„Bæði léttir og um leið smá viðskilnaðarkvíði“ Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. apríl 2022 23:15 Margir hafa gert það að páskahefð að mæta í Hallgrímskirkju til að hlýða á lestur Sigurðar Skúlasonar. Vísir Sigurður Skúlason leikari flutti alla Passíusálmana í Hallgrímskirkju í dag í síðasta sinn. Lesturinn tók rúmar fimm klukkustundir og var Sigurður furðu brattur eftir þetta mikla þrekvirki. Rúmlega þúsund manns komu í kirkjuna til að hlýða á lesturinn og var stöðugur straumur þar í dag. Þetta var í tólfta sinn sem leikarinn flutti sálmana í heild sinni og segir það skrítna tilfinningu að vera kominn að leiðarlokum. „Það er bæði léttir og um leið smá viðskilnaðarkvíði. Þetta er búið að vera að þróast þetta samband við Hallgrím og Passíusálmanna, við píslarsöguna, og það hefur bara dýpkað og batnað með árunum. Þannig að það er bæði og léttir og eftirsjá,“ sagði Sigurður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður um hvernig þetta hafi upphaflega komið til segir hann að það hafi fyrst og fremst verið áskorunin sjálf sem hafi knúið hann til þess að láta á þetta reyna. „Þetta er svo mikil glíma fyrir mann sem er að fást við að nota röddina, leika, eða lesa upp og fyrir utan það að reyna að ná skilningi á trúarbrögðunum eða trú Hallgríms Péturssonar og ást hans á Jesú Kristi.“ Sigurður endaði á því að taka lokaerindið í 48. sálmi og gerði um leið orð Hallgríms að sínum. Hjartans innstu æðar mínar elski, lofi, prísi þig. En hjartablóð og benjar þínar blessi, hressi, græði mig. Hjartans þýðar þakkir fínar þér sé, gæskan eilíflig. Páskar Trúmál Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Rúmlega þúsund manns komu í kirkjuna til að hlýða á lesturinn og var stöðugur straumur þar í dag. Þetta var í tólfta sinn sem leikarinn flutti sálmana í heild sinni og segir það skrítna tilfinningu að vera kominn að leiðarlokum. „Það er bæði léttir og um leið smá viðskilnaðarkvíði. Þetta er búið að vera að þróast þetta samband við Hallgrím og Passíusálmanna, við píslarsöguna, og það hefur bara dýpkað og batnað með árunum. Þannig að það er bæði og léttir og eftirsjá,“ sagði Sigurður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður um hvernig þetta hafi upphaflega komið til segir hann að það hafi fyrst og fremst verið áskorunin sjálf sem hafi knúið hann til þess að láta á þetta reyna. „Þetta er svo mikil glíma fyrir mann sem er að fást við að nota röddina, leika, eða lesa upp og fyrir utan það að reyna að ná skilningi á trúarbrögðunum eða trú Hallgríms Péturssonar og ást hans á Jesú Kristi.“ Sigurður endaði á því að taka lokaerindið í 48. sálmi og gerði um leið orð Hallgríms að sínum. Hjartans innstu æðar mínar elski, lofi, prísi þig. En hjartablóð og benjar þínar blessi, hressi, græði mig. Hjartans þýðar þakkir fínar þér sé, gæskan eilíflig.
Páskar Trúmál Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira