Sjötíu ár liðin frá því að Elísabet tók við krúnunni Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 2. júní 2022 07:09 Valdaafmælisins verður minnst næstu fjóra daga. AP Þúsundir streyma nú að Buckingham höll þar sem þess er minnst í dag að sjötíu ár eru liðin frá því Elísabet önnur Englandsdrottning tók við krúnunni. Einnig er haldið upp á opinberan afmælisdag drottningar í dag. Enginn hefur setið eins lengi á konungsstóli í Bretlandi og Elísabet II sem tók við krúnunni aðeins 25 ára gömul eftir andlát föður hennar Georgs VI hinn 6. febrúar febrúar 1952. Elísabet fæddist 21. apríl 1926. Hún var krýnd hinn 2. júní 1953 og í dag eru því liðin 70 ár frá krýningunni. Hefð er fyrir því að drottningin haldi upp á fæðingardag sinn með fjölskyldunni en þjóðin fagnar opinberum afmælisdegi hennar annan laugardag í júní. Í þetta skiptið er opiberum afmælisdegi hennar hins vegar fagnað í dag svo hann beri upp á sama dag og krýningarafmælið. Mikið verður um dýrðir næstu fjóra daga í Bretlandi og samveldisríkjunum í tilefni dagsins en haldið verður upp á tímamótin allt árið. Í dag klukkan 10 að íslenskum tíma (11 í Bretlandi) verður mikil skrúðganga til heiðurs drottningunni eftir Mall breiðgötunni sem liggur frá Buchingham höll. Þúsundir manna höfðu safnast saman þar í morgun. Fyrsta írska hersveitin leiðir göngu tólf hundruð hermanna ásamt lífvarðasveit drottningar ásamt hundruð tónlistarmanna og um 240 hesta. Þessi ganga hefur verið farin á opinberum afmælisdegi konunga og drottninga í 260 ár. Hleypt verður af 121 fallbyssuskoti til heiðurs drottningunni og 70 herflugvélar af öllum stærðum og gerðum fljúga yfir Buckingham höll. Þá tendrar Elísabet samtímis á vitum vítt og breitt um borgir og bæði Bretlands og samveldisins. Hún mun síðan koma tvívegis í dag fram á svalir Buckingham hallar með fjölskyldumeðlimum til að heilsa upp á mannfjöldann. Allra hörðustu aðdáendur drottningarinnar, sem nú er orðin 96 ára gömul, sváfu fyrir utan höllina í nótt til að ná góðu útsýni yfir herlegheitin. Undirbúningur á Mall fyrir framan Buckinghamhöll.AP Harry Bretaprins og Meghan Markle eru bæði mætt til Bretlands til að fagna með drottningunni, en þau munu ekki vera í hópi fjölskyldumeðlima sem munu standa á svölum Buckingham-hallar ásamt drottningu og veifa mannfjöldanum. Bretland Kóngafólk Tímamót Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Enginn hefur setið eins lengi á konungsstóli í Bretlandi og Elísabet II sem tók við krúnunni aðeins 25 ára gömul eftir andlát föður hennar Georgs VI hinn 6. febrúar febrúar 1952. Elísabet fæddist 21. apríl 1926. Hún var krýnd hinn 2. júní 1953 og í dag eru því liðin 70 ár frá krýningunni. Hefð er fyrir því að drottningin haldi upp á fæðingardag sinn með fjölskyldunni en þjóðin fagnar opinberum afmælisdegi hennar annan laugardag í júní. Í þetta skiptið er opiberum afmælisdegi hennar hins vegar fagnað í dag svo hann beri upp á sama dag og krýningarafmælið. Mikið verður um dýrðir næstu fjóra daga í Bretlandi og samveldisríkjunum í tilefni dagsins en haldið verður upp á tímamótin allt árið. Í dag klukkan 10 að íslenskum tíma (11 í Bretlandi) verður mikil skrúðganga til heiðurs drottningunni eftir Mall breiðgötunni sem liggur frá Buchingham höll. Þúsundir manna höfðu safnast saman þar í morgun. Fyrsta írska hersveitin leiðir göngu tólf hundruð hermanna ásamt lífvarðasveit drottningar ásamt hundruð tónlistarmanna og um 240 hesta. Þessi ganga hefur verið farin á opinberum afmælisdegi konunga og drottninga í 260 ár. Hleypt verður af 121 fallbyssuskoti til heiðurs drottningunni og 70 herflugvélar af öllum stærðum og gerðum fljúga yfir Buckingham höll. Þá tendrar Elísabet samtímis á vitum vítt og breitt um borgir og bæði Bretlands og samveldisins. Hún mun síðan koma tvívegis í dag fram á svalir Buckingham hallar með fjölskyldumeðlimum til að heilsa upp á mannfjöldann. Allra hörðustu aðdáendur drottningarinnar, sem nú er orðin 96 ára gömul, sváfu fyrir utan höllina í nótt til að ná góðu útsýni yfir herlegheitin. Undirbúningur á Mall fyrir framan Buckinghamhöll.AP Harry Bretaprins og Meghan Markle eru bæði mætt til Bretlands til að fagna með drottningunni, en þau munu ekki vera í hópi fjölskyldumeðlima sem munu standa á svölum Buckingham-hallar ásamt drottningu og veifa mannfjöldanum.
Bretland Kóngafólk Tímamót Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira