Vaktin: íhuga að hörfa frá Lysychansk Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 23. júní 2022 08:36 Hermenn og fjölmiðlamenn forðast sprengjuregn í Lysychansk. Þeir gætu yfirgefið borgina alveg á næstu dögum. Marcus Yam/Getty Besta öryggistrygging Úkraínu liggur í aðild að Evrópusambandinu, sem myndi gera Vladimir Pútín Rússlandsforseta erfiðara fyrir að ráðast aftur inn í landið. Þetta segir Jonathan Powell, fyrrverandi starfsmannastjóri Tony Blair og samningamaður Breta í málefnum Norður-Írlands. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Powell segir að „stækka þurfi kökuna“ hvað varðar samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa, það er að segja útvíkka viðræðurnar frá deilum um land yfir í samtal um öryggi í Evrópu og endurnýjun samskipta Nató og Rússlands. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, vandar ráðamönnum Evrópu ekki kveðjurnar og segist sakna leiðtoga á borð við Helmut Kohl, Jacques Chirac og Margaret Thatcher. Hann segir vandamálið að leiðtogar Evrópu séu nú aðeins bakraddir einsöngvara Bandaríkjanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríki sem hafa þjáðst vegna egós Bandaríkjanna og „gervihnatta þeirra“ þurfa að endurskoða efnahagstengsl sín til að vera ekki háð geðþótta Vesturlanda. Bretarnir tveir sem voru dæmdir til dauða í Donetsk leggja drög að áfrýjun dómsins. Rússar halda áfram að sækja fram í Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa stefna að því að endurtaka leikinn í Maríupól í Donbas. Leiðtogar Evrópusambandsins funda í dag til að ákveða hvort Úkraínu verði veitt staða umsóknarríkis. „Við eigum það skilið,“ sagði Selenskí í ávarpi í gær.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Powell segir að „stækka þurfi kökuna“ hvað varðar samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa, það er að segja útvíkka viðræðurnar frá deilum um land yfir í samtal um öryggi í Evrópu og endurnýjun samskipta Nató og Rússlands. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, vandar ráðamönnum Evrópu ekki kveðjurnar og segist sakna leiðtoga á borð við Helmut Kohl, Jacques Chirac og Margaret Thatcher. Hann segir vandamálið að leiðtogar Evrópu séu nú aðeins bakraddir einsöngvara Bandaríkjanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríki sem hafa þjáðst vegna egós Bandaríkjanna og „gervihnatta þeirra“ þurfa að endurskoða efnahagstengsl sín til að vera ekki háð geðþótta Vesturlanda. Bretarnir tveir sem voru dæmdir til dauða í Donetsk leggja drög að áfrýjun dómsins. Rússar halda áfram að sækja fram í Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa stefna að því að endurtaka leikinn í Maríupól í Donbas. Leiðtogar Evrópusambandsins funda í dag til að ákveða hvort Úkraínu verði veitt staða umsóknarríkis. „Við eigum það skilið,“ sagði Selenskí í ávarpi í gær.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira