Betri skóli fyrir börn Arnór Heiðarsson skrifar 5. maí 2022 09:00 Hvernig væri það ef við myndum prófa að sleppa því að hafa hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annað fagfólk í sjúkrahúsum landsins og keyra nær eingöngu á heimilislæknum? Svarið við þessari spurningu er frekar einfalt. Það myndi aldrei virka og ástæðurnar fyrir því eru augljósar. Þá spyr ég samt. Af hverju keyrum við grunnskólana nær eingöngu á kennurum? Kennarar eru frábærir og það þekki ég vel af persónulegri reynslu. Í skólastofum landsins er unnið frábært starf kennara sem vinna ötullega að því að veita börnum landsins fyrsta flokks menntun. Kennarar eru sérfræðingar í að vekja áhuga, miðla þekkingu, kenna gagnrýna hugsun og mennta nemendur með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Kennarar eru fagfólk í hæsta gæðaflokki og það er full vinna að vera kennari. Kennarar eru ein stétt fagfólks og jafn frábærir og þeir eru þá geta þeir ekki gert allt. Til að mæta fjölbreyttum þörfum barna þarf að stórauka þátt annarra fagstétta í skólakerfinu. Okkur vantar miklu fleiri þroskaþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga, félagsráðgjafa, námsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og aðrar öflugar fagstéttir til að koma að vinna á gólfinu í grunnskólunum. Með því að fá fólk með þessa fagþekkingu í skólana getum við komið mun betur til móts við börn. Hlutverk skóla er alltaf að verða fjölbreyttara og stærra. Skólar eru ekki lengur bara menntastofnanir heldur eru þeir orðnir að miðjunni í velferð barna og það er því mikilvægt að fjölbreyttari fagþekking komi inn í skólana. Með því aukum við líkurnar á snemmtækri íhlutun til muna, við náum að koma til móts við þarfir barna fyrr og minnkum því líkurnar á þyngri og dýrari inngripum seinna meir. Að fjárfesta í börnum er besta fjárfesting sem til er. Það hefur sýnt sig að það margborgar sig. Við spörum samfélaginu háar fjárhæðir og það sem meira máli skiptir, við skilum fleiri tilbúnum einstaklingum út í samfélagið sem eru virkir þátttakendur í því. Höfundur, sem er grunnskólakennari og starfar sem aðstoðarskólastjóri, skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hvernig væri það ef við myndum prófa að sleppa því að hafa hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annað fagfólk í sjúkrahúsum landsins og keyra nær eingöngu á heimilislæknum? Svarið við þessari spurningu er frekar einfalt. Það myndi aldrei virka og ástæðurnar fyrir því eru augljósar. Þá spyr ég samt. Af hverju keyrum við grunnskólana nær eingöngu á kennurum? Kennarar eru frábærir og það þekki ég vel af persónulegri reynslu. Í skólastofum landsins er unnið frábært starf kennara sem vinna ötullega að því að veita börnum landsins fyrsta flokks menntun. Kennarar eru sérfræðingar í að vekja áhuga, miðla þekkingu, kenna gagnrýna hugsun og mennta nemendur með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Kennarar eru fagfólk í hæsta gæðaflokki og það er full vinna að vera kennari. Kennarar eru ein stétt fagfólks og jafn frábærir og þeir eru þá geta þeir ekki gert allt. Til að mæta fjölbreyttum þörfum barna þarf að stórauka þátt annarra fagstétta í skólakerfinu. Okkur vantar miklu fleiri þroskaþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga, félagsráðgjafa, námsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og aðrar öflugar fagstéttir til að koma að vinna á gólfinu í grunnskólunum. Með því að fá fólk með þessa fagþekkingu í skólana getum við komið mun betur til móts við börn. Hlutverk skóla er alltaf að verða fjölbreyttara og stærra. Skólar eru ekki lengur bara menntastofnanir heldur eru þeir orðnir að miðjunni í velferð barna og það er því mikilvægt að fjölbreyttari fagþekking komi inn í skólana. Með því aukum við líkurnar á snemmtækri íhlutun til muna, við náum að koma til móts við þarfir barna fyrr og minnkum því líkurnar á þyngri og dýrari inngripum seinna meir. Að fjárfesta í börnum er besta fjárfesting sem til er. Það hefur sýnt sig að það margborgar sig. Við spörum samfélaginu háar fjárhæðir og það sem meira máli skiptir, við skilum fleiri tilbúnum einstaklingum út í samfélagið sem eru virkir þátttakendur í því. Höfundur, sem er grunnskólakennari og starfar sem aðstoðarskólastjóri, skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun