Ellefu nýjar verslanir og veitingastaðir opnaðir eftir nokkrar vikur Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2022 19:21 Her iðnaðarmanna leggur þessa dagana lokahönd á nýtt torg í miðborginni. Þar taka ellefu nýir veitingastaðir og verslanir til starfa eftir um fimm vikur. Allt frá því fyrir hrun þegar byrjað var að byggja Hörpu hefur miðborgin verið undirlögð byggingaframkvæmdum með tilheyrandi brölti, umferð stórra vöru- og steypubíla og þrengingum á umferð. Hér sést allt Hafnartorgið beggja meginn Geirsgötu þar sem er að verða til blandð hverfi íbúða, berslunar, veitinga og annarrar þjónustu í hjarta miðborgarinnar.Reginn Senn líður að því að þessum miklum byggingarframkvæmdum í miðborginni ljúki. Stór áfangi að því eru nýbyggingar við Bryggjugötu. Finnur Bogi Hannesson þróunarstjóri Hafnartorgs hjá Reginn segir að innan örfárra vikna verði opnað þar torg með veitingastöðum og verslunum sem verði aðgengilegar frá mörgum stöðum. Finnur Bogi Hannesson segir að eftir að nýja togið verði tilbúið verði til nýtt hverfi í miðborginni.Stöð 2/Sigurjón Við erum hér í miðjunni á þessu nýja verslunar- og veitingatorgi og þið ætlið að opna eftir nokkrar vikur. Þið eruð bjartsýnir? „Já, en samt bara raunhæfir myndi ég telja,“ segir Finnur Bogi en fréttamanni þykir mikið eiga eftir að gera á svæðinu. Hann segir flesta veitingastaðina verða eitthvað á undan verslununum en stefnt sé að því að öllu verði lokið fyrir mánaðamót. Hægt verði að ganga inn á torgið frá mörgum stöðum. „Þetta er eiginlega torg inni í húsi. Við erum með mjög gott aðgengi beint úr bílakjallara. Rúllustigi beint upp úr bílakjallara með ellefu hundruð stæði. Svo erum við með aðgengi beint frá Geirsgötu, Bryggjugötu og beint frá gestamóttökunni á Edition hótelinu,“ segir Finnur Bogi. Hafnartorg Gallery verður á jarðhæðum blá-merktu húsanna á myndinni.Reginn Meðal verslana í nýja hlutanum verði fyrsta North Face útivistarverslunin á Íslandi og stærsta verslun 66 gráða norður. Með Hafnartogi beggja megin Geirsgötu sé að verða til nýtt borgarhverfi þar sem menningin, verslun, veitingar og þjónusta sé allt á einum stað. Í kring um þessa miðju verða fjölbreyttir veitingastaðið og verslanir.Reginn „Með því að hafa fjölbreytileika, að aðilar geti unnið vel saman á svona svæði, er lykillinn teljum við. Og við erum að ná því núna,“ segir Finnur Bogi. Um þrjátíu verslanir og veitingastaðir verði á Hafnartorgi til samans. Stafræn myndlist mun fá að njóta sín á veitinga- og verslunartorginu.Reginn Til að allt þetta gangi upp dugar ekkert minna en her iðnaðarmanna sem í dag var við störf í öllum hornum. Hafnartorg norðan meginn Geirsgötu, séð niður Bryggjugötu.Reginn Þú ert að segja mér að í júlí geti ég labbað á þetta iðnaðarsvæði sem lítur út eins og það er í dag og hér verði allt sprell lifandi? „Já, það ætla ég svo sannarlega að vona. Alla vega verða einstakar verslanir opnaðar hérna eftir nokkrar vikur og allt svæðið eflaust í júlí,“ segir Finnur Bogi Hannesson. Reykjavík Veitingastaðir Verslun Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira
Allt frá því fyrir hrun þegar byrjað var að byggja Hörpu hefur miðborgin verið undirlögð byggingaframkvæmdum með tilheyrandi brölti, umferð stórra vöru- og steypubíla og þrengingum á umferð. Hér sést allt Hafnartorgið beggja meginn Geirsgötu þar sem er að verða til blandð hverfi íbúða, berslunar, veitinga og annarrar þjónustu í hjarta miðborgarinnar.Reginn Senn líður að því að þessum miklum byggingarframkvæmdum í miðborginni ljúki. Stór áfangi að því eru nýbyggingar við Bryggjugötu. Finnur Bogi Hannesson þróunarstjóri Hafnartorgs hjá Reginn segir að innan örfárra vikna verði opnað þar torg með veitingastöðum og verslunum sem verði aðgengilegar frá mörgum stöðum. Finnur Bogi Hannesson segir að eftir að nýja togið verði tilbúið verði til nýtt hverfi í miðborginni.Stöð 2/Sigurjón Við erum hér í miðjunni á þessu nýja verslunar- og veitingatorgi og þið ætlið að opna eftir nokkrar vikur. Þið eruð bjartsýnir? „Já, en samt bara raunhæfir myndi ég telja,“ segir Finnur Bogi en fréttamanni þykir mikið eiga eftir að gera á svæðinu. Hann segir flesta veitingastaðina verða eitthvað á undan verslununum en stefnt sé að því að öllu verði lokið fyrir mánaðamót. Hægt verði að ganga inn á torgið frá mörgum stöðum. „Þetta er eiginlega torg inni í húsi. Við erum með mjög gott aðgengi beint úr bílakjallara. Rúllustigi beint upp úr bílakjallara með ellefu hundruð stæði. Svo erum við með aðgengi beint frá Geirsgötu, Bryggjugötu og beint frá gestamóttökunni á Edition hótelinu,“ segir Finnur Bogi. Hafnartorg Gallery verður á jarðhæðum blá-merktu húsanna á myndinni.Reginn Meðal verslana í nýja hlutanum verði fyrsta North Face útivistarverslunin á Íslandi og stærsta verslun 66 gráða norður. Með Hafnartogi beggja megin Geirsgötu sé að verða til nýtt borgarhverfi þar sem menningin, verslun, veitingar og þjónusta sé allt á einum stað. Í kring um þessa miðju verða fjölbreyttir veitingastaðið og verslanir.Reginn „Með því að hafa fjölbreytileika, að aðilar geti unnið vel saman á svona svæði, er lykillinn teljum við. Og við erum að ná því núna,“ segir Finnur Bogi. Um þrjátíu verslanir og veitingastaðir verði á Hafnartorgi til samans. Stafræn myndlist mun fá að njóta sín á veitinga- og verslunartorginu.Reginn Til að allt þetta gangi upp dugar ekkert minna en her iðnaðarmanna sem í dag var við störf í öllum hornum. Hafnartorg norðan meginn Geirsgötu, séð niður Bryggjugötu.Reginn Þú ert að segja mér að í júlí geti ég labbað á þetta iðnaðarsvæði sem lítur út eins og það er í dag og hér verði allt sprell lifandi? „Já, það ætla ég svo sannarlega að vona. Alla vega verða einstakar verslanir opnaðar hérna eftir nokkrar vikur og allt svæðið eflaust í júlí,“ segir Finnur Bogi Hannesson.
Reykjavík Veitingastaðir Verslun Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira