Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2022 21:00 Starliner geimfarið á V-eldflaug ULA á skotpalli í Flórída. NASA/Joel Kowsky Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. Starliner verður skotið til geimstöðvarinnar með V-eldflaug United Launch Alliance. Um borð verða birgðir og annað fyrir geimfara sem eru þar fyrir. Eftir fimm til tíu daga á að senda farið aftur til jarðar og lenda því í Bandaríkjunum. Auk birgða er gínan Rosie um borð í geimfarinu. Hún er búin skynjurum og er ætlað að varpa ljósi á það hvernig geimferð um borð í Starliner færi með mennska geimfara. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 22:54 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Langar tafir Til stóð að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar í desember 2019. Því var skotið á loft en geimfarið komst aldrei á rétta sporbraut. Var það vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á loft. Þá var Rosie einnig um borð. Síðan þá hefur öðru geimskotinu ítrekað verið frestað. Sjá einnig: Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Í apríl átti að gera tilraun með nýja Space Launch System, nýja eldflaug NASA, (SLS) og átti að senda ómannað Orion-geimfar á braut um tunglið og til baka. Því hefur þó ítrekað verið frestað og nú síðast í apríl eftir að æfing sem átti að líkja eftir aðdraganda raunverulegs geimskot misheppnaðist. The @BoeingSpace CST-100 #Starliner spacecraft and @ulalaunch Atlas V rocket are seen illuminated by spotlights at SLC-41 ahead of the Orbital Flight Test-2 mission. Launch is scheduled for 6:54pm ET on May 19. More : https://t.co/sulsB282OS pic.twitter.com/XfzC3z6gZ3— NASA HQ PHOTO (@nasahqphoto) May 19, 2022 Sjá einnig: Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Enn liggur ekki fyrir hvenær stendur til að reyna næst. Leki kom á eldflaugina í apríl og á það að hafa verið lagað, samkvæmt stöðuuppfærslu NASA í síðustu viku. SLS á að vera burðarliður í Artemis-áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin gengur út á að koma mönnum aftur til tunglsins á þessum áratug. Árið 2024 stendur til að senda menn hring um tunglið og svo eiga aðrir að lenda þar árið 2025. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Tunglið Boeing Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Starliner verður skotið til geimstöðvarinnar með V-eldflaug United Launch Alliance. Um borð verða birgðir og annað fyrir geimfara sem eru þar fyrir. Eftir fimm til tíu daga á að senda farið aftur til jarðar og lenda því í Bandaríkjunum. Auk birgða er gínan Rosie um borð í geimfarinu. Hún er búin skynjurum og er ætlað að varpa ljósi á það hvernig geimferð um borð í Starliner færi með mennska geimfara. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 22:54 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Langar tafir Til stóð að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar í desember 2019. Því var skotið á loft en geimfarið komst aldrei á rétta sporbraut. Var það vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á loft. Þá var Rosie einnig um borð. Síðan þá hefur öðru geimskotinu ítrekað verið frestað. Sjá einnig: Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Í apríl átti að gera tilraun með nýja Space Launch System, nýja eldflaug NASA, (SLS) og átti að senda ómannað Orion-geimfar á braut um tunglið og til baka. Því hefur þó ítrekað verið frestað og nú síðast í apríl eftir að æfing sem átti að líkja eftir aðdraganda raunverulegs geimskot misheppnaðist. The @BoeingSpace CST-100 #Starliner spacecraft and @ulalaunch Atlas V rocket are seen illuminated by spotlights at SLC-41 ahead of the Orbital Flight Test-2 mission. Launch is scheduled for 6:54pm ET on May 19. More : https://t.co/sulsB282OS pic.twitter.com/XfzC3z6gZ3— NASA HQ PHOTO (@nasahqphoto) May 19, 2022 Sjá einnig: Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Enn liggur ekki fyrir hvenær stendur til að reyna næst. Leki kom á eldflaugina í apríl og á það að hafa verið lagað, samkvæmt stöðuuppfærslu NASA í síðustu viku. SLS á að vera burðarliður í Artemis-áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin gengur út á að koma mönnum aftur til tunglsins á þessum áratug. Árið 2024 stendur til að senda menn hring um tunglið og svo eiga aðrir að lenda þar árið 2025. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður.
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Tunglið Boeing Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36
Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43