Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2022 14:01 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. EPA/SERGEY DOLZHENKO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. Þetta sagði forsetinn í viðtali við CNN sem birt var nú í morgun. Hann sagði Úkraínumenn hvorki vilja landsvæði annarra, né muni þeir láta eigin landsvæði af hendi. Ukrainian President Volodymyr @ZelenskyyUa tells @jaketapper that his country won't give up territory in the east to end the war with Russia. #CNNSOTU"We don't want anyone else's territory, and we are not going to give up our own." pic.twitter.com/3Ua8w8m4Yw— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 Fréttamaðurinn Jake Tapper spurði Selenskí meðal annars út í átökin í Donbas og það hvort Úkraínumenn gætu varist árásum Rússa þar. Selenskí sagði það gífurlega mikilvægt fyrir Úkraínumenn að standast sóknina og það gæti haft áhrif á allt stríðið. Ukrainian President Volodymyr @ZelenskyyUa tells CNN's @jaketapper in an exclusive interview in Kyiv that Ukraine must "stand our ground" in the Donbas region. "It can influence the course of the whole war." #CNNSOTU pic.twitter.com/mtwxqhz9tC— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga gerðu þeir einnig árás með aðskilnaðarsinnum í Donbas. Þeir náðu upprunalega góðum árangri en voru seinna meir reknir nokkuð afturábak. Víglínurnar breyttust svo lítið í gegnum árin, þar til Rússar gerðu innrás aftur. Sjá einnig: Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Skömmu fyrir innrásina í febrúar lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússland viðurkenndi yfirráðasvæði tveggja fylkinga aðskilnaðarsinna í Donbas sem sjálfstæð lýðveldi. Þau kallast Donetsko og Luhansk og Pútín lýsti því yfir að yfirráðasvæði þessara lýðvelda ætti að vera allt Donbas-hérað. Aðskilnaðarsinnarnir stjórnuðu þó einungis um þriðjungi héraðsins. Ríkisstjórn Selenskís áætlar að um 2.500 til þrjú þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið í átökum við Rússa. Þá er áætlað að um tuttugu þúsund rússneskir hermenn hafi fallið. Ukrainian President Volodymyr @ZelenskyyUa tells CNN's @jaketapper in an exclusive interview in Kyiv that he estimates Ukraine has lost 2,500 to 3,000 soldiers in the war so far. #CNNSOTU pic.twitter.com/emjrpwKxFf— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 Herdeildirnar í Donbas hafa átt í átökum nánast samfleytt í átta ár og hafa fengið umfangsmikla þjálfun frá Bandaríkjamönnum, Bretum og Kanadamönnum. Þá hafa þeir haft átta ár til að undirbúa varnir sínar og eru taldir í góðum varnarstöðum. Eftir að Rússar hörfuðu frá Kænugarði hafa þeir lagt mikið kapp á að koma hermönnum þaðan á víglínurnar í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn hafa einnig sent liðsauka til austurs en segja þörf á fleiri og betri vopnum. Þau þurfi að berast eins fljótt og hægt sé. Selenskí sagði hermennina í Donbas vera bestu hermenn Úkraínu og að Rússar vildu umkringja þá og sigra. Úkraínumenn gætu ekki látið það gerast. „Það versta sem ég hef séð á ævi minni“ Selenskí var einnig spurður út í myndband af úkraínskri konu sem fann lík sonar síns í brunni í norðurhluta Úkraínu og það hvernig það væri fyrir hann að sjá myndbönd sem þessi og heyra af ódæðum sem þessum. Hann sagði þetta vera það versta sem hann hefði séð. Sem faðir gæti hann ekki ímyndað sér það sem umrædd kona og aðrir foreldrar hafi gengið í gegnum að undanförnu. „Ég get ekki horft á þetta sem faðir vegna þess að það eina sem maður vill eftir það er hefnd. Að drepa. Ég þarf að horfa á þetta sem forseti ríkis þar sem fjölmargir hafa dáið og misst ástvini. Það eru milljónir manna sem vilja lifa.“ "This is the most horrifying thing I have seen in my life." Ukrainian President Volodymyr @ZelenskyyUa opens up about the emotional toll of the war in an exclusive interview with CNN's @jaketapper in Kyiv. #CNNSOTU pic.twitter.com/iCIChcSyyA— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 Líf Úkraínumanna séu einskis virði í Kreml Selenskí var spurður út í það hvort hann hefði áhyggjur af því að Pútín væri tilbúinn til að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Hann sagði það koma til greina, eins og hann hefur sagt áður. Hann sagði að allur heimurinn þyrfti að undirbúa sig fyrir það, því líf Úkraínumanna væri einskis virði í augum ráðamanna í Kreml. Selenskí sagði engan hafa búist við innrás Rússa árið 2014. Engan hafa búist við innrás Rússa 2022 og engan hafa búist við því að rússneskir hermenn færu að skjóta almenning út á götum bæja og borga Úkraínu. Hann sagði ráðamenn í Rússlandi hafa sagt að notkun efnavopna og kjarnorkuvopna kæmi til greina. Þetta fólk væri ekki traustsins vert og þau gætu vel notað kjarnorkuvopn. "Be ready."Ukrainian President Volodymyr @ZelenskyyUa tells CNN's @jaketapper in an exclusive interview in Kyiv that the world should be prepared for the possibility that Vladimir Putin could use nuclear weapons. #CNNSOTU pic.twitter.com/v97X4Wqh7m— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 Tugir þúsunda fluttir til Rússlands Selenskí sagði ástandið í Maríupól vera mjög erfitt. Enginn hefði hugmynd um hve margir væru dánir í borginni, sem Rússar hafa setið um og gert árásir á frá því í upphafi innrásarinnar. Einnig væri lítið vitað um þá íbúa sem eru þar enn. Hann sagði Rússa þó hafa þvingað tugi þúsunda af íbúum Maríupól til að fara til Rússlands og þar á meðal væru þúsundir barna. „Við viljum vita hvað kom fyrir þau,“ sagði Selenskí. .@ZelenskyyUa: "Tens of thousands were forced to evacuate in the direction of the Russian Federation. And we do not know where they are. They've left no document trail. And among them are several thousands of children. We want to know what happened to them." #CNNSOTU pic.twitter.com/UDBCcLmLld— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 Tapper spurði Selenskí einnig út í möguleikann á því að hann myndi ekki lifa þetta stríð af og hvernig hann vildi að úkraínska þjóðin myndi muna eftir sér. Hvernig hann vonaðist til þess að börn hans myndu muna eftir honum ef allt færi á versta veg. Selenskí sagðist ekki vilja vera talinn hetja. Hann sé bara venjulegur maður sem elski fjölskyldu sína og móðurland. TAPPER: "How do you want the Ukrainian people to remember you? How do you want your son and daughter to remember you?" ZELENSKY: "A human being that loved life to the fullest. And loved his family and loved his motherland. Definitely not a hero... A regular human." #CNNSOTU pic.twitter.com/E5bNdBLBwI— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 TAPPER: "Is Ukraine going to win this war?" ZELENSKY: "Yes, of course." pic.twitter.com/bVlacR68wb— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja þetta vera sjóliða flaggskipsins Moskvu Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndir af sjóliðum sem þeir segja að hafi mannað beitiskipið Moskvu, flaggskip rússneska flotans, sem sökk í síðustu viku. 17. apríl 2022 09:51 Vaktin: Pútín telur sig vera að vinna stríðið Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. 17. apríl 2022 08:12 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Þetta sagði forsetinn í viðtali við CNN sem birt var nú í morgun. Hann sagði Úkraínumenn hvorki vilja landsvæði annarra, né muni þeir láta eigin landsvæði af hendi. Ukrainian President Volodymyr @ZelenskyyUa tells @jaketapper that his country won't give up territory in the east to end the war with Russia. #CNNSOTU"We don't want anyone else's territory, and we are not going to give up our own." pic.twitter.com/3Ua8w8m4Yw— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 Fréttamaðurinn Jake Tapper spurði Selenskí meðal annars út í átökin í Donbas og það hvort Úkraínumenn gætu varist árásum Rússa þar. Selenskí sagði það gífurlega mikilvægt fyrir Úkraínumenn að standast sóknina og það gæti haft áhrif á allt stríðið. Ukrainian President Volodymyr @ZelenskyyUa tells CNN's @jaketapper in an exclusive interview in Kyiv that Ukraine must "stand our ground" in the Donbas region. "It can influence the course of the whole war." #CNNSOTU pic.twitter.com/mtwxqhz9tC— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga gerðu þeir einnig árás með aðskilnaðarsinnum í Donbas. Þeir náðu upprunalega góðum árangri en voru seinna meir reknir nokkuð afturábak. Víglínurnar breyttust svo lítið í gegnum árin, þar til Rússar gerðu innrás aftur. Sjá einnig: Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Skömmu fyrir innrásina í febrúar lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússland viðurkenndi yfirráðasvæði tveggja fylkinga aðskilnaðarsinna í Donbas sem sjálfstæð lýðveldi. Þau kallast Donetsko og Luhansk og Pútín lýsti því yfir að yfirráðasvæði þessara lýðvelda ætti að vera allt Donbas-hérað. Aðskilnaðarsinnarnir stjórnuðu þó einungis um þriðjungi héraðsins. Ríkisstjórn Selenskís áætlar að um 2.500 til þrjú þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið í átökum við Rússa. Þá er áætlað að um tuttugu þúsund rússneskir hermenn hafi fallið. Ukrainian President Volodymyr @ZelenskyyUa tells CNN's @jaketapper in an exclusive interview in Kyiv that he estimates Ukraine has lost 2,500 to 3,000 soldiers in the war so far. #CNNSOTU pic.twitter.com/emjrpwKxFf— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 Herdeildirnar í Donbas hafa átt í átökum nánast samfleytt í átta ár og hafa fengið umfangsmikla þjálfun frá Bandaríkjamönnum, Bretum og Kanadamönnum. Þá hafa þeir haft átta ár til að undirbúa varnir sínar og eru taldir í góðum varnarstöðum. Eftir að Rússar hörfuðu frá Kænugarði hafa þeir lagt mikið kapp á að koma hermönnum þaðan á víglínurnar í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn hafa einnig sent liðsauka til austurs en segja þörf á fleiri og betri vopnum. Þau þurfi að berast eins fljótt og hægt sé. Selenskí sagði hermennina í Donbas vera bestu hermenn Úkraínu og að Rússar vildu umkringja þá og sigra. Úkraínumenn gætu ekki látið það gerast. „Það versta sem ég hef séð á ævi minni“ Selenskí var einnig spurður út í myndband af úkraínskri konu sem fann lík sonar síns í brunni í norðurhluta Úkraínu og það hvernig það væri fyrir hann að sjá myndbönd sem þessi og heyra af ódæðum sem þessum. Hann sagði þetta vera það versta sem hann hefði séð. Sem faðir gæti hann ekki ímyndað sér það sem umrædd kona og aðrir foreldrar hafi gengið í gegnum að undanförnu. „Ég get ekki horft á þetta sem faðir vegna þess að það eina sem maður vill eftir það er hefnd. Að drepa. Ég þarf að horfa á þetta sem forseti ríkis þar sem fjölmargir hafa dáið og misst ástvini. Það eru milljónir manna sem vilja lifa.“ "This is the most horrifying thing I have seen in my life." Ukrainian President Volodymyr @ZelenskyyUa opens up about the emotional toll of the war in an exclusive interview with CNN's @jaketapper in Kyiv. #CNNSOTU pic.twitter.com/iCIChcSyyA— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 Líf Úkraínumanna séu einskis virði í Kreml Selenskí var spurður út í það hvort hann hefði áhyggjur af því að Pútín væri tilbúinn til að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Hann sagði það koma til greina, eins og hann hefur sagt áður. Hann sagði að allur heimurinn þyrfti að undirbúa sig fyrir það, því líf Úkraínumanna væri einskis virði í augum ráðamanna í Kreml. Selenskí sagði engan hafa búist við innrás Rússa árið 2014. Engan hafa búist við innrás Rússa 2022 og engan hafa búist við því að rússneskir hermenn færu að skjóta almenning út á götum bæja og borga Úkraínu. Hann sagði ráðamenn í Rússlandi hafa sagt að notkun efnavopna og kjarnorkuvopna kæmi til greina. Þetta fólk væri ekki traustsins vert og þau gætu vel notað kjarnorkuvopn. "Be ready."Ukrainian President Volodymyr @ZelenskyyUa tells CNN's @jaketapper in an exclusive interview in Kyiv that the world should be prepared for the possibility that Vladimir Putin could use nuclear weapons. #CNNSOTU pic.twitter.com/v97X4Wqh7m— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 Tugir þúsunda fluttir til Rússlands Selenskí sagði ástandið í Maríupól vera mjög erfitt. Enginn hefði hugmynd um hve margir væru dánir í borginni, sem Rússar hafa setið um og gert árásir á frá því í upphafi innrásarinnar. Einnig væri lítið vitað um þá íbúa sem eru þar enn. Hann sagði Rússa þó hafa þvingað tugi þúsunda af íbúum Maríupól til að fara til Rússlands og þar á meðal væru þúsundir barna. „Við viljum vita hvað kom fyrir þau,“ sagði Selenskí. .@ZelenskyyUa: "Tens of thousands were forced to evacuate in the direction of the Russian Federation. And we do not know where they are. They've left no document trail. And among them are several thousands of children. We want to know what happened to them." #CNNSOTU pic.twitter.com/UDBCcLmLld— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 Tapper spurði Selenskí einnig út í möguleikann á því að hann myndi ekki lifa þetta stríð af og hvernig hann vildi að úkraínska þjóðin myndi muna eftir sér. Hvernig hann vonaðist til þess að börn hans myndu muna eftir honum ef allt færi á versta veg. Selenskí sagðist ekki vilja vera talinn hetja. Hann sé bara venjulegur maður sem elski fjölskyldu sína og móðurland. TAPPER: "How do you want the Ukrainian people to remember you? How do you want your son and daughter to remember you?" ZELENSKY: "A human being that loved life to the fullest. And loved his family and loved his motherland. Definitely not a hero... A regular human." #CNNSOTU pic.twitter.com/E5bNdBLBwI— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022 TAPPER: "Is Ukraine going to win this war?" ZELENSKY: "Yes, of course." pic.twitter.com/bVlacR68wb— State of the Union (@CNNSotu) April 17, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja þetta vera sjóliða flaggskipsins Moskvu Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndir af sjóliðum sem þeir segja að hafi mannað beitiskipið Moskvu, flaggskip rússneska flotans, sem sökk í síðustu viku. 17. apríl 2022 09:51 Vaktin: Pútín telur sig vera að vinna stríðið Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. 17. apríl 2022 08:12 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Segja þetta vera sjóliða flaggskipsins Moskvu Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndir af sjóliðum sem þeir segja að hafi mannað beitiskipið Moskvu, flaggskip rússneska flotans, sem sökk í síðustu viku. 17. apríl 2022 09:51
Vaktin: Pútín telur sig vera að vinna stríðið Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. 17. apríl 2022 08:12