Arnar Pétursson: Ég er stoltur af stelpunum Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2022 18:52 A-landslið kvenna vann frábæran sjö marka sigur á Tyrklandi fyrr í dag. Ísland var með yfirhöfnina alveg frá fyrstu mínútu en lokatölur voru 29-22. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, var virkilega sáttur með frammistöðu liðsins. „Þetta var bara mjög gott. Ég er sérstaklega ánægður með góðan fyrri hálfleik, bæði varnarlega og sóknarlega. Seinni hálfleikurinn var kannski full stressandi. En við kláruðum þetta vel og ég er virkilega ánægður með það,“ sagði Arnar Pétursson strax að leik loknum. Í viðtali fyrir leik talaði Arnar um það að til þess að sigra þyrfti liðið að þétta vörnina þar sem Tyrkir eru þekktir fyrir hraðar sóknir. „Það var allt annað að sjá ákefðina í varnarleiknum lengst af. Það er nátturlega bara það sem maður þarf í þessum bolta og við þurfum að geta spilað vörn til að eiga möguleika. En það er það sem við gerðum í dag. Ég er stoltur af stelpunum. Við svöruðum þessu ágætlega.“ „Við vorum að spila við hörku lið. Stelpurnar í Tyrklandi eru frábærar. En þetta var gott svar hjá okkur í dag og ég er ánægður með þetta.“ „Lykillinn að sigrinum var fyrst og fremst þéttleikinn varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo vorum við að spila mjög vel sóknarlega í fyrri hálfleik. Aðeins hökt á okkur í seinni hálfleik en við kláruðum þetta.“ „Við verðum að sjá hvernig staðan á þessu öllu er. Fyrst og fremst verðum við bara að hugsa um okkar lið og frammistöðu. Frammistaðan í dag var lengst af mjög góð. Það voru framfarir í þessu. Við erum að fara að spila við tvö af tólf bestu liðum í heimi. Svíarnir eru í 5. sæti til þess að koma sér inn á HM. Serbarnir eru í því tólfta. Við erum töluvert aftar. En það er allt hægt. Það þarf mikið til þess að við vinnum Serba úti í Serbíu. En það er allt hægt,“ sagði Arnar að lokum, aðspurður að því hvort liðið eigi séns á því að komast upp úr riðlinum. EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tyrkland 29-22 | Sterkur sigur íslenska liðsins Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann sterkan sjö marka sigur gegn því tyrkneska í undankeppni EM kvenna í handbolta í dag. 6. mars 2022 18:45 Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira
„Þetta var bara mjög gott. Ég er sérstaklega ánægður með góðan fyrri hálfleik, bæði varnarlega og sóknarlega. Seinni hálfleikurinn var kannski full stressandi. En við kláruðum þetta vel og ég er virkilega ánægður með það,“ sagði Arnar Pétursson strax að leik loknum. Í viðtali fyrir leik talaði Arnar um það að til þess að sigra þyrfti liðið að þétta vörnina þar sem Tyrkir eru þekktir fyrir hraðar sóknir. „Það var allt annað að sjá ákefðina í varnarleiknum lengst af. Það er nátturlega bara það sem maður þarf í þessum bolta og við þurfum að geta spilað vörn til að eiga möguleika. En það er það sem við gerðum í dag. Ég er stoltur af stelpunum. Við svöruðum þessu ágætlega.“ „Við vorum að spila við hörku lið. Stelpurnar í Tyrklandi eru frábærar. En þetta var gott svar hjá okkur í dag og ég er ánægður með þetta.“ „Lykillinn að sigrinum var fyrst og fremst þéttleikinn varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo vorum við að spila mjög vel sóknarlega í fyrri hálfleik. Aðeins hökt á okkur í seinni hálfleik en við kláruðum þetta.“ „Við verðum að sjá hvernig staðan á þessu öllu er. Fyrst og fremst verðum við bara að hugsa um okkar lið og frammistöðu. Frammistaðan í dag var lengst af mjög góð. Það voru framfarir í þessu. Við erum að fara að spila við tvö af tólf bestu liðum í heimi. Svíarnir eru í 5. sæti til þess að koma sér inn á HM. Serbarnir eru í því tólfta. Við erum töluvert aftar. En það er allt hægt. Það þarf mikið til þess að við vinnum Serba úti í Serbíu. En það er allt hægt,“ sagði Arnar að lokum, aðspurður að því hvort liðið eigi séns á því að komast upp úr riðlinum.
EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tyrkland 29-22 | Sterkur sigur íslenska liðsins Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann sterkan sjö marka sigur gegn því tyrkneska í undankeppni EM kvenna í handbolta í dag. 6. mars 2022 18:45 Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tyrkland 29-22 | Sterkur sigur íslenska liðsins Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann sterkan sjö marka sigur gegn því tyrkneska í undankeppni EM kvenna í handbolta í dag. 6. mars 2022 18:45