Reykjavik Group Þórður Gunnarsson skrifar 26. apríl 2022 08:30 Forsvarsmenn meirihlutans í borginni sáu ástæðu til þess að flagga nýbirtu ársuppgjöri Reykjavíkurborgar sem þrekvirki í rekstri sveitarfélags. Rekstrarafgangur upp á 23,4 milljarða króna hljómar vissulega mjög vel og sú tala rataði í fyrstu fyrirsagnir. Hins vegar ekki þarf að grafa djúpt í ársreikning borgarinnar til að sjá að ekki er allt með felldu. Heldur þvert á móti. Hin mikilvægasta stærðin í rekstri sveitarfélaga er veltufé frá rekstri. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur það viðmið að veltufé frá rekstri skuli vera um 5% af tekjum sveitarfélags ef skuldir nema um 100% af tekjum, en skuldahlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er á þeim slóðum. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar ætti því að vera í kringum sjö milljarða króna miðað við bókfærðar tekjur síðasta árs. Staðan er hins vegar sú að veltufé frá rekstri var tæpar 370 milljónir króna, eða um 0,3% af heildartekjum. Veltufé frá rekstri segir til um hvaða fjármuni sveitarfélag hefur úr eigin rekstri til að greiða afborganir vegna skulda og skuldbindinga, að því er kemur fram í umfjöllun áðurnefndrar eftirlitsnefndar. Þannig er veltufé frá rekstri til marks um það hversu há fjárhæð er til ráðstöfunar eftir að búið er að greiða rekstrarkostnað, svo sem vaxtakostnað og annað sem til fellur við rekstur sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri Reykjavíkur var neikvætt um fjóra milljarða. Þeir 15 milljarðar sem Reykjavíkurborg átti á bók við árslok 2021 voru að öllu leyti fengnir að láni. Allt þetta gerist svo á sama tíma og tekjur A-hlutans voru tæpum átta milljörðum hærri en lagt var upp með í fjárhagsáætlun. En hvaðan kemur þá þessi risavaxna hagnaðartala fyrir síðasta ár? Í fyrsta lagi var um að ræða stærstu matsbreytingu á verðmæti eigna Félagsbústaða fyrr og síðar. Í öðru lagi var um að ræða hækkandi gangverð á álverðsafleiðum Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir þessir liðir hafa engin áhrif á sjóðstreymi borgarinnar og skila ekki krónu í kassann. Nema að borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði, sem er ólíklegt. Að vísu getur borgarsjóður fengið lánað á móti þessum hækkandi eignum, eins og hefur ítrekað verið gert á síðustu árum. Að minnsta kosti þar til eftirlitsstofnun EFTA tekur endanlega fyrir þessa reikningsskilaaðferð með tilheyrandi tjóni fyrir rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Um leið og loftinu er hleypt úr uppblásnum mats- og gangvirðisbreytingum eigna, sem ekki stendur til að selja, kemur á daginn að rekstur borgarinnar er í ólestri. Fyrir þá sem vilja kynna sér hættur þess að stíga fram sigri hrósandi og bóka háar hagnaðartölur, sem byggjast eingöngu á bókhaldsæfingum og skila engu í kassann, má benda á ársreikninga FL Group og Exista frá árinu 2006. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn meirihlutans í borginni sáu ástæðu til þess að flagga nýbirtu ársuppgjöri Reykjavíkurborgar sem þrekvirki í rekstri sveitarfélags. Rekstrarafgangur upp á 23,4 milljarða króna hljómar vissulega mjög vel og sú tala rataði í fyrstu fyrirsagnir. Hins vegar ekki þarf að grafa djúpt í ársreikning borgarinnar til að sjá að ekki er allt með felldu. Heldur þvert á móti. Hin mikilvægasta stærðin í rekstri sveitarfélaga er veltufé frá rekstri. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur það viðmið að veltufé frá rekstri skuli vera um 5% af tekjum sveitarfélags ef skuldir nema um 100% af tekjum, en skuldahlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er á þeim slóðum. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar ætti því að vera í kringum sjö milljarða króna miðað við bókfærðar tekjur síðasta árs. Staðan er hins vegar sú að veltufé frá rekstri var tæpar 370 milljónir króna, eða um 0,3% af heildartekjum. Veltufé frá rekstri segir til um hvaða fjármuni sveitarfélag hefur úr eigin rekstri til að greiða afborganir vegna skulda og skuldbindinga, að því er kemur fram í umfjöllun áðurnefndrar eftirlitsnefndar. Þannig er veltufé frá rekstri til marks um það hversu há fjárhæð er til ráðstöfunar eftir að búið er að greiða rekstrarkostnað, svo sem vaxtakostnað og annað sem til fellur við rekstur sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri Reykjavíkur var neikvætt um fjóra milljarða. Þeir 15 milljarðar sem Reykjavíkurborg átti á bók við árslok 2021 voru að öllu leyti fengnir að láni. Allt þetta gerist svo á sama tíma og tekjur A-hlutans voru tæpum átta milljörðum hærri en lagt var upp með í fjárhagsáætlun. En hvaðan kemur þá þessi risavaxna hagnaðartala fyrir síðasta ár? Í fyrsta lagi var um að ræða stærstu matsbreytingu á verðmæti eigna Félagsbústaða fyrr og síðar. Í öðru lagi var um að ræða hækkandi gangverð á álverðsafleiðum Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir þessir liðir hafa engin áhrif á sjóðstreymi borgarinnar og skila ekki krónu í kassann. Nema að borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði, sem er ólíklegt. Að vísu getur borgarsjóður fengið lánað á móti þessum hækkandi eignum, eins og hefur ítrekað verið gert á síðustu árum. Að minnsta kosti þar til eftirlitsstofnun EFTA tekur endanlega fyrir þessa reikningsskilaaðferð með tilheyrandi tjóni fyrir rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Um leið og loftinu er hleypt úr uppblásnum mats- og gangvirðisbreytingum eigna, sem ekki stendur til að selja, kemur á daginn að rekstur borgarinnar er í ólestri. Fyrir þá sem vilja kynna sér hættur þess að stíga fram sigri hrósandi og bóka háar hagnaðartölur, sem byggjast eingöngu á bókhaldsæfingum og skila engu í kassann, má benda á ársreikninga FL Group og Exista frá árinu 2006. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar