu bjargirnar á staðnum sendar af stað til þess að koma ferðafólki til hjálpar, oftar en ekki í aðstæðum þar sem varað hefur verið sérstkalega við ferðalögum vegna veðurs og ófærðar. En samt endurtekur þetta sig ítrekað yfir veturinn. Hægt hefur verið að taka allt að 4 farþega með í bíl björgunarsveitar svo vel sé, en stundum hefur þurft að selflytja fólk og koma þeim í önnur farartæki svo hægt sé að halda áfram björgun. Það útheimtir mannskap í bílinn til þess að geta mokað upp ökutæki og til þess að moka leiðina til björgunar. Þá þarf að finna strandaglópum samastað, útvega þeim mat og nauðsynjar. Einhverjir af þessum 10 manna hópi þurfa því að fara í útkall og tryggja fólkinu næturvist og taka niður upplýsingar um þá sem gista, en það kemur í hlut Rauða krossdeildar Súðavíkurhrepps. Fáir eru þar skráðir og enn færri virkir. Rauði krossinn kemur að málum þegar opna þarf fjöldahjálparstöð eða koma þarf fólki í gistingu sem bjargað er úr hrakningum af Djúpvegi þegar Súðavíkurhlíð er lokuð. Yfirleitt og oftast nær er þetta að kvöldi og fram á nótt. Sjálfboðaliðar sem þurfa jafnvel að mæta til vinnu að jafnaði daginn eftir bæði, úr björgunarsveit og Rauða krossinum. En hér erum við á vakt 24 tíma sólarhringsins – 7 daga vikunnar. Eins og fyrr segir eru þessi verkefni í höndum um 10 manna hóps í Súðavík. Verkefni eru innt af hendi með glöðu geði og sjálfsagt að koma fólki til bjargar í neyð. Hins vegar mætti fækka útköllum og gistinóttum í Súðavík talsvert ef fólk virti veðurspá, Vegagerðin hefði samráð um lokanir vega beggja vegna Djúpvegs og vísast að samskipti væru greiðari milli Vegagerðarinnar og lögreglu. Vera kann að þetta sé á misskilningi byggt, en þegar farið er yfir stöðuna eftir á kemur alltaf eitthvað upp sem betur má fara. Það er raunar auðveldara að skoða allt grundigt í endurskoðun, enda þarf að taka ákvarðanir á vettvangi undir pressu. Farsælast væri að loka á Steingrímsfjarðarheiði þegar ljóst er að loka þarf um Súðavíkurhlíð. Útkoman væri sú að umferð er ekki hleypt um Djúpveg þegar veður og færð bjóða ekki upp á það með tilheyrandi hættu fyrir bæði björgunarfólk og þá sem verið er að sækja. En þetta er sjálfsagt umdeilanlegt þar sem framkvæmdin hefur verið önnur og vísast búið að viðra þennan möguleika áður. En meðan ekki verður breyting á þá þurfum við að halda úti húsnæði hér í Súðavík fyrir strandaglópa, taka nokkur útköll á ári með Björgunarsveitinni Kofra að sækja fólk úr bílum inn í Djúp og virkja Rauða krossdeild Súðavíkurhrepps til að hýsa fólk og tryggja þeim vistir. Til þess að fyrirbyggja misskilning – við höfum alltaf gaman að því að fá fólk í heimsókn í okkar fámenna en stóra hrepp og jafnan er gott að gista hér og njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Það er hins vegar með undirbúning þess og aðdraganda sem betur færi á því að heimsókn hingað væri ekki óvænt í veðri sem leyfir ekki útivist. Við erum góð heim að sækja og státum af náttúrufegurð og veðursæld yfir meðallagi – frómt sagt. Sjáumst því einn góðan veðurdag en ekki illvígan dag í janúar eða febrúar undir veðurviðvörun. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súðavíkurhreppur Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Bragi Þór Thoroddsen Samgöngur Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú er stysti mánuður ársins liðinn. Febrúar 2022 telur 28 daga. Við áttum fund saman í gærkvöldi, þann 28. febrúar 2022 – undirritaður fyrir hönd Almannavarna Súðavíkurhrepps og sem sveitarstjóri, ásamt fulltrúum frá Rauða krossdeild Súðavíkurhrepps og fulltrúum frá Björgunarsveitinni Kofra í Súðavík. Tölfræði Súðavíkuhrepps fyrir þennan tíma – febrúar 2022; 9 lokanir á Súðavíkurhlíð og 7 útköll Björgunarsveitarinnar Kofra inn í Djúp að sækja ferðalanga sem hafa lent í ógöngum. Nokkrar gistinætur strandaglópa af Djúpvegi. Ágætt að hafa í huga að einungis 20 virkir dagar voru í febrúar. Um 10 manna hópur stendur vaktina – almannavarnir (sveitarstjóri), björgunarsveit (Björgunarsveitin Kofri í Súðavík) og Rauði krossinn (Rauða krossdeild Súðavíkurhrepps). Kaupmaðurinn í Súðavík hefur hlaupið til og opnað verslun og fyrir veitingar til handa þeim sem hafa verið strandaglópar í Súðavík. Lokanir á Súðavíkurhlíð á árinu 2022 eru alls 17. Heildarfjöldi klukkustunda er 175,4. Lengsta lokun varði frá sunnudeginum 6. febrúar fram að miðvikudagsmorgni 9. febrúar. Alls 64 klukkutíma. Þegar svo var komið í febrúar var farið að bera verulega á vöruskorti í verslunum í Ísafjarðarbæ – bæði Bónus og Nettó. Ætla mætti að nágrannar okkar sæu í því kost með okkur að styðja okkur í því að fá göng milli byggðarlagana. Kæmi mér ekki á óvart að við í Súðavíkurhreppi gengjum nágrönnum okkar á hönd ef samgöngur yrðu öruggar á milli heilsárs. Þetta er ísköld tölfræði og ekki tekið inn í þetta annað sem af leiddi vegna veðurs, en oftar en ekki var ófærð talsverð innanbæjar auk þess sem veður var ekkert sérstakt til útivistar. Ræsa þurfti út moksturstæki til þess að ryðja leiðir innanbæjar til þess eins að koma strandaglópum í hús. Það er ekki raunhæfur kostur fyrir íbúa Súðavíkur að sækja þjónstu til Hólmavíkur í hina áttina um Djúpveg þegar þannig stendur á. Hér erum við lokuð frá umheiminum í orðsins fyllstu merkingu þegar hlíðin er lokuð. Símtöl vegna ferðafólks um Djúpveg í vandræðum skipta tugum auk samskipta við lögreglu um lokanir á Súðavíkurhlíð. Einhver samskipti eiga sér stað líka við Vegagerðina. Ef hringt er í 112 undir lokun Súðavíkurhlíðar tekur sveitarstjóri Súðavíkurhrepps símtal í framhaldinu sem tengiliður Almannavarna. Bara sú aðgerð að loka Súðavíkurhlíð að beiðni lögreglu útheimtir einhvern af þessum 10 manna hópi að mæta um 20 mínútum fyrir fyrirhugaða lokun, telja inn bíla á svæðið og loka og bíða átekta. Sjá hversu margir verða á hlíðinni þann tíma sem tekur að aka fyrir að Arnardal – c.a. 10 - 20 mínútur eftir færð. Lokun hlíðarinnar tekur að jafnaði um 40 mínútur þegar aðstæður eru þannig. Stundum er þó lokun á hlíðinni fyrirvaralaus, ef snjóflóð falla yfir veg. Þá er það í höndum Vegagerðarinnar en annars lögreglu. Að jafnaði í vonskuveðri enda sjaldnast um að ræða lokun á hlíðinni í blíðviðri. Miðað er við að umferð um Súðavíkurhlíð þurfi að vera greið ef einhver hætta er talin á að snjóflóð falli yfir veg. Ekki er talið ráðlegt að veita umferð um hlíðina í lélegu eða engu skyggni eða ófærð með hótun um snjóflóð. Þegar Súðavíkurhlíð er lokað vegna snjóflóðahættu fer yfirleitt af stað atburðarás þar sem Björgunarsveitin Kofri fer í kjölfarið í útkall að losa fasta bíla eða bjarga farþegum víðs vegar um Djúpveg (um 160 km svæði) og koma þeim til Súðavíkur. Því miður hefur þetta verið staðreynd nú í janúar og febrúar og frekar undantekning ef ekki eru einhverjir á leið um Djúp í átt til Ísafjarðabæjar þegar lokun skellur á. Útkall björgunarsveitar tekur margar klukkustundir í hvert sinn, enda farið í ófærð og illviðri, því það helst jafnan í hendur við lokaða Súðavíkurhlíð. Blessunarlega hefur náðst að koma öllum til bjargar sem þess hafa þurft með. Að aka Djúpveg í slíkum aðstæðum, gulri eða appelsínugulri veðurviðvörun, er ekki góð hugmynd. Símasamband er stopult á leið sem telur um 160 km og víða á leiðinni er snjóflóðahætta og nokkrir staðir sem teppast fljótlega vegna snjósöfnunar – sér í lagi Sjötúnahlíð, Kambsnes, hlíðar í Hestfirði og Fossahlíð og víðar í Skötufirði. Þetta endurtekur sig samt sem áður trekk í trekk eins og staðreyndi hefur verið í vetur. Skammt er síðan banaslys varð á kafla í Skötufirði þar sem ekkert símasamband var. Lítið hefur verið um úrbætur í þeim efnum síðan og algerlega óviðunandi um fjölfarinn veg um jafn dreifða byggð og raun er. Súðavík. Björgunarsveitin Kofri er ekki mannmörg. Líklega er útkallslisti þar vel innan við 10 manns og virkur hluti enn færri. Björgunarsveitin Kofri hefur yfir að ráða einum öflugum breyttum bíl, tveimur snjósleðum og bát svo eitthvað sé nefnt. Við útkall inn í Djúp eru einu bjargirnar á staðnum sendar af stað til þess að koma ferðafólki til hjálpar, oftar en ekki í aðstæðum þar sem varað hefur verið sérstkalega við ferðalögum vegna veðurs og ófærðar. En samt endurtekur þetta sig ítrekað yfir veturinn. Hægt hefur verið að taka allt að 4 farþega með í bíl björgunarsveitar svo vel sé, en stundum hefur þurft að selflytja fólk og koma þeim í önnur farartæki svo hægt sé að halda áfram björgun. Það útheimtir mannskap í bílinn til þess að geta mokað upp ökutæki og til þess að moka leiðina til björgunar. Þá þarf að finna strandaglópum samastað, útvega þeim mat og nauðsynjar. Einhverjir af þessum 10 manna hópi þurfa því að fara í útkall og tryggja fólkinu næturvist og taka niður upplýsingar um þá sem gista, en það kemur í hlut Rauða krossdeildar Súðavíkurhrepps. Fáir eru þar skráðir og enn færri virkir. Rauði krossinn kemur að málum þegar opna þarf fjöldahjálparstöð eða koma þarf fólki í gistingu sem bjargað er úr hrakningum af Djúpvegi þegar Súðavíkurhlíð er lokuð. Yfirleitt og oftast nær er þetta að kvöldi og fram á nótt. Sjálfboðaliðar sem þurfa jafnvel að mæta til vinnu að jafnaði daginn eftir bæði, úr björgunarsveit og Rauða krossinum. En hér erum við á vakt 24 tíma sólarhringsins – 7 daga vikunnar. Eins og fyrr segir eru þessi verkefni í höndum um 10 manna hóps í Súðavík. Verkefni eru innt af hendi með glöðu geði og sjálfsagt að koma fólki til bjargar í neyð. Hins vegar mætti fækka útköllum og gistinóttum í Súðavík talsvert ef fólk virti veðurspá, Vegagerðin hefði samráð um lokanir vega beggja vegna Djúpvegs og vísast að samskipti væru greiðari milli Vegagerðarinnar og lögreglu. Vera kann að þetta sé á misskilningi byggt, en þegar farið er yfir stöðuna eftir á kemur alltaf eitthvað upp sem betur má fara. Það er raunar auðveldara að skoða allt grundigt í endurskoðun, enda þarf að taka ákvarðanir á vettvangi undir pressu. Farsælast væri að loka á Steingrímsfjarðarheiði þegar ljóst er að loka þarf um Súðavíkurhlíð. Útkoman væri sú að umferð er ekki hleypt um Djúpveg þegar veður og færð bjóða ekki upp á það með tilheyrandi hættu fyrir bæði björgunarfólk og þá sem verið er að sækja. En þetta er sjálfsagt umdeilanlegt þar sem framkvæmdin hefur verið önnur og vísast búið að viðra þennan möguleika áður. En meðan ekki verður breyting á þá þurfum við að halda úti húsnæði hér í Súðavík fyrir strandaglópa, taka nokkur útköll á ári með Björgunarsveitinni Kofra að sækja fólk úr bílum inn í Djúp og virkja Rauða krossdeild Súðavíkurhrepps til að hýsa fólk og tryggja þeim vistir. Til þess að fyrirbyggja misskilning – við höfum alltaf gaman að því að fá fólk í heimsókn í okkar fámenna en stóra hrepp og jafnan er gott að gista hér og njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Það er hins vegar með undirbúning þess og aðdraganda sem betur færi á því að heimsókn hingað væri ekki óvænt í veðri sem leyfir ekki útivist. Við erum góð heim að sækja og státum af náttúrufegurð og veðursæld yfir meðallagi – frómt sagt. Sjáumst því einn góðan veðurdag en ekki illvígan dag í janúar eða febrúar undir veðurviðvörun. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun