Umfjöllun og viðtöl: Keflavík – Valur 0-1 | Naumur sigur Valsara í Keflavík Árni Konráð Árnason skrifar 24. apríl 2022 19:47 Valsmenn vilja annan sigur. Vísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson hélt í óbreytt lið á meðan Sigurður Ragnar gerði tvær breytingar á liði sínu er liðið mætti Valsmönnum, suður með sjó í kvöld. Það var Birkir Már Sævarsson sem að gerði eina mark leiksins en það kom á 40. mínútu eftir að Valsmenn fengu hornspyrnu. Boltinn barst á fjærstöng þar sem að Patrick var einn á auðum sjó og nær skoti að marki heimamanna, boltinn virtist stefna rétt fram hjá en Birkir Már stýrði knettinum inn. Mörkin hefðu hæglega getað verið fleiri en 0-1 lokatölur raunin. Adam Ægir Pálsson var duglegur að láta reyna á Guy Smit í marki Valsmanna og byrjaði á fyrstu mínútu leiksins á föstu skoti langt utan af velli og þurfti Guy að hafa fyrir því. Adam átti eftir að eiga fleiri tilraunir í leiknum. Valsmenn létu þetta þó ekki á sig fá og sóttu hátt á vellinum. Það var á 21. mínútu fyrri hálfleiks sem að Guðmundur Andri átti kjörið tækifæri til þess að koma Valsmönnum í forystu. Það var Tryggvi Hrafn sem að hljóp upp vinstri kantinn og nær að koma boltanum út í teig á Guðmund Andra, sem að hitti boltann illa og Keflvíkingar stálheppnir að hafa ekki fengið á sig mark. Áfram héldu Valsmenn og uppskáru hornspyrnu á 40. mínútu. Boltinn endaði á fjærstöng þar sem að Patrick Pedersen náði skoti að marki Keflavíkur og enginn annar en Birkir Már Sævarsson mætir á fjærstöngina og kom boltanum í netið, 1-0 fyrir Val og voru það hálfleikstölur. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleik af meiri krafti en þann fyrri og sóttu hátt á Valsmenn. Jafnræði ríkti þó með liðunum lengst af. Það var á 57. mínútu sem að Guy Smit ákvað að sóla einn Keflvíking og þann næsta en tapaði loks boltanum, kominn hálfa leið að miðjum vellinum. Ingimundur Aron reynir að skjóta á tómt markið en skot hans langt utan af velli, fast með jörðu endaði í löppunum á Sebastian Hedlund sem að afstýrði hættunni. Dani Hattaka átti því næst skot fram hjá marki Valsmanna á 66. mínútu en skot hans geigaði, ágæt tilraun. Adam Árni var ansi tæpur á að skora á 88. mínútu leiksins þegar að boltinn barst á fjærstöng og Adam renndi sér eftir honum, en náði ekki boltanum. Stórhættulegt færi fyrir Keflvíkinga. Það var á lokamínútu uppbótartímans þegar að Tryggvi Hrafn slapp einn í gegn, hægði á sér og leitaði að samherjum en fann sig umkringdan þremur Keflvíkingum og enginn samherji sjáanlegur. Þarna hefðu Valsmenn getað farið upp með Tryggva og verið í kjörstöðu til þess að gera annað mark sitt í leiknum. Mörkin urðu þó ekki fleiri og lokatölur 0-1 Valsmönnum í vil og eru þeir með fullt hús stiga þegar að tvær umferðir eru búnar, Keflavík eru enn án stiga. Af hverju vann Valur? Keflvíkingar gáfu Valsmönnum leik í kvöld. Valsmenn nýttu færin sín betur í þessum leik og vinna sanngjarnan 0-1 sigur í kvöld. Þeir leystu verkefnin í öftustu línu vel í kvöld og það færði þeim sigurinn. Hverjir stóðu upp úr? Adam Ægir var duglegur að láta reyna á Guy í marki Valsmanna í kvöld og var líflegur. Þá var Ágúst mjög duglegur á miðju Valsmanna. Rúnar Þór sýndi frábæra takta í kvöld og var duglegur í liði Keflavíkur. Hvað gekk illa? Bæði lið fengu færi til þess að gera fleiri mörk, þau færu voru illa nýtt. Hvað gerist næst? Keflavík mætir í víkina 28. apríl og mætir þar Íslands- og bikarmeisturum Víking Reykjavík. Valsmenn fá Rúnar Kristinsson og lærisveina hans í KR í heimsókn 30. apríl. Heimir Guðjónsson: Ánægður með Valsliðið í kvöld „Ég er bara ánægður með að við unnum leikinn. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og það er alltaf erfitt að koma hingað og spila. Mér fannst við byrja vel, fengum góða færi og svo sem búnir að koma okkur yfir en svo jafnaðist leikurinn, þeir komust inn í þetta,“ sagði Heimir. Keflavík pressaði hátt á Valsmenn seinustu þrjátíu mínútur leiksins en Valsmenn gerðu vel í að bægja hættunni frá. „Þeir náðu að ýta okkur aftar eftir því sem leið á seinni hálfleikinn en það var ekki ætlunin. Við héldum þó markinu hreinu og skoruðum eitt og það var nóg,“ sagði Heimir. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Valur
Heimir Guðjónsson hélt í óbreytt lið á meðan Sigurður Ragnar gerði tvær breytingar á liði sínu er liðið mætti Valsmönnum, suður með sjó í kvöld. Það var Birkir Már Sævarsson sem að gerði eina mark leiksins en það kom á 40. mínútu eftir að Valsmenn fengu hornspyrnu. Boltinn barst á fjærstöng þar sem að Patrick var einn á auðum sjó og nær skoti að marki heimamanna, boltinn virtist stefna rétt fram hjá en Birkir Már stýrði knettinum inn. Mörkin hefðu hæglega getað verið fleiri en 0-1 lokatölur raunin. Adam Ægir Pálsson var duglegur að láta reyna á Guy Smit í marki Valsmanna og byrjaði á fyrstu mínútu leiksins á föstu skoti langt utan af velli og þurfti Guy að hafa fyrir því. Adam átti eftir að eiga fleiri tilraunir í leiknum. Valsmenn létu þetta þó ekki á sig fá og sóttu hátt á vellinum. Það var á 21. mínútu fyrri hálfleiks sem að Guðmundur Andri átti kjörið tækifæri til þess að koma Valsmönnum í forystu. Það var Tryggvi Hrafn sem að hljóp upp vinstri kantinn og nær að koma boltanum út í teig á Guðmund Andra, sem að hitti boltann illa og Keflvíkingar stálheppnir að hafa ekki fengið á sig mark. Áfram héldu Valsmenn og uppskáru hornspyrnu á 40. mínútu. Boltinn endaði á fjærstöng þar sem að Patrick Pedersen náði skoti að marki Keflavíkur og enginn annar en Birkir Már Sævarsson mætir á fjærstöngina og kom boltanum í netið, 1-0 fyrir Val og voru það hálfleikstölur. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleik af meiri krafti en þann fyrri og sóttu hátt á Valsmenn. Jafnræði ríkti þó með liðunum lengst af. Það var á 57. mínútu sem að Guy Smit ákvað að sóla einn Keflvíking og þann næsta en tapaði loks boltanum, kominn hálfa leið að miðjum vellinum. Ingimundur Aron reynir að skjóta á tómt markið en skot hans langt utan af velli, fast með jörðu endaði í löppunum á Sebastian Hedlund sem að afstýrði hættunni. Dani Hattaka átti því næst skot fram hjá marki Valsmanna á 66. mínútu en skot hans geigaði, ágæt tilraun. Adam Árni var ansi tæpur á að skora á 88. mínútu leiksins þegar að boltinn barst á fjærstöng og Adam renndi sér eftir honum, en náði ekki boltanum. Stórhættulegt færi fyrir Keflvíkinga. Það var á lokamínútu uppbótartímans þegar að Tryggvi Hrafn slapp einn í gegn, hægði á sér og leitaði að samherjum en fann sig umkringdan þremur Keflvíkingum og enginn samherji sjáanlegur. Þarna hefðu Valsmenn getað farið upp með Tryggva og verið í kjörstöðu til þess að gera annað mark sitt í leiknum. Mörkin urðu þó ekki fleiri og lokatölur 0-1 Valsmönnum í vil og eru þeir með fullt hús stiga þegar að tvær umferðir eru búnar, Keflavík eru enn án stiga. Af hverju vann Valur? Keflvíkingar gáfu Valsmönnum leik í kvöld. Valsmenn nýttu færin sín betur í þessum leik og vinna sanngjarnan 0-1 sigur í kvöld. Þeir leystu verkefnin í öftustu línu vel í kvöld og það færði þeim sigurinn. Hverjir stóðu upp úr? Adam Ægir var duglegur að láta reyna á Guy í marki Valsmanna í kvöld og var líflegur. Þá var Ágúst mjög duglegur á miðju Valsmanna. Rúnar Þór sýndi frábæra takta í kvöld og var duglegur í liði Keflavíkur. Hvað gekk illa? Bæði lið fengu færi til þess að gera fleiri mörk, þau færu voru illa nýtt. Hvað gerist næst? Keflavík mætir í víkina 28. apríl og mætir þar Íslands- og bikarmeisturum Víking Reykjavík. Valsmenn fá Rúnar Kristinsson og lærisveina hans í KR í heimsókn 30. apríl. Heimir Guðjónsson: Ánægður með Valsliðið í kvöld „Ég er bara ánægður með að við unnum leikinn. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og það er alltaf erfitt að koma hingað og spila. Mér fannst við byrja vel, fengum góða færi og svo sem búnir að koma okkur yfir en svo jafnaðist leikurinn, þeir komust inn í þetta,“ sagði Heimir. Keflavík pressaði hátt á Valsmenn seinustu þrjátíu mínútur leiksins en Valsmenn gerðu vel í að bægja hættunni frá. „Þeir náðu að ýta okkur aftar eftir því sem leið á seinni hálfleikinn en það var ekki ætlunin. Við héldum þó markinu hreinu og skoruðum eitt og það var nóg,“ sagði Heimir. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti