Er ekki kominn tími á samvinnu í borginni? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 4. maí 2022 16:01 Er til eitthvað leiðigjarnara en að vera settur í teymi með samstarfsfélaga sem er svo fastheldinn á sína sýn á málunum að ekkert kemst í verk nema það sé gert eftir hans nefi? Samvinna er nauðsynleg til að leiða mál til lykta, þroskast, ná árangri og uppfylla það sem vinnuveitandinn réði okkur í vinnu til að gera. Eru stjórnmálin eitthvað öðruvísi? Borgararnir ráða þau sem bjóða sig fram til þjónustu til þess að viðhalda rammanum um samfélag okkar og leiða það til velsældar. Hver og ein stjórnmálamanneskja er ráðin til þjónustu við alla borgara, ekki bara þá sem kusu hana. Hvort sem okkur stjórnmálafólki líkar það betur eða verr hafa borgarar ráðið fulltrúa fleiri flokka en okkar eigin í vinnu og það er skylda okkar að vinna með þeim, miðla málum og finna lausnir, borgarbúum öllum til heilla. Dyggðin liggur mitt á milli öfganna Aristóteles sagði dyggðina liggja mitt á milli tveggja öfga. Hugrekkið er hvorki heigulshátturinn né fífldirfskan - það er ígrundaða áhættan í miðjunni, heilbrigð skynsemi. Það sama á við hér. Ofangreint er síður en svo ætlað sem meðmæli með því að stjórnmálafólk verði samdauna hvert öðru. En einhver hlýtur millivegurinn að vera á milli þess að staðna vegna sífelldra illdeilna og þess að samþykkja allt skilyrðislaust – ekki satt? Það sem einkennt hefur samræður mínar við samborgara mína undanfarið hafa verið áhyggjur af því hversu mikið átakapólitíkinni hefur tekist að ryðja sér rúms hér í borginni. Það er þetta sífellda annað hvort eða. Þéttum byggð eða fjölgum uppbyggingasvæðum, einkabíllinn eða almenningssamgöngur, mín leið eða bara alls ekki neitt. Þetta rýrir traust til alls kerfisins eins og kemur fram í nýlegri könnun á trausti til stofnana þar sem borgarstjórn Reykjavíkur er í neðsta sæti með 23%. Framsókn í Reykjavík vill efla samvinnu í borgarpólitíkinni og leita leiða til þess að leysa vandamálin sem blasa við okkur þannig að sem flestir borgarbúar geti blómstrað í nærandi og manneskjulegu umhverfi. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Árelía Eydís Guðmundsdóttir Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Er til eitthvað leiðigjarnara en að vera settur í teymi með samstarfsfélaga sem er svo fastheldinn á sína sýn á málunum að ekkert kemst í verk nema það sé gert eftir hans nefi? Samvinna er nauðsynleg til að leiða mál til lykta, þroskast, ná árangri og uppfylla það sem vinnuveitandinn réði okkur í vinnu til að gera. Eru stjórnmálin eitthvað öðruvísi? Borgararnir ráða þau sem bjóða sig fram til þjónustu til þess að viðhalda rammanum um samfélag okkar og leiða það til velsældar. Hver og ein stjórnmálamanneskja er ráðin til þjónustu við alla borgara, ekki bara þá sem kusu hana. Hvort sem okkur stjórnmálafólki líkar það betur eða verr hafa borgarar ráðið fulltrúa fleiri flokka en okkar eigin í vinnu og það er skylda okkar að vinna með þeim, miðla málum og finna lausnir, borgarbúum öllum til heilla. Dyggðin liggur mitt á milli öfganna Aristóteles sagði dyggðina liggja mitt á milli tveggja öfga. Hugrekkið er hvorki heigulshátturinn né fífldirfskan - það er ígrundaða áhættan í miðjunni, heilbrigð skynsemi. Það sama á við hér. Ofangreint er síður en svo ætlað sem meðmæli með því að stjórnmálafólk verði samdauna hvert öðru. En einhver hlýtur millivegurinn að vera á milli þess að staðna vegna sífelldra illdeilna og þess að samþykkja allt skilyrðislaust – ekki satt? Það sem einkennt hefur samræður mínar við samborgara mína undanfarið hafa verið áhyggjur af því hversu mikið átakapólitíkinni hefur tekist að ryðja sér rúms hér í borginni. Það er þetta sífellda annað hvort eða. Þéttum byggð eða fjölgum uppbyggingasvæðum, einkabíllinn eða almenningssamgöngur, mín leið eða bara alls ekki neitt. Þetta rýrir traust til alls kerfisins eins og kemur fram í nýlegri könnun á trausti til stofnana þar sem borgarstjórn Reykjavíkur er í neðsta sæti með 23%. Framsókn í Reykjavík vill efla samvinnu í borgarpólitíkinni og leita leiða til þess að leysa vandamálin sem blasa við okkur þannig að sem flestir borgarbúar geti blómstrað í nærandi og manneskjulegu umhverfi. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun