Fegurðin að innan þykir best Geir Ólafsson og Geir Jón Grettisson skrifa 1. maí 2022 21:00 Þessi orð stórskáldsins frá Siglufirði ætti að vera einkenni okkar Miðflokksmanna til Kópavogsbúa nú þegar við stöndum á þessum tímamótum. Er staðan ekki orðin sú að Kópavogur hefur ekki lengur fleiri lóðir fram að bjóða? Við stöndum hreinlega á krossgötum. Lóðirnar uppseldar enda búið að laða mikið af eðal fólki í Kópavoginn. Miðflokksmenn spyrja hver er rétta stefnan. Borgarlína ? Þétta byggð ? Gæluverkefni að hætti Reykjavíkur? Nei við viljum staldra við og segja að áherslur geta ekki lengur miðast við útlitið. Nú verðum við að hlúa að innlitinu. Innri málefni í forgangsröðina segjum við. Leikskólamál, skólamál, öldrunarmál eða eins og við segjum – rækta okkar innri fegurð. Fegurðin að innan þykir best – hefur alltaf verið – og því má aldrei gleyma. Ættum við að dæla okkar góða skattfé í borgarlínu sem að minnir jú helst á þegar útrásarvíkingarnir spurðu hvort ekki væri tíminn til að borða gull? Já takk en nei takk segjum við. Farið hefur fé betra. Heilbrigð skynsemi segir okkur allt annað. Fegurðin kemur innan frá og nú er rétti tíminn að dæla fé í leikskólamál, skólamál öldrunarmál ! Jú búið er að fegra torgin og malbika sem er allt gott og blessað varðandi útlitið en nú er komið að innlitinu. Tími til kominn að rækta okkar innri mann. Tími til að horfa á hvert annað með okkar innri augum. Öll eigum við innri augu en við látum ytra útlitið allt of oft blinda okkur. Sum okkar eru svört, gul, rauð og hvít. Sum okkar erum aum, lítil og ljót. Sum eru með Hollywoodtennur. Við Miðflokksmennn horfum ekki á útlitið og leitumst að sjá og heyra hver er þinn innri maður. Við viljum tryggja og viðhalda gott samfélag sem hefur náðst í Kópavogi. Miðflokkurinn er rétti flokkurinn að minna á heilbrigða skynsemi. ... Í fyrsta sæti. Við verðum að hækka laun leikskólakennara og leiðbeinenda. Leikskólinn er hornsteinn samfélagsins segjum við. Sé þessi málaflokkur í ólestri hverfur hæfa, menntaða fólkið úr stéttinni og málaflokkurinn leggst í ólestur. Er það skynsamlegt ? Nei segjum við Miðflokksmenn. Rífum þennan málaflokk upp á þann stall sem hann á skilið. Foreldrar eru í krefjandi störfum og verða að geta teyst því þessi málaflokkur sé bara í toppstandi. Að börnin litlu séu við bestu aðstæður. Fá mat, leik og hvíld miðaða við bestu aðstæður sem völ er á. Það færi best á því að hefja kennslu lesturs og stærðfræði strax við þriggja ára aldurinn. Biðin eftir leikskólaplássi ætti að vera engin. Við Miðflokksmenn viljum fá umboð og ábyrgð til að koma þessum málaflokki í gott lag í eitt skipti fyrir öll. Verum ekki fávitar. Höfum þennan málaflokk í eðal ástandi. Miðflokkurinn er svarið. ... Í öðru sæti forgangsins eru skólamálin. Þegar börnin okkar – einhverra hluta vegna – ná ekki að læra að lesa skrifa og reikna þá er alvarleg staða komin upp og illa komið á fyrir okkar samfélag. Óviðunandi ástand og við Miðflokksmenn viljum ekki una þessu ástandi og munum ekki una okkur hvíldar fyrr en komið er að rót vandans sem við efumst ekki um að sé flókin. Staðan er hreint út sagt óviðunandi og okkar markmið hljóta að vera þau að hvert og einasta barn nái að læra að lesa, skrifa og reikna. Enda er það borgarlegur réttur hvers barns fyrir sig að svo sé. Við sem samfélag erum að bregðast okkar litlu skjólstæðingum og það eru svik við kjósendur sé þessi málaflokkur ekki kominnn á rétt ról. Hluti vandans liggur í því að það vantar bæði fleiri þroskaþjálfa og barnasálfræðinga inná skólana til að sinna sérvandamálum svo að aðrir fái skjól til að þroskast eðlilega og á sínum hraða. Verum fagleg og umhyggjusöm. Vilji er allt sem þarf. Miðflokkurinn hefur bæði viljann og metnaðinn að koma okkar skólamálum í toppstand ! ... Í þriðja lagi. Öldrunarmál. Það virðist gleymast allt of oft að tíminn vinnur ekki með okkur hvort sem okkur líkar það betur eða verr – að öll erum við að eldast. Sumir okkar eldumst hratt og illa. Aðrir eru sem betur fer seinþroska og eldast hægt. En öll eldumst við og í upphafi skal endirinn skoða. Við þurfum heilsugæslu, húsnæði, mat og félagskap. Ekki viljum við láta okkur leiðast. Maður er manns gaman þótt gamall sé. Samfélagið á að bera þá gæfu að uppfylla okkar þarfir – já að hafa hugmyndaflug hvernig betur megi fara að auka lífsánægju okkar eldri samborgara. Sum okkar missum andlega heilsu og getum ekki rekið okkar heimilishald lengur. Aðstandendur ættu ekki að þurfa að snúa sínu lífi á hvolf til að sinna sínum nánustu þar sem að samfélagið hefur verið úrræðalítið að taka við okkur þegar heilsan okkar og jafnvel fjárhagurinn hefur brugðist okkur. Samfélagið tapar á þessari stefnu. Hvar er metnaðurinn, manndómurinn, viljinn og vitið til að koma þessum málaflokki í mannsæmandi ástand ? Áherslan hefur verið alltof mikið við falleg torg og malbik í stað þess að gera þennan málaflokk fallegan. Miðflokksmenn vilja breyta um stefnu útlits og skorum á samfélgið að sýna meiri metnað í þennan málaflokk innlits. Hnýtum okkur gott öryggisnet og tökum vel á móti hvort öðru er ævikvöldið ber að dyrum. ... Miðflokksmenn viljum standa vörð um innlitið og segjum af einlægni. Fegurðin að innan er best. Geir Ólafs er í öðru sæti og Geir Jón Grettisson í sjötta sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þessi orð stórskáldsins frá Siglufirði ætti að vera einkenni okkar Miðflokksmanna til Kópavogsbúa nú þegar við stöndum á þessum tímamótum. Er staðan ekki orðin sú að Kópavogur hefur ekki lengur fleiri lóðir fram að bjóða? Við stöndum hreinlega á krossgötum. Lóðirnar uppseldar enda búið að laða mikið af eðal fólki í Kópavoginn. Miðflokksmenn spyrja hver er rétta stefnan. Borgarlína ? Þétta byggð ? Gæluverkefni að hætti Reykjavíkur? Nei við viljum staldra við og segja að áherslur geta ekki lengur miðast við útlitið. Nú verðum við að hlúa að innlitinu. Innri málefni í forgangsröðina segjum við. Leikskólamál, skólamál, öldrunarmál eða eins og við segjum – rækta okkar innri fegurð. Fegurðin að innan þykir best – hefur alltaf verið – og því má aldrei gleyma. Ættum við að dæla okkar góða skattfé í borgarlínu sem að minnir jú helst á þegar útrásarvíkingarnir spurðu hvort ekki væri tíminn til að borða gull? Já takk en nei takk segjum við. Farið hefur fé betra. Heilbrigð skynsemi segir okkur allt annað. Fegurðin kemur innan frá og nú er rétti tíminn að dæla fé í leikskólamál, skólamál öldrunarmál ! Jú búið er að fegra torgin og malbika sem er allt gott og blessað varðandi útlitið en nú er komið að innlitinu. Tími til kominn að rækta okkar innri mann. Tími til að horfa á hvert annað með okkar innri augum. Öll eigum við innri augu en við látum ytra útlitið allt of oft blinda okkur. Sum okkar eru svört, gul, rauð og hvít. Sum okkar erum aum, lítil og ljót. Sum eru með Hollywoodtennur. Við Miðflokksmennn horfum ekki á útlitið og leitumst að sjá og heyra hver er þinn innri maður. Við viljum tryggja og viðhalda gott samfélag sem hefur náðst í Kópavogi. Miðflokkurinn er rétti flokkurinn að minna á heilbrigða skynsemi. ... Í fyrsta sæti. Við verðum að hækka laun leikskólakennara og leiðbeinenda. Leikskólinn er hornsteinn samfélagsins segjum við. Sé þessi málaflokkur í ólestri hverfur hæfa, menntaða fólkið úr stéttinni og málaflokkurinn leggst í ólestur. Er það skynsamlegt ? Nei segjum við Miðflokksmenn. Rífum þennan málaflokk upp á þann stall sem hann á skilið. Foreldrar eru í krefjandi störfum og verða að geta teyst því þessi málaflokkur sé bara í toppstandi. Að börnin litlu séu við bestu aðstæður. Fá mat, leik og hvíld miðaða við bestu aðstæður sem völ er á. Það færi best á því að hefja kennslu lesturs og stærðfræði strax við þriggja ára aldurinn. Biðin eftir leikskólaplássi ætti að vera engin. Við Miðflokksmenn viljum fá umboð og ábyrgð til að koma þessum málaflokki í gott lag í eitt skipti fyrir öll. Verum ekki fávitar. Höfum þennan málaflokk í eðal ástandi. Miðflokkurinn er svarið. ... Í öðru sæti forgangsins eru skólamálin. Þegar börnin okkar – einhverra hluta vegna – ná ekki að læra að lesa skrifa og reikna þá er alvarleg staða komin upp og illa komið á fyrir okkar samfélag. Óviðunandi ástand og við Miðflokksmenn viljum ekki una þessu ástandi og munum ekki una okkur hvíldar fyrr en komið er að rót vandans sem við efumst ekki um að sé flókin. Staðan er hreint út sagt óviðunandi og okkar markmið hljóta að vera þau að hvert og einasta barn nái að læra að lesa, skrifa og reikna. Enda er það borgarlegur réttur hvers barns fyrir sig að svo sé. Við sem samfélag erum að bregðast okkar litlu skjólstæðingum og það eru svik við kjósendur sé þessi málaflokkur ekki kominnn á rétt ról. Hluti vandans liggur í því að það vantar bæði fleiri þroskaþjálfa og barnasálfræðinga inná skólana til að sinna sérvandamálum svo að aðrir fái skjól til að þroskast eðlilega og á sínum hraða. Verum fagleg og umhyggjusöm. Vilji er allt sem þarf. Miðflokkurinn hefur bæði viljann og metnaðinn að koma okkar skólamálum í toppstand ! ... Í þriðja lagi. Öldrunarmál. Það virðist gleymast allt of oft að tíminn vinnur ekki með okkur hvort sem okkur líkar það betur eða verr – að öll erum við að eldast. Sumir okkar eldumst hratt og illa. Aðrir eru sem betur fer seinþroska og eldast hægt. En öll eldumst við og í upphafi skal endirinn skoða. Við þurfum heilsugæslu, húsnæði, mat og félagskap. Ekki viljum við láta okkur leiðast. Maður er manns gaman þótt gamall sé. Samfélagið á að bera þá gæfu að uppfylla okkar þarfir – já að hafa hugmyndaflug hvernig betur megi fara að auka lífsánægju okkar eldri samborgara. Sum okkar missum andlega heilsu og getum ekki rekið okkar heimilishald lengur. Aðstandendur ættu ekki að þurfa að snúa sínu lífi á hvolf til að sinna sínum nánustu þar sem að samfélagið hefur verið úrræðalítið að taka við okkur þegar heilsan okkar og jafnvel fjárhagurinn hefur brugðist okkur. Samfélagið tapar á þessari stefnu. Hvar er metnaðurinn, manndómurinn, viljinn og vitið til að koma þessum málaflokki í mannsæmandi ástand ? Áherslan hefur verið alltof mikið við falleg torg og malbik í stað þess að gera þennan málaflokk fallegan. Miðflokksmenn vilja breyta um stefnu útlits og skorum á samfélgið að sýna meiri metnað í þennan málaflokk innlits. Hnýtum okkur gott öryggisnet og tökum vel á móti hvort öðru er ævikvöldið ber að dyrum. ... Miðflokksmenn viljum standa vörð um innlitið og segjum af einlægni. Fegurðin að innan er best. Geir Ólafs er í öðru sæti og Geir Jón Grettisson í sjötta sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun