Arnar Þór: Fengum ekki að vita hvaða sjónarhorn VAR notaði Hjörvar Ólafsson skrifar 13. júní 2022 21:50 Arnar Þór VIðarsson var stoltur af lærisveinum sínum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fékk að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að skera úr um að seinna mark ísraelska liðsins í 2-2 jafntefli liðanna í Þjóðadeildinni í kvöld ætti að standa. „Ég er fyrst og fremst afar stoltur af frammistöðu liðsins. Við ákváðum að láta vaða í kvöld og fara með það hugarfari í leikinn að sækja til sigurs. Af þeim sökum var þetta svolítið opið og kaflaskipt," sagði Arnar Þór. „Þeir náðu aðeins of oft að losa pressuna sem við vorum að reyna að setja á þá. Til að mynda í fyrra markinu þar sem þeir ná að komast of auðveldlega upp hægra megin eins og við vissum að þeir vildu gera," sagði þjálfarinn enn fremur. „Hvað seinna markið varðar þá get ég ekki séð af þeim endursýningum sem ég sá að það sé hægt að segja með fullri vissu að boltinn hafi verið inni. Það þarf að vera 100% vissa um að ákvörðunin sé röng til að breyta ákvörðun dómarans og ég skil ekki hvernig þeir gátu gert það í þessu tilviki. Ég fékk hins vegar ekki að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að taka þessa ákvörðun," sagði hann. „Mér fannst frammistaðan í kvöld alveg nógu góð til þess að ná í þrjú stig, eins og í fyrri leikjum í þessari riðlakeppni. Það er stígandi í þessu og mér finnst vera á réttri leið þó að það séu ekki allir sammála," sagði Arnar Þór og glotti. „Við erum komnir með ákveðinn kjarna og erum komnir með ákveðna mynd á okkar sterkasta lið. Svo eigum við sterka leikmenn inni sem verða vonandi með í haust. Við munum taka ákvörðun þegar nær dregur hvaða leikmenn munu spila í A-landsliðinu og hverjir í U-21 árs landsliðinu þegar við spilum á sama tíma," sagði landsliðsþjálfarinn um framhaldið. Í september á næsta ári mun A-landsliðið klára sína leiki í Þjóðadeildinni og gætu spilað úrslitaleik við Albana um sigur í riðlinum. Á sama tíma spilar U-21 árs liðið umspilsleiki um laust sæti í lokakeppni EM 2023. „Það eru 13 leikmenn í hópnum sem spilaði í þessum landsleikjaglugga sem spiluðu í síðustu lokakeppni EM U-21 árs landsliða og þar fyrir utan eru Hákon Arnar og Andri Lucas sem voru að spila í U-17 og U-19 ára landsliðunum á þeim tíma. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hversu mikilvægt það er að leikmenn fái reynslu í lokakeppni en á sama tími er ákveðinn píramídi hjá okkur þar sem A-landsliðið er efst. Við Davíð Snorri munum setjast yfir þetta í rólegheitunum þegar kemur að þessum leikjum," sagði Arnar Þór um komandi haust. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst afar stoltur af frammistöðu liðsins. Við ákváðum að láta vaða í kvöld og fara með það hugarfari í leikinn að sækja til sigurs. Af þeim sökum var þetta svolítið opið og kaflaskipt," sagði Arnar Þór. „Þeir náðu aðeins of oft að losa pressuna sem við vorum að reyna að setja á þá. Til að mynda í fyrra markinu þar sem þeir ná að komast of auðveldlega upp hægra megin eins og við vissum að þeir vildu gera," sagði þjálfarinn enn fremur. „Hvað seinna markið varðar þá get ég ekki séð af þeim endursýningum sem ég sá að það sé hægt að segja með fullri vissu að boltinn hafi verið inni. Það þarf að vera 100% vissa um að ákvörðunin sé röng til að breyta ákvörðun dómarans og ég skil ekki hvernig þeir gátu gert það í þessu tilviki. Ég fékk hins vegar ekki að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að taka þessa ákvörðun," sagði hann. „Mér fannst frammistaðan í kvöld alveg nógu góð til þess að ná í þrjú stig, eins og í fyrri leikjum í þessari riðlakeppni. Það er stígandi í þessu og mér finnst vera á réttri leið þó að það séu ekki allir sammála," sagði Arnar Þór og glotti. „Við erum komnir með ákveðinn kjarna og erum komnir með ákveðna mynd á okkar sterkasta lið. Svo eigum við sterka leikmenn inni sem verða vonandi með í haust. Við munum taka ákvörðun þegar nær dregur hvaða leikmenn munu spila í A-landsliðinu og hverjir í U-21 árs landsliðinu þegar við spilum á sama tíma," sagði landsliðsþjálfarinn um framhaldið. Í september á næsta ári mun A-landsliðið klára sína leiki í Þjóðadeildinni og gætu spilað úrslitaleik við Albana um sigur í riðlinum. Á sama tíma spilar U-21 árs liðið umspilsleiki um laust sæti í lokakeppni EM 2023. „Það eru 13 leikmenn í hópnum sem spilaði í þessum landsleikjaglugga sem spiluðu í síðustu lokakeppni EM U-21 árs landsliða og þar fyrir utan eru Hákon Arnar og Andri Lucas sem voru að spila í U-17 og U-19 ára landsliðunum á þeim tíma. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hversu mikilvægt það er að leikmenn fái reynslu í lokakeppni en á sama tími er ákveðinn píramídi hjá okkur þar sem A-landsliðið er efst. Við Davíð Snorri munum setjast yfir þetta í rólegheitunum þegar kemur að þessum leikjum," sagði Arnar Þór um komandi haust.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti