Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 23-26 | Fram tókst að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2022 17:15 Fram Olís Vísir/Hulda Margrét Fram tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í lokaumferð úrvalsdeildar karla í handbolta fyrr í kvöld er þeir sigruðu Aftureldingu í hörkuspennandi leik í Mosfellsbæ fyrr í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari náði Fram forskotinu. Niðurstaðan var þriggja marka sigur Fram, 23-26. Leikurinn var virkilega spennandi strax frá byrjun og mátti skynja mikla baráttu inni á vellinum. Stóran hluta leiksins spilaði hvort lið um sig einum, jafnvel tveimur færri, vegna ótal brottvísana í leiknum. Afturelding fékk átta brottvísanir og þar af eitt rautt spjald er Gunnar Malmqvist braut harkalega á Þorsteini Gauta Hjálmarssyni. Brottvísanirnar hjá Fram voru sjö en Ægir Hrafn Jónsson fékk rautt spjald í kjölfar þriðju brottvísunarinnar. Strax frá fyrstu mínútu leiksins var ljóst að um hörkuleik væri að ræða, enda sæti í úrslitakeppninni í húfi. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins og þar með hóft eltingarleikur þar sem liðin skiptust á að komast einu marki yfir eða jafna. Í fyrri hálfleik varð munurinn aldrei meiri heldur en eitt mark, þar til á 27. mínútu þegar Þorsteinn Gauti Hjálmarsson kom Fram í tveggja marka forystu. Þannig skildu liðin í hálfleik, Staðan 12-14 fyrir Fram. Fram byrjuðu síðari hálfleikinn frábærlega með því að komast strax í fjögurra marka forsytu. Afturelding var í basli með að ná að minnka niður forystuna en tókst þó að minnka niður í eitt mark þegar um stundarfjórðungur var eftir. Þó hafði Fram ekki gefist upp og tókst aftur að auka forystuna. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka tókst Aftureldingu að jafna metin á ný og brutust út mikil læti í Mosfellsbænum. Það dugði þó skammt því Fram sýndi mikla yfirvegun og tókst en og aftur að taka forystuna. Þar með gáfust Mosfellingar upp og þriggja marka sigur Fram tryggði þeim síðasta farmiðann inn í úrslitakeppnina. Lokatölur í Varmá 23-26. Afhverju vann Fram? Bæði lið börðust virkilega vel í kvöld en ástæðan fyrir sigri Fram var fyrst og fremst vegna þeirrar yfirvegunar sem þeir bjuggu yfir allan leikinn. Þeir spiluðu jafnt og þétt allan tímann og gáfust aldrei upp. Þeir spiluðu einnig á virkilega breiðum mannskap sem hjálpaði þeim mikið. Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var frábær í kvöld en hann skoraði níu mörk fyrir Fram. Breki Dagsson átti einnig góðan leik en hann skoraði fimm mörk. Lárus Helgi Ólafsson spilaði vel í marki Fram og var með 36% markvörslu. Í liði Aftureldingar voru Sveinn Andri Sveinsson og Blær Hinriksson markahæstir með fimm mörk hvor. Davíð Svansson var frábær í markinu og á stóran þátt í því að munurinn varð aldrei meiri en fjögur mörk. Hann var með sextán varða bolta eða 50% markvörslu. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að hafa aldrei gefist upp og barist allan leikinn, átti Afturelding samt í vandræðum með Fram í síðari hálfleik. Mikið af færum voru ekki nýtt og mikill pirringur einkenndi suma leikmenn. Heilt yfir var augljóst að andlega hliðin spilaði stórt hlutverk í því að liðið hafi misst haus um tíma. Hvað gerist næst? Úrslitakeppnin hefst þann 21. apríl og mun Fram mæta Val á útivelli þann dag. Afturelding er komin í sumarfrí. Gunnar Magnússon: „Við náðum ekki að sýna það sem við getum best“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst var stutt á milli í þessu. Við erum ótrúlegir, fáum þarna fyrst ólöglega skiptingu. Það var helvíti dýrt. Svo fáum við rautt spjald, en ég bara sá það ekki þegar Gunnar Malmqvist fékk það dæmt. Það var eitthvað krafs þarna, við urðum einum færri og þá bara fór þetta þar.“ „En svona heilt yfir þá til dæmis hittum við þrisvar sinnum ekki inn í opið mark. Það sést alveg að drengirnir voru að gefa gjörsamlega allt í þetta. En sjálfstraustið er brotið og við náðum ekki að sýna það sem við getum best. En þeir gáfu allt í þetta. Skaðinn er ekki endilega hérna í kvöld. Það eru bara þessir síðustu mánuðir sem hafa verið lélegir.“ „Það voru allir að gefa allt í þetta. Það er auðvitað svakalegt í svona leik þar sem allt er undir að við hlaupum kannski vitlausum megin við línuna og missum manninn. Við vorum svona með mómentið með okkur þá og það var dýrt. En þetta er bara ótrúlega svekkjandi. Svekkjandi að klára ekki þessa endurkomu sem við vorum í hérna í lokin.“ Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Afturelding Fram
Fram tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í lokaumferð úrvalsdeildar karla í handbolta fyrr í kvöld er þeir sigruðu Aftureldingu í hörkuspennandi leik í Mosfellsbæ fyrr í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari náði Fram forskotinu. Niðurstaðan var þriggja marka sigur Fram, 23-26. Leikurinn var virkilega spennandi strax frá byrjun og mátti skynja mikla baráttu inni á vellinum. Stóran hluta leiksins spilaði hvort lið um sig einum, jafnvel tveimur færri, vegna ótal brottvísana í leiknum. Afturelding fékk átta brottvísanir og þar af eitt rautt spjald er Gunnar Malmqvist braut harkalega á Þorsteini Gauta Hjálmarssyni. Brottvísanirnar hjá Fram voru sjö en Ægir Hrafn Jónsson fékk rautt spjald í kjölfar þriðju brottvísunarinnar. Strax frá fyrstu mínútu leiksins var ljóst að um hörkuleik væri að ræða, enda sæti í úrslitakeppninni í húfi. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins og þar með hóft eltingarleikur þar sem liðin skiptust á að komast einu marki yfir eða jafna. Í fyrri hálfleik varð munurinn aldrei meiri heldur en eitt mark, þar til á 27. mínútu þegar Þorsteinn Gauti Hjálmarsson kom Fram í tveggja marka forystu. Þannig skildu liðin í hálfleik, Staðan 12-14 fyrir Fram. Fram byrjuðu síðari hálfleikinn frábærlega með því að komast strax í fjögurra marka forsytu. Afturelding var í basli með að ná að minnka niður forystuna en tókst þó að minnka niður í eitt mark þegar um stundarfjórðungur var eftir. Þó hafði Fram ekki gefist upp og tókst aftur að auka forystuna. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka tókst Aftureldingu að jafna metin á ný og brutust út mikil læti í Mosfellsbænum. Það dugði þó skammt því Fram sýndi mikla yfirvegun og tókst en og aftur að taka forystuna. Þar með gáfust Mosfellingar upp og þriggja marka sigur Fram tryggði þeim síðasta farmiðann inn í úrslitakeppnina. Lokatölur í Varmá 23-26. Afhverju vann Fram? Bæði lið börðust virkilega vel í kvöld en ástæðan fyrir sigri Fram var fyrst og fremst vegna þeirrar yfirvegunar sem þeir bjuggu yfir allan leikinn. Þeir spiluðu jafnt og þétt allan tímann og gáfust aldrei upp. Þeir spiluðu einnig á virkilega breiðum mannskap sem hjálpaði þeim mikið. Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var frábær í kvöld en hann skoraði níu mörk fyrir Fram. Breki Dagsson átti einnig góðan leik en hann skoraði fimm mörk. Lárus Helgi Ólafsson spilaði vel í marki Fram og var með 36% markvörslu. Í liði Aftureldingar voru Sveinn Andri Sveinsson og Blær Hinriksson markahæstir með fimm mörk hvor. Davíð Svansson var frábær í markinu og á stóran þátt í því að munurinn varð aldrei meiri en fjögur mörk. Hann var með sextán varða bolta eða 50% markvörslu. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að hafa aldrei gefist upp og barist allan leikinn, átti Afturelding samt í vandræðum með Fram í síðari hálfleik. Mikið af færum voru ekki nýtt og mikill pirringur einkenndi suma leikmenn. Heilt yfir var augljóst að andlega hliðin spilaði stórt hlutverk í því að liðið hafi misst haus um tíma. Hvað gerist næst? Úrslitakeppnin hefst þann 21. apríl og mun Fram mæta Val á útivelli þann dag. Afturelding er komin í sumarfrí. Gunnar Magnússon: „Við náðum ekki að sýna það sem við getum best“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst var stutt á milli í þessu. Við erum ótrúlegir, fáum þarna fyrst ólöglega skiptingu. Það var helvíti dýrt. Svo fáum við rautt spjald, en ég bara sá það ekki þegar Gunnar Malmqvist fékk það dæmt. Það var eitthvað krafs þarna, við urðum einum færri og þá bara fór þetta þar.“ „En svona heilt yfir þá til dæmis hittum við þrisvar sinnum ekki inn í opið mark. Það sést alveg að drengirnir voru að gefa gjörsamlega allt í þetta. En sjálfstraustið er brotið og við náðum ekki að sýna það sem við getum best. En þeir gáfu allt í þetta. Skaðinn er ekki endilega hérna í kvöld. Það eru bara þessir síðustu mánuðir sem hafa verið lélegir.“ „Það voru allir að gefa allt í þetta. Það er auðvitað svakalegt í svona leik þar sem allt er undir að við hlaupum kannski vitlausum megin við línuna og missum manninn. Við vorum svona með mómentið með okkur þá og það var dýrt. En þetta er bara ótrúlega svekkjandi. Svekkjandi að klára ekki þessa endurkomu sem við vorum í hérna í lokin.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti