Ósammála vali Nadim en segir hana velkomna Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 19:07 Pernille Harder og Nadia Nadim hafa lengi verið í aðalhlutverkum hjá danska landsliðinu. Getty/Andrea Staccioli Nadia Nadim, landsliðskona Dana í fótbolta, er umdeild í Danmörku vegna sinna starfa sem sendiherra HM í Katar. Pernille Harder segir hana þó velkomna í danska landsliðshópinn. Lars Söndergaard, þjálfari danska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir á fimmtudaginn hvaða leikmenn hann ætlar að taka með á Evrópumótið í Englandi í júlí. Stóra spurningin varðandi valið er sú hvort að pláss verði fyrir Nadim sem eftir alvarleg hnémeiðsli er komin á fulla ferð. Nadim og Harder voru tvær skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleik síðasta Evrópumóts, í Hollandi 2017, og skoruðu þar báðar í 4-2 tapi gegn Hollendingum. Nadim, sem flutti ellefu ára til Danmerkur sem flóttamaður frá Afganistan, vakti sérstaka athygli á mótinu en hún var þá í læknanámi og útskrifaðist sem læknir í vetur. Umræðan um Nadim hefur hins vegar verið öllu neikvæðari eftir að hún samdi um það, gegn greiðslu, að auglýsa HM karla í Katar sem hefst í nóvember. Hún fær gagnrýni af sama meiði og FIFA fékk fyrir að velja land til að halda HM sem brýtur á mannréttindum fólks og hefur til að mynda sérstaklega verið gagnrýnt vegna aðbúnaðs verkafólks í uppbyggingu fyrir HM. „Ræðum þetta innbyrðis svo þetta verði ekki vandamál“ Harder hefði ekki tekið tilboði um að auglýsa HM í Katar: „Ég hefði tekið aðrar ákvarðanir varðandi þetta. Fólk verður að ráða sjálft sínu vali en það eina sem ég get sagt er að ég hefði tekið aðrar ákvarðanir,“ hefur Ekstra Bladet eftir Harder en hún vildi ekki útskýra það nánar. Hún undirstrikaði hins vegar að Nadim væri velkomin í landsliðshópinn: „Ef Lars ákveður að hún komi með, og hún er í leikæfingu og til í að koma og hjálpa hópnum, þá vitum við öll hvaða hæfileika Nadia hefur. Og við viljum gera allt sem við getum til að vinna EM,“ segir Harder sem gerir sér þó fulla grein fyrir athyglinni sem gæti orðið á danska liðinu vegna Nadim. „Ef að hún verður valin þá er alveg öruggt að við ræðum þetta innbyrðis svo að þetta verði ekki vandamál. Líka til að við höfum skilaboð til fjölmiðla, svo að þetta verði ekki eitthvað sem verður talað um. Svo að við getum öll einbeitt okkur að EM,“ segir Harder. Danmörk vann Austurríki 2-1 á sunnudaginn og á svo eftir að mæta Brasilíu og Noregi í síðustu vináttulandsleikjum sínum fyrir EM. Þar mætir liðið svo Þýskalandi 8. júlí og er einnig í riðli með Spáni og Finnlandi. EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Sverrir og félagar að blanda sér í toppbaráttuna Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Birkir skoraði í svekkjandi tapi Brescia Hildur skoraði fyrsta markið fyrir Madrídinga Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Setti tvö og var bestur á vellinum Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Lokkur úr hári Maradona til sölu og metinn á margar milljónir Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Júlíus tryggði Fredrikstad bikarmeistaratitilinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Staða Bayern á toppnum styrktist Skoraði mínútu eftir að hún kom inn á Diljá með þrennu í bikarsigri Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Lars Söndergaard, þjálfari danska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir á fimmtudaginn hvaða leikmenn hann ætlar að taka með á Evrópumótið í Englandi í júlí. Stóra spurningin varðandi valið er sú hvort að pláss verði fyrir Nadim sem eftir alvarleg hnémeiðsli er komin á fulla ferð. Nadim og Harder voru tvær skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleik síðasta Evrópumóts, í Hollandi 2017, og skoruðu þar báðar í 4-2 tapi gegn Hollendingum. Nadim, sem flutti ellefu ára til Danmerkur sem flóttamaður frá Afganistan, vakti sérstaka athygli á mótinu en hún var þá í læknanámi og útskrifaðist sem læknir í vetur. Umræðan um Nadim hefur hins vegar verið öllu neikvæðari eftir að hún samdi um það, gegn greiðslu, að auglýsa HM karla í Katar sem hefst í nóvember. Hún fær gagnrýni af sama meiði og FIFA fékk fyrir að velja land til að halda HM sem brýtur á mannréttindum fólks og hefur til að mynda sérstaklega verið gagnrýnt vegna aðbúnaðs verkafólks í uppbyggingu fyrir HM. „Ræðum þetta innbyrðis svo þetta verði ekki vandamál“ Harder hefði ekki tekið tilboði um að auglýsa HM í Katar: „Ég hefði tekið aðrar ákvarðanir varðandi þetta. Fólk verður að ráða sjálft sínu vali en það eina sem ég get sagt er að ég hefði tekið aðrar ákvarðanir,“ hefur Ekstra Bladet eftir Harder en hún vildi ekki útskýra það nánar. Hún undirstrikaði hins vegar að Nadim væri velkomin í landsliðshópinn: „Ef Lars ákveður að hún komi með, og hún er í leikæfingu og til í að koma og hjálpa hópnum, þá vitum við öll hvaða hæfileika Nadia hefur. Og við viljum gera allt sem við getum til að vinna EM,“ segir Harder sem gerir sér þó fulla grein fyrir athyglinni sem gæti orðið á danska liðinu vegna Nadim. „Ef að hún verður valin þá er alveg öruggt að við ræðum þetta innbyrðis svo að þetta verði ekki vandamál. Líka til að við höfum skilaboð til fjölmiðla, svo að þetta verði ekki eitthvað sem verður talað um. Svo að við getum öll einbeitt okkur að EM,“ segir Harder. Danmörk vann Austurríki 2-1 á sunnudaginn og á svo eftir að mæta Brasilíu og Noregi í síðustu vináttulandsleikjum sínum fyrir EM. Þar mætir liðið svo Þýskalandi 8. júlí og er einnig í riðli með Spáni og Finnlandi.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Sverrir og félagar að blanda sér í toppbaráttuna Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Birkir skoraði í svekkjandi tapi Brescia Hildur skoraði fyrsta markið fyrir Madrídinga Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Setti tvö og var bestur á vellinum Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Lokkur úr hári Maradona til sölu og metinn á margar milljónir Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Júlíus tryggði Fredrikstad bikarmeistaratitilinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Staða Bayern á toppnum styrktist Skoraði mínútu eftir að hún kom inn á Diljá með þrennu í bikarsigri Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira