Brynjólfur Willumsson: Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik Sverrir Mar Smárason skrifar 8. júní 2022 20:51 Brynjólfur með boltann í leiknum í kvöld. Visir/ Diego Íslenska u21 landslið karla er í góðum séns á því að komast í umspil um sæti í lokakeppni EM 2023 eftir góðan sigur á Hvíta-Rússlandi hér heima í dag, 3-1. Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði liðsins, var sáttur við sigurinn í dag. „Geggjaður sigur. Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik. Sterkt að koma inn tveimur mörkum í fyrri en síðan fannst mér við aðeins detta niður og það er mjög erfitt að koma til baka eftir það. Mér fannst við bara gera það frábærlega,“ sagði fyrirliðinn. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og setti góða pressu á Hvít-Rússa í upphafi leiks. Það er ekki hægt í 90 mínútur segir Brynjólfur. „Það var mjög sterkt að ná þessu öðru marki inn fyrir hálfleik. Það er ekki hægt að pressa eða allavega erfitt að pressa í 90 mínútur. Við byrjuðum af fullum krafti og náum inn þessum tveimur mörkum. Það er fótboltinn sem við spilum, að byrja af krafti en það er erfitt að halda því allan tímann. Sterkt að ná inn tveimur mörkum. Varnarleikurinn var ekki alveg on í markinu sem við fengum á okkur en eftir það fannst mér við bara loka öllu,“ sagði Brynjólfur. Staðan var 2-0 í hálfleik og íslensku strákarnir komu töluvert varkárari til leiks í þeim síðari, féllu aftar á völlinn og fengu á sig mark snemma í hálfleiknum. „Planið var að fara aðeins neðar því það voru svolítið mikil hlaup á okkur og miðjumönnunum sérstaklega. Við ákváðum að fara aðeins neðar en kannski ekki alveg svona neðarlega. Þeir einhvern vegin ná þessu fyrsta marki bara strax sem er ekki gott. Eftir það fannst mér það mjög sterkur karakter að halda þetta út og koma svo inn þriðja markinu í lokin,“ sagði Brynjólfur og hélt svo áfram, „það var erfitt að horfa á þetta eftir að hafa verið kominn útaf og maður getur ekki hjálpað liðinu inná vellinum. Maður róaðist aðeins við þetta þriðja mark.“ Líkt og Brynjólfur kom inná þá þurfti hann að fara af velli á 67. mínútu vegna meiðsla. Fyrirbyggjandi skipting segir Brynjólfur sem vildi enga sénsa taka. „Ég fékk bara krampatilfinningu aftan í lærið. Ég tognaði aftan í læri tvisvar á síðasta ári svo ég ætlaði ekki að taka neina sénsa. Þá kemur bara maður í manns stað með fulla orku og það virkaði,“ sagði Brynjólfur. Lokaleikur riðilsins verður gegn Kýpur í Víkinni n.k. laugardagkvöld og líkt og fyrr segir á íslenska liðið möguleika á því að komast í umspil fyrir lokakeppni. Sama upplegg fyrir þann leik segir Brynjólfur. „Það er bara að byrja af sama krafti og ef við náum inn mörkum að þá getur þetta skilað sér. Það er svo sterkt að komast yfir. Ég held að það sé planið að fara inn í leikinn eins og við komum inn í þennan, það verður stöðubarátta en við verðum klárir í það.“ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00 Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Sjá meira
„Geggjaður sigur. Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik. Sterkt að koma inn tveimur mörkum í fyrri en síðan fannst mér við aðeins detta niður og það er mjög erfitt að koma til baka eftir það. Mér fannst við bara gera það frábærlega,“ sagði fyrirliðinn. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og setti góða pressu á Hvít-Rússa í upphafi leiks. Það er ekki hægt í 90 mínútur segir Brynjólfur. „Það var mjög sterkt að ná þessu öðru marki inn fyrir hálfleik. Það er ekki hægt að pressa eða allavega erfitt að pressa í 90 mínútur. Við byrjuðum af fullum krafti og náum inn þessum tveimur mörkum. Það er fótboltinn sem við spilum, að byrja af krafti en það er erfitt að halda því allan tímann. Sterkt að ná inn tveimur mörkum. Varnarleikurinn var ekki alveg on í markinu sem við fengum á okkur en eftir það fannst mér við bara loka öllu,“ sagði Brynjólfur. Staðan var 2-0 í hálfleik og íslensku strákarnir komu töluvert varkárari til leiks í þeim síðari, féllu aftar á völlinn og fengu á sig mark snemma í hálfleiknum. „Planið var að fara aðeins neðar því það voru svolítið mikil hlaup á okkur og miðjumönnunum sérstaklega. Við ákváðum að fara aðeins neðar en kannski ekki alveg svona neðarlega. Þeir einhvern vegin ná þessu fyrsta marki bara strax sem er ekki gott. Eftir það fannst mér það mjög sterkur karakter að halda þetta út og koma svo inn þriðja markinu í lokin,“ sagði Brynjólfur og hélt svo áfram, „það var erfitt að horfa á þetta eftir að hafa verið kominn útaf og maður getur ekki hjálpað liðinu inná vellinum. Maður róaðist aðeins við þetta þriðja mark.“ Líkt og Brynjólfur kom inná þá þurfti hann að fara af velli á 67. mínútu vegna meiðsla. Fyrirbyggjandi skipting segir Brynjólfur sem vildi enga sénsa taka. „Ég fékk bara krampatilfinningu aftan í lærið. Ég tognaði aftan í læri tvisvar á síðasta ári svo ég ætlaði ekki að taka neina sénsa. Þá kemur bara maður í manns stað með fulla orku og það virkaði,“ sagði Brynjólfur. Lokaleikur riðilsins verður gegn Kýpur í Víkinni n.k. laugardagkvöld og líkt og fyrr segir á íslenska liðið möguleika á því að komast í umspil fyrir lokakeppni. Sama upplegg fyrir þann leik segir Brynjólfur. „Það er bara að byrja af sama krafti og ef við náum inn mörkum að þá getur þetta skilað sér. Það er svo sterkt að komast yfir. Ég held að það sé planið að fara inn í leikinn eins og við komum inn í þennan, það verður stöðubarátta en við verðum klárir í það.“
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00 Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00