Til félaga í Eflingu Hallgerður Hauksdóttir skrifar 22. apríl 2022 17:31 Dúsur róa og gleðja. Launakerfi mora í dúsum – nema hjá láglaunafólki. Hjá öðrum hópum finnast mýmargar. Þetta getur verið laxveiðiferð, kaupréttarauki, digur viðbót við viðbótarlífeyri, ókeypis matur, kostað nám, föst yfirvinna, sérstök líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk, fastur ökutækjastyrkur eða bíll til afnota, mjög veglegar jólagjafir, frí afnot sumarhúsa. Mætti lengi telja. Dúsur eru í senn dulbúin hækkun heildarlauna og hindrun við að bera saman raunveruleg laun. Því þegar laun eru almennt borin saman, þá er aðeins miðað út frá launataxta. Dúsurnar eru óljósar, ógagnsæjar, nema kannski lagst sé yfir skattaframtöl. Dúsur eru nefnilega „einkamál“ innan vinnustaða. Það er eina sem er dagljóst, er að láglaunafólk nýtur dúsa lítt eða ekkert. Fulltrúi óánægðs starfsfólks skrifstofu Eflingar tilkynnti fjölmiðlum nýlega að starfsfólkið þar skuldar kjósendum nýja formannsins ekki neitt – já, almennum félögum, sem skrifstofan starfar fyrir. Það var nefnilega ekki kosið rétt. Þetta er samþykkt með þögn hinna. Allt er þetta undirkynt m.a. af þeim hluta stjórnar sem vildi ekki nýja formanninn. Nú er hamast við skemmdarverk, nýjasta atlagan felst í að stofna til undirskriftarlista sem er látinn líta út eins og hann komi frá almennum félögum úti í samfélaginu. Slagkraftur skrifstofunnar og umboð gagnvart félögum eru þar að mínu mati misnotuð gróflega. En skrifstofufólkið vill auðvitað halda sínu, halda þeim dúsum sem hafa byggst þarna upp í gegnum „rólegu“ árin. Svona horfir þetta við mér. Mér finnst þetta alveg skiljanlegt, enda eru dúsur bragðgóðar og ánetjandi. En þær viðhalda líka ójöfnuði. Frábærar áætlanir eru nefnilega uppi um skipulagsbreytingar í þágu réttlætis á skrifstofu Eflingar m.a. um gagnsæi og einnig um að hafa launabil aldrei stærra en ákveðið hlutfall. Kynnið ykkur þessar áætlanir. Til að endurskilgreina ráðningarsamband þarf alltaf uppsögn á ráðningarsamningi. Ef endurskipuleggja á heildarrekstur þarf uppsögn allra. Að sjálfsögðu á að leiðrétta „útfærslur“ á heildarlaunum, enda fáránlegt að hafa t.d. 587þús samkvæmt taxta, en raunveruleg föst heildarlaun 8-900þús. Af því dúsur. Það er enginn að segja að það eigi að lækka launin, takið eftir því. Svona virka dúsurnar og það skapar mikinn óróleika að hreyfa við þeim. Fullyrt hefur verið að hópuppsagnir hjá verkalýðsfélagi séu vondar af því atvinnurekendur geti þá líka. Tvennt við þetta. Atvinnurekendur geta nú þegar. Jafnframt er alger grundvallarmunur á því að framvæma skipulagsbreytingar til að auka heilbrigði og réttlæti í starfsemi og því að framkvæma skipulagsbreytingar fyrir meiri gróða. Þetta tvennt á ekki að leggja að jöfnu og er hreinlega villandi afvegaleiðing. Allir átta sig á að stéttarfélag er ekki rekið í hagnaðarskyni. Loks er ekkert neyðarástand á vinnumarkaði, nóga vinnu að fá líkt og atvinnuauglýsingar sýna mjög vel. Þau sem verða ekki endurráðin finna alveg nýja vinnu, bara eins og annað fólk sem leitar að vinnu. Góðir starfsmenn fá alltaf góð meðmæli með sér hvar sem þeir fara. Ég hvet almenna félaga í Eflingu eindregið til að sjá í gegnum moldviðrið og fylkja sér að baki Sólveigu, styðja hana áfram sem sinn formann, einnig við að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á starfsemi félagsins, svo staðan á skrifstofunni standi ekki tilgangi félagsins fyrir þrifum, heldur endurspegli betur það réttláta samfélag sem hún á að þjóna baráttu fyrir. Höfundur er láglaunakona á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Dúsur róa og gleðja. Launakerfi mora í dúsum – nema hjá láglaunafólki. Hjá öðrum hópum finnast mýmargar. Þetta getur verið laxveiðiferð, kaupréttarauki, digur viðbót við viðbótarlífeyri, ókeypis matur, kostað nám, föst yfirvinna, sérstök líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk, fastur ökutækjastyrkur eða bíll til afnota, mjög veglegar jólagjafir, frí afnot sumarhúsa. Mætti lengi telja. Dúsur eru í senn dulbúin hækkun heildarlauna og hindrun við að bera saman raunveruleg laun. Því þegar laun eru almennt borin saman, þá er aðeins miðað út frá launataxta. Dúsurnar eru óljósar, ógagnsæjar, nema kannski lagst sé yfir skattaframtöl. Dúsur eru nefnilega „einkamál“ innan vinnustaða. Það er eina sem er dagljóst, er að láglaunafólk nýtur dúsa lítt eða ekkert. Fulltrúi óánægðs starfsfólks skrifstofu Eflingar tilkynnti fjölmiðlum nýlega að starfsfólkið þar skuldar kjósendum nýja formannsins ekki neitt – já, almennum félögum, sem skrifstofan starfar fyrir. Það var nefnilega ekki kosið rétt. Þetta er samþykkt með þögn hinna. Allt er þetta undirkynt m.a. af þeim hluta stjórnar sem vildi ekki nýja formanninn. Nú er hamast við skemmdarverk, nýjasta atlagan felst í að stofna til undirskriftarlista sem er látinn líta út eins og hann komi frá almennum félögum úti í samfélaginu. Slagkraftur skrifstofunnar og umboð gagnvart félögum eru þar að mínu mati misnotuð gróflega. En skrifstofufólkið vill auðvitað halda sínu, halda þeim dúsum sem hafa byggst þarna upp í gegnum „rólegu“ árin. Svona horfir þetta við mér. Mér finnst þetta alveg skiljanlegt, enda eru dúsur bragðgóðar og ánetjandi. En þær viðhalda líka ójöfnuði. Frábærar áætlanir eru nefnilega uppi um skipulagsbreytingar í þágu réttlætis á skrifstofu Eflingar m.a. um gagnsæi og einnig um að hafa launabil aldrei stærra en ákveðið hlutfall. Kynnið ykkur þessar áætlanir. Til að endurskilgreina ráðningarsamband þarf alltaf uppsögn á ráðningarsamningi. Ef endurskipuleggja á heildarrekstur þarf uppsögn allra. Að sjálfsögðu á að leiðrétta „útfærslur“ á heildarlaunum, enda fáránlegt að hafa t.d. 587þús samkvæmt taxta, en raunveruleg föst heildarlaun 8-900þús. Af því dúsur. Það er enginn að segja að það eigi að lækka launin, takið eftir því. Svona virka dúsurnar og það skapar mikinn óróleika að hreyfa við þeim. Fullyrt hefur verið að hópuppsagnir hjá verkalýðsfélagi séu vondar af því atvinnurekendur geti þá líka. Tvennt við þetta. Atvinnurekendur geta nú þegar. Jafnframt er alger grundvallarmunur á því að framvæma skipulagsbreytingar til að auka heilbrigði og réttlæti í starfsemi og því að framkvæma skipulagsbreytingar fyrir meiri gróða. Þetta tvennt á ekki að leggja að jöfnu og er hreinlega villandi afvegaleiðing. Allir átta sig á að stéttarfélag er ekki rekið í hagnaðarskyni. Loks er ekkert neyðarástand á vinnumarkaði, nóga vinnu að fá líkt og atvinnuauglýsingar sýna mjög vel. Þau sem verða ekki endurráðin finna alveg nýja vinnu, bara eins og annað fólk sem leitar að vinnu. Góðir starfsmenn fá alltaf góð meðmæli með sér hvar sem þeir fara. Ég hvet almenna félaga í Eflingu eindregið til að sjá í gegnum moldviðrið og fylkja sér að baki Sólveigu, styðja hana áfram sem sinn formann, einnig við að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á starfsemi félagsins, svo staðan á skrifstofunni standi ekki tilgangi félagsins fyrir þrifum, heldur endurspegli betur það réttláta samfélag sem hún á að þjóna baráttu fyrir. Höfundur er láglaunakona á höfuðborgarsvæðinu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun