Umfjöllun og viðtal: Valur - Keflavík 3-0 | Meistarar Vals vöknuðu í síðari hálfleik Sverrir Mar Smárason skrifar 9. maí 2022 22:15 Elín Metta skoraði eitt marka Vals eftir að hafa byrjað leikinn á varamannabekknum. Vísir/Vilhelm Keflavík tapaði sínum fyrsta leik í Bestu deild kvenna á Hlíðarenda í kvöld þegar Íslandsmeistararnir í Val unnu góðan 3-0 sigur. Leikurinn var mjög rólegur og lokaður í fyrri hálfleik en það voru Valskonur sem stýrðu ferðinni. Þær héldu boltanum nánast allan hálfleikinn á meðan lið Keflavíkur þétti til baka og virtist hafa lagt upp með því að halda markinu hreinu og treysta á að ein skyndisókn myndi enda með marki. Elín Metta hóf leikinn á bekknum og framlínuna leiddi Mariana Speckmaier, nýr erlendur leikmaður Vals, en hún meiddist eftir um 15 mínútna leik og Elín Metta kom því inná. Sömuleiðis var annar nýr og erlendur leikmaður í byrjunarliði Vals því Brookelynn Entz byrjaði á miðjunni. Elísa Viðarsdóttir kom að fyrsta marki Vals.Vísir/Hulda Margrét Valskonum gekk þó illa að skapa sér álitleg marktækifæri og reyndu aðallega að skora með skotum utan teigs og föstum leikatriðum. Það var ekki vænlegt til árangurs í fyrri hálfleiknum og staðan því í hálfleik jöfn, 0-0. Síðari hálfleikur var líflegri og loksins fengu áhorfendur mark í leikinn. Á 57. mínútu spiluðu Elísa Viðarsdóttir og Þórdís Hrönn sig í gegn hægra megin og Elísa reyndi fyrirgjöf inn í teig Keflavíkur. Fyrirgjöfin var svo góð að hún flaug yfir Samantha Murphy, markvörð Keflavíkur, og söng í netinu. Eftir tæpan klukkutíma í sókn voru heimastúlkur loksins komnar yfir. Mist Edvardsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir.Vísir/Vilhelm Fimm mínútum síðar bættu ríkjandi meistarar við forskot sitt. Þórdís Hrönn fékk þá sendingu upp í vinstra hornið frá Láru Kristínu Pedersen, fór alla leið upp að endamörkum og renndi boltanum út í teiginn. Þar mætti Ída Marín Hermannsdóttir og lagði boltann fallega í fjær hornið. Valskonur voru ekki hættar og héldu áfram að þjarma að marki Keflavíkur. Á 70. mínútu var staðan orðin 3-0. Elín Metta fékk þá góða sendingu inn í teiginn frá Ásdísi Karen, tók góðan snúning með boltann og skoraði framhjá Samantha með góðu skoti. Það sem eftir lifði leiks fékk Valur reglulega góð færi og allt stefndi í það að þær myndu bæta við forskot sitt en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 3-0 og meistararnir aftur komnir á sigurbraut eftir tap gegn Þór/KA í 2. umferð. Valskonur gátu leyft sér að fagna í kvöld.Vísir/Vilhelm Af hverju vann Valur? Gæði leikmanna Vals réði úrslitum. Valur gafst aldrei upp á að reyna að brjóta niður þétta vörn Keflavíkur og gáfu bara í ef eitthvað er. Það þurfti ‚misheppnaða‘ fyrirgjöf frá fyrirliðanum til þess að brjóta ísinn en eftirleikurinn var auðveldur. Hverjar voru bestar? Þórdís Hrönn var frábær í leiknum í dag. Sífellt að og mjög ógnandi. Hún lagði upp tvö fyrstu mörk Vals sömuleiðis. Öll varnarlína Vals var frábær þrátt fyrir að lítið hefði verið að gera. Allt uppá 10 þar. Svo stýrði Lára Kristín spilinu mjög vel inná miðjunni. Hvað gerist næst? Bæði lið eru með 6 stig eftir þrjár umferðir. Valur mætir Stjörnunni í stærsta leik 4. umferðar á Samsungvellinum í Garðabæ föstudaginn 13. maí kl. 19:15. Keflavík tekur á móti Aftureldingu á HS Orku vellinum það sama kvöld og einnig á sama tíma. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Valur Keflavík ÍF
Keflavík tapaði sínum fyrsta leik í Bestu deild kvenna á Hlíðarenda í kvöld þegar Íslandsmeistararnir í Val unnu góðan 3-0 sigur. Leikurinn var mjög rólegur og lokaður í fyrri hálfleik en það voru Valskonur sem stýrðu ferðinni. Þær héldu boltanum nánast allan hálfleikinn á meðan lið Keflavíkur þétti til baka og virtist hafa lagt upp með því að halda markinu hreinu og treysta á að ein skyndisókn myndi enda með marki. Elín Metta hóf leikinn á bekknum og framlínuna leiddi Mariana Speckmaier, nýr erlendur leikmaður Vals, en hún meiddist eftir um 15 mínútna leik og Elín Metta kom því inná. Sömuleiðis var annar nýr og erlendur leikmaður í byrjunarliði Vals því Brookelynn Entz byrjaði á miðjunni. Elísa Viðarsdóttir kom að fyrsta marki Vals.Vísir/Hulda Margrét Valskonum gekk þó illa að skapa sér álitleg marktækifæri og reyndu aðallega að skora með skotum utan teigs og föstum leikatriðum. Það var ekki vænlegt til árangurs í fyrri hálfleiknum og staðan því í hálfleik jöfn, 0-0. Síðari hálfleikur var líflegri og loksins fengu áhorfendur mark í leikinn. Á 57. mínútu spiluðu Elísa Viðarsdóttir og Þórdís Hrönn sig í gegn hægra megin og Elísa reyndi fyrirgjöf inn í teig Keflavíkur. Fyrirgjöfin var svo góð að hún flaug yfir Samantha Murphy, markvörð Keflavíkur, og söng í netinu. Eftir tæpan klukkutíma í sókn voru heimastúlkur loksins komnar yfir. Mist Edvardsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir.Vísir/Vilhelm Fimm mínútum síðar bættu ríkjandi meistarar við forskot sitt. Þórdís Hrönn fékk þá sendingu upp í vinstra hornið frá Láru Kristínu Pedersen, fór alla leið upp að endamörkum og renndi boltanum út í teiginn. Þar mætti Ída Marín Hermannsdóttir og lagði boltann fallega í fjær hornið. Valskonur voru ekki hættar og héldu áfram að þjarma að marki Keflavíkur. Á 70. mínútu var staðan orðin 3-0. Elín Metta fékk þá góða sendingu inn í teiginn frá Ásdísi Karen, tók góðan snúning með boltann og skoraði framhjá Samantha með góðu skoti. Það sem eftir lifði leiks fékk Valur reglulega góð færi og allt stefndi í það að þær myndu bæta við forskot sitt en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 3-0 og meistararnir aftur komnir á sigurbraut eftir tap gegn Þór/KA í 2. umferð. Valskonur gátu leyft sér að fagna í kvöld.Vísir/Vilhelm Af hverju vann Valur? Gæði leikmanna Vals réði úrslitum. Valur gafst aldrei upp á að reyna að brjóta niður þétta vörn Keflavíkur og gáfu bara í ef eitthvað er. Það þurfti ‚misheppnaða‘ fyrirgjöf frá fyrirliðanum til þess að brjóta ísinn en eftirleikurinn var auðveldur. Hverjar voru bestar? Þórdís Hrönn var frábær í leiknum í dag. Sífellt að og mjög ógnandi. Hún lagði upp tvö fyrstu mörk Vals sömuleiðis. Öll varnarlína Vals var frábær þrátt fyrir að lítið hefði verið að gera. Allt uppá 10 þar. Svo stýrði Lára Kristín spilinu mjög vel inná miðjunni. Hvað gerist næst? Bæði lið eru með 6 stig eftir þrjár umferðir. Valur mætir Stjörnunni í stærsta leik 4. umferðar á Samsungvellinum í Garðabæ föstudaginn 13. maí kl. 19:15. Keflavík tekur á móti Aftureldingu á HS Orku vellinum það sama kvöld og einnig á sama tíma. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti