Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Haukar 32-20| Öruggur sigur Stjörnunnar á Haukum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 14. apríl 2022 15:15 Stjarnan fær Hauka í heimsókn. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan og Haukar mættust í lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta. Stjörnukonur tóku stjórnina snemma leiks og unnu öruggan tólf marka sigur, 32-20. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og var leikurinn heldur hraður. Þegar stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik voru Stjörnukonur hinsvegar sestar í bílstjórasætið og komnar fjórum mörkum yfir 10-6. Rúmlega fimm mínútum seinna gerði Haukar áhlaup og jöfnuðu leikinn, 11-11. Þá gaf Stjarnan enn meira í og leiddi með þremur mörkum í hálfleik 15-12. Stjarnan hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og hélt áfram að auka forskotið jafnt og þétt. Haukar fundu engin svör við varnarleik Stjörnunnar og lokuðu hreinlega báðir markverðir Stjörnunnar markinu. Haukakonur virtust hafa litla löngun til þess að reyna minnka muninn og fóru að spila óagaðan sóknarleik sem endaði ýmist með að boltinn rataði útaf eða fyrirsjáanleg skot sem voru varinn. Stjarnan græddi á þessum óagaða leik Hauka og röðuðu þær mörkunum inn og enduðu á að vinna leikinn með tólf mörkum 32-20. Afhverju vann Stjarnan? Þær spiluðu agaðan leik á öllum vígstöðum. Sóknarleikurinn var góður og komu mörk úr öllum stöðum og í öllum regnboganslitum. Markvarslan var frábær í dag og enduðu báðir markverðir Stjörnunnar með tæplega 60% markvörslu. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni skoraði Anna Karen Hansdóttir 7 mörk úr 7 skotum. Helena Rut Örvarsdóttir var með 6 mörk. Markverðir Stjörnunnar voru frábærar í dag. Darija Zecevic var með 20 skot varinn 59% markvörslu og Tinna Húnbjörg var með 7 bolta varða, þar af þrjú vítaskot og endaði með 54% markvörslu. Hjá Haukum voru Berta Rut Harðardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir atkvæðamestar með 5 mörk hvor. Hvað gekk illa? Heilt yfir gekk leikur Hauka illa. Leikmennirnir voru alls ekki að finna sig í dag. Sóknarlega voru þær flatar og áttu í miklum erfiðleikum með að skapa færi, þær fengu litla sem enga markvörslu og var varnarleikurinn ekki upp á marga fiska. Hvað gerist næst? Úrslitakeppninn fer að hefjast. Þar mætir Haukar KA/Þór og Stjarnan mætir ÍBV. Hrannar Guðmundsson: Við erum upp, upp og áfram Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslokVísir/Hulda Margrét „Mér líður stórkostlega. Þetta var frábær leikur í alla staði og gott að fara svona inn í páskafrí með þetta á bakinu,“ sagði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir góðan tólf marka sigur í Haukum í dag. Hrannar sagði að fyrir leikinn hafi þær kortlagt Haukana sem skilaði sér svo sannarlega í dag. „Við vorum búnar að kortleggja þær og ég var búinn að segja við stelpurnar að við værum að fara í úrslitaleik og við ætluðum að ná þessu 5. sæti. Við vorum klárar í allt.“ Hvernig viltu sjá stelpurnar mæta í úrslitakeppnina? „Fullar af sjálfstrausti, sérstaklega eftir svona sigur. Við erum búnar að vera spila flottan handbolta á köflum og við erum að komast í betra stand. Við erum upp, upp og áfram.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski handboltinn Handbolti Stjarnan Haukar Olís-deild kvenna Tengdar fréttir „Þetta var mjög döpur frammistaða“ Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tólf marka tap á móti Stjörnunni í síðasta leik Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Haukar lentu undir strax í byrjun leiks og áttu erfitt með að koma sér almennilega inn í leikinn. Lokatölur 32-20. 14. apríl 2022 17:58
Stjarnan og Haukar mættust í lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta. Stjörnukonur tóku stjórnina snemma leiks og unnu öruggan tólf marka sigur, 32-20. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og var leikurinn heldur hraður. Þegar stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik voru Stjörnukonur hinsvegar sestar í bílstjórasætið og komnar fjórum mörkum yfir 10-6. Rúmlega fimm mínútum seinna gerði Haukar áhlaup og jöfnuðu leikinn, 11-11. Þá gaf Stjarnan enn meira í og leiddi með þremur mörkum í hálfleik 15-12. Stjarnan hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og hélt áfram að auka forskotið jafnt og þétt. Haukar fundu engin svör við varnarleik Stjörnunnar og lokuðu hreinlega báðir markverðir Stjörnunnar markinu. Haukakonur virtust hafa litla löngun til þess að reyna minnka muninn og fóru að spila óagaðan sóknarleik sem endaði ýmist með að boltinn rataði útaf eða fyrirsjáanleg skot sem voru varinn. Stjarnan græddi á þessum óagaða leik Hauka og röðuðu þær mörkunum inn og enduðu á að vinna leikinn með tólf mörkum 32-20. Afhverju vann Stjarnan? Þær spiluðu agaðan leik á öllum vígstöðum. Sóknarleikurinn var góður og komu mörk úr öllum stöðum og í öllum regnboganslitum. Markvarslan var frábær í dag og enduðu báðir markverðir Stjörnunnar með tæplega 60% markvörslu. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni skoraði Anna Karen Hansdóttir 7 mörk úr 7 skotum. Helena Rut Örvarsdóttir var með 6 mörk. Markverðir Stjörnunnar voru frábærar í dag. Darija Zecevic var með 20 skot varinn 59% markvörslu og Tinna Húnbjörg var með 7 bolta varða, þar af þrjú vítaskot og endaði með 54% markvörslu. Hjá Haukum voru Berta Rut Harðardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir atkvæðamestar með 5 mörk hvor. Hvað gekk illa? Heilt yfir gekk leikur Hauka illa. Leikmennirnir voru alls ekki að finna sig í dag. Sóknarlega voru þær flatar og áttu í miklum erfiðleikum með að skapa færi, þær fengu litla sem enga markvörslu og var varnarleikurinn ekki upp á marga fiska. Hvað gerist næst? Úrslitakeppninn fer að hefjast. Þar mætir Haukar KA/Þór og Stjarnan mætir ÍBV. Hrannar Guðmundsson: Við erum upp, upp og áfram Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslokVísir/Hulda Margrét „Mér líður stórkostlega. Þetta var frábær leikur í alla staði og gott að fara svona inn í páskafrí með þetta á bakinu,“ sagði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir góðan tólf marka sigur í Haukum í dag. Hrannar sagði að fyrir leikinn hafi þær kortlagt Haukana sem skilaði sér svo sannarlega í dag. „Við vorum búnar að kortleggja þær og ég var búinn að segja við stelpurnar að við værum að fara í úrslitaleik og við ætluðum að ná þessu 5. sæti. Við vorum klárar í allt.“ Hvernig viltu sjá stelpurnar mæta í úrslitakeppnina? „Fullar af sjálfstrausti, sérstaklega eftir svona sigur. Við erum búnar að vera spila flottan handbolta á köflum og við erum að komast í betra stand. Við erum upp, upp og áfram.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski handboltinn Handbolti Stjarnan Haukar Olís-deild kvenna Tengdar fréttir „Þetta var mjög döpur frammistaða“ Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tólf marka tap á móti Stjörnunni í síðasta leik Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Haukar lentu undir strax í byrjun leiks og áttu erfitt með að koma sér almennilega inn í leikinn. Lokatölur 32-20. 14. apríl 2022 17:58
„Þetta var mjög döpur frammistaða“ Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tólf marka tap á móti Stjörnunni í síðasta leik Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Haukar lentu undir strax í byrjun leiks og áttu erfitt með að koma sér almennilega inn í leikinn. Lokatölur 32-20. 14. apríl 2022 17:58
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti