Afsakanir fyrir aðgerðaleysi Kristrún Frostadóttir skrifar 15. mars 2022 15:00 Það má aldrei nota loftslagsmálin og loftslagsmarkmið sem afsökun fyrir því að skilja eftir fólk í viðkvæmri stöðu. Það gerði formaður fjárlaganefndar í viðtali í gær, þegar hún skýldi sér á bak við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar til að réttlæta aðgerðaleysi gagnvart heimilum sem súpa nú seyðið af gríðarlegum verðhækkunum, hækkun verðs á bensín og dísel, hækkun húsnæðiskostnaðar, 6,2 prósenta verðbólgu. Við höfum verk að vinna í loftslagsmálum og orkuskiptum. En það mun aldrei nást sátt í samfélaginu um alvöru loftslagsaðgerðir nema tekjulægstu og viðkvæmustu hópunum sé hlíft. Nágrannalöndin hafa nú þegar kynnt aðgerðapakka til að mæta lífskjarakreppu heimilanna sem nú blasir við vegna hækkandi hrávöruverðs og húsnæðisverðshækkana. Enn og aftur eru íslensk stjórnvöld eftir á. Og nú skýla stjórnarliðar sér á bakvið loftslagsaðgerðir. Það er hægt að styðja við heimilin og vinna að loftslagsmálum. Svíar hafa kynnt aðgerðir til að draga úr bensínkostnaði tímabundið samhliða auknum hvötum til að kaupa rafmagnsbíla. Hverjir eru það í landinu sem hafa kost á því að kaupa sér nýjan rafbíl fyrir margar milljónir króna? Það er ekki ungt fólk eða öryrkjar. Það er ekki fólk undir meðaltekjum. Hverjir eru það aftur á móti sem bera ábyrgð á því að lítill áhugi er meðal ferðamanna að nýta sér rafbíla hér á landi – og þess vegna flæða bensín og dísel bílar inn á markað fyrir notaða bíla? Hverjir eru það sem bera ábyrgð á því að erfitt reynist fyrir fólk í dreifbýli að taka þátt í orkuskiptum? Jú, það eru stjórnvöld sem hafa ekki staðið sig í stykkinu þegar það kemur að því að byggja hér upp innviði fyrir rafbíla um allt land. Ég hvet ríkisstjórnina til að þess að nýta ekki málaflokk loftslagsmála sem skálkaskjól fyrir aðgerðaleysi í efnahagsmálum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Loftslagsmál Bensín og olía Efnahagsmál Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það má aldrei nota loftslagsmálin og loftslagsmarkmið sem afsökun fyrir því að skilja eftir fólk í viðkvæmri stöðu. Það gerði formaður fjárlaganefndar í viðtali í gær, þegar hún skýldi sér á bak við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar til að réttlæta aðgerðaleysi gagnvart heimilum sem súpa nú seyðið af gríðarlegum verðhækkunum, hækkun verðs á bensín og dísel, hækkun húsnæðiskostnaðar, 6,2 prósenta verðbólgu. Við höfum verk að vinna í loftslagsmálum og orkuskiptum. En það mun aldrei nást sátt í samfélaginu um alvöru loftslagsaðgerðir nema tekjulægstu og viðkvæmustu hópunum sé hlíft. Nágrannalöndin hafa nú þegar kynnt aðgerðapakka til að mæta lífskjarakreppu heimilanna sem nú blasir við vegna hækkandi hrávöruverðs og húsnæðisverðshækkana. Enn og aftur eru íslensk stjórnvöld eftir á. Og nú skýla stjórnarliðar sér á bakvið loftslagsaðgerðir. Það er hægt að styðja við heimilin og vinna að loftslagsmálum. Svíar hafa kynnt aðgerðir til að draga úr bensínkostnaði tímabundið samhliða auknum hvötum til að kaupa rafmagnsbíla. Hverjir eru það í landinu sem hafa kost á því að kaupa sér nýjan rafbíl fyrir margar milljónir króna? Það er ekki ungt fólk eða öryrkjar. Það er ekki fólk undir meðaltekjum. Hverjir eru það aftur á móti sem bera ábyrgð á því að lítill áhugi er meðal ferðamanna að nýta sér rafbíla hér á landi – og þess vegna flæða bensín og dísel bílar inn á markað fyrir notaða bíla? Hverjir eru það sem bera ábyrgð á því að erfitt reynist fyrir fólk í dreifbýli að taka þátt í orkuskiptum? Jú, það eru stjórnvöld sem hafa ekki staðið sig í stykkinu þegar það kemur að því að byggja hér upp innviði fyrir rafbíla um allt land. Ég hvet ríkisstjórnina til að þess að nýta ekki málaflokk loftslagsmála sem skálkaskjól fyrir aðgerðaleysi í efnahagsmálum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun