Íslenskur fréttamaður á vegum Pútíns tók viðtal við meintan stríðsglæpamann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. júní 2022 17:12 Haukur tekur viðtal við Graham Phillips við höfn Mariupol. Facebook Haukur Hauksson hefur ferðast á átakasvæði í Úkraínu í boði rússneskra stjórnvalda. Nýlega tók Haukur viðtal við Graham Phillips, annan sjálfstætt starfandi blaðamann, sem nú er sakaður um stríðsglæp. Fjallað var um ferðir Hauks um Úkraínu í Fréttablaðinu í síðustu viku. Þar segist hann vera á vegum fréttamannaþjónustu varnarmálaráðuneytis Rússlands og kveðst mjög gagnrýninn á þær fréttir sem birtast af stríðinu í vestrænum fjölmiðlum. Haft er eftir Hauki að hann telji Úkraínu hafa þróast út í bananalýðveldi Vesturlanda og að Rússar hafi fengið puttann frá NATO. Haukur hefur sagt frá ferðalagi sínu á Facebook og þann 19. júní síðastliðinn birti Haukur viðtal við Graham Philips á höfn í Mariupol. Þar segir Graham borgina hafa þurft að sitja undir stjórn „Nasistanna“ en að rússneski herinn hafi gert vel í því að frelsa borgina. Nú séu horfur því góðar í Mariupol. Viðtalið má sjá í heild sinni á Facebook síðu Hauks. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, bendir á það á Twitter að Graham Philips sé nú sakaður um stríðsglæpi í breska þinginu. How it started. How it s going. pic.twitter.com/xrGBeQGGal— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) June 19, 2022 Í umfjöllun Guardian um málið segir að Phillips hafi tekið viðtöl við breska hermenn sem börðust við hlið Úkraínuhers og voru fangaðir af Rússum og dæmdir til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli aðskilnaðarsinna í Mariupol. Maðurinn sem Graham Phillips tók viðtal við heitir Aiden Aslin. Breski þingmaðurinn Robert Jenrick sagði í breska þinginu að myndband sem Phillips birti af Aslin „í handjárnum, illa særður og tekinn nauðugur í viðtal í áróðursskyni“ sé brot á Genfarsáttmálanum sem fjallar um meðferð stríðsfanga. „Blaðamaðurinn Graham Philips gæti verið kærður fyrir stríðsglæp,“ sagði Jenrick jafnframt. Að sögn breskra fjölmiðla var réttarhöldunum í Mariupol ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Í umfjöllun Guardian er skýrt nánar frá því hvernig Philips, einu sinni opinber starfsmaður í Nottingham á Englandi varð rödd yfirvalda í Kreml í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Fjallað var um ferðir Hauks um Úkraínu í Fréttablaðinu í síðustu viku. Þar segist hann vera á vegum fréttamannaþjónustu varnarmálaráðuneytis Rússlands og kveðst mjög gagnrýninn á þær fréttir sem birtast af stríðinu í vestrænum fjölmiðlum. Haft er eftir Hauki að hann telji Úkraínu hafa þróast út í bananalýðveldi Vesturlanda og að Rússar hafi fengið puttann frá NATO. Haukur hefur sagt frá ferðalagi sínu á Facebook og þann 19. júní síðastliðinn birti Haukur viðtal við Graham Philips á höfn í Mariupol. Þar segir Graham borgina hafa þurft að sitja undir stjórn „Nasistanna“ en að rússneski herinn hafi gert vel í því að frelsa borgina. Nú séu horfur því góðar í Mariupol. Viðtalið má sjá í heild sinni á Facebook síðu Hauks. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, bendir á það á Twitter að Graham Philips sé nú sakaður um stríðsglæpi í breska þinginu. How it started. How it s going. pic.twitter.com/xrGBeQGGal— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) June 19, 2022 Í umfjöllun Guardian um málið segir að Phillips hafi tekið viðtöl við breska hermenn sem börðust við hlið Úkraínuhers og voru fangaðir af Rússum og dæmdir til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli aðskilnaðarsinna í Mariupol. Maðurinn sem Graham Phillips tók viðtal við heitir Aiden Aslin. Breski þingmaðurinn Robert Jenrick sagði í breska þinginu að myndband sem Phillips birti af Aslin „í handjárnum, illa særður og tekinn nauðugur í viðtal í áróðursskyni“ sé brot á Genfarsáttmálanum sem fjallar um meðferð stríðsfanga. „Blaðamaðurinn Graham Philips gæti verið kærður fyrir stríðsglæp,“ sagði Jenrick jafnframt. Að sögn breskra fjölmiðla var réttarhöldunum í Mariupol ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Í umfjöllun Guardian er skýrt nánar frá því hvernig Philips, einu sinni opinber starfsmaður í Nottingham á Englandi varð rödd yfirvalda í Kreml í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira