„Þær eru smá dramadrottningar“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 12:30 Frakkar mörðu 1-0 sigur gegn Íslendingum á EM 2017. Wendy Renard var þá og er enn ein af skærustu stjörnum franska liðsins líkt og Dagný Brynjarsdóttir í því íslenska. Getty/Carmen Jaspersen Sérfræðingar Bestu markanna rýndu í mótherja Íslands á EM kvenna í fótbolta í sérstökum upphitunarþætti sínum fyrir EM á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöld. Ísland mætir fyrst Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Frakkar eru álitnir sterkasta liðið í riðlinum en drama og óeining gæti skemmt fyrir þeim, að mati sérfræðinganna. Það stefnir í harða keppni á milli hinna þriggja liðanna um að komast áfram í 8-liða úrslitin. Í Bestu mörkunum voru meðal annars tíndar til skærustu stjörnur andstæðinga Íslands en umræðuna um andstæðingana þrjá má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andstæðingar Íslands á EM Í liði Belgíu, sem er í 19. sæti heimslistans (Ísland er í 17. sæti), er til að mynda Janice Cayman, leikmaður Lyon, sem þó er engin aðalstjarna í Evrópumeistaraliðinu. „Girelli er Harpan þeirra“ Ítalía er í 14. sæti heimslistans en liðið lék vel á HM 2019 áður en það datt út í 8-liða úrslitum gegn silfurliði Hollands. Íslendingar þekkja ítalska liðið ágætlega eftir tvo vináttulandsleiki í fyrra. Helstu stjörnur þess eru Barbara Bonansea, Cristiana Girelli og Valentina Cernoia. „Þær eru með reynslu. Þetta eru kempur. Bonansea er hraður kantmaður, geggjuð ein á móti einni, og mjög mikilvæg í þeirra sóknarleik. Cristiana Girelli er frábær sóknarmaður sem hefur raðað inn mörkum og skoraði ein níu mörk í undankeppninni, spilar fyrir Juventus og er bara „Harpan“ þeirra,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og vísaði í sessunaut sinn, markamaskínuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Aðeins 23 ára en markahæst í sögu PSG Frakkar eru í 3. sæti heimslistans. Liðið rétt marði þó sigur á Íslandi á síðasta Evrópumótið, árið 2017, 1-0 eftir vafasaman vítaspyrnudóm í lokin. Marie-Antoinette Katoto, Wendy Renard og Sandy Baltimore voru nefndar sem helstu stjörnur franska liðsins: „Marie-Antoinette Katoto er bara 23 ára og var ekki valin í hópinn á HM 2019, og það voru margir mjög ósáttir við það. Hún er þetta ung en er strax orðin markahæst í sögu PSG, með hátt í 150 mörk þar og um það bil eitt mark í leik. Það þarf að hafa nokkur augu á henni og hún er klárlega ein af þeim sem reiknað er með að verði stjarna þessa móts,“ sagði Mist sem benti svo á að liðsheildin væri ekki alltaf sú sterkasta hjá Frökkum. „Eru Frakkar svona erfiðir?“ „Það er þvílík breidd þarna en það er alltaf spurning hvernig Frakkarnir smella saman á stórmótum. Það er talað um að það sé svolítið, ég ætla ekki að segja lélegur mórall, en ekki sama liðsheild og hefur einkennt íslensku liðin til dæmis. Það er nýr þjálfari þarna, titringur út af leikmannavalinu, og vonandi getum við nýtt okkur þetta eitthvað,“ sagði Mist. „Það er einhvern veginn skrýtið með Frakkana, hvort sem það er kvenna- eða karlalandsliðið, að það er alltaf eitthvað bölvað vesen. Eru Frakkar svona erfiðir?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Þær eru smá dramadrottningar,“ sagði Harpa hlæjandi. „Ég held að fólk sé ekki mikið að kippa sér upp við þetta í Frakklandi. Það er alltaf eitthvað í gangi þarna,“ bætti hún við en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Ísland mætir fyrst Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Frakkar eru álitnir sterkasta liðið í riðlinum en drama og óeining gæti skemmt fyrir þeim, að mati sérfræðinganna. Það stefnir í harða keppni á milli hinna þriggja liðanna um að komast áfram í 8-liða úrslitin. Í Bestu mörkunum voru meðal annars tíndar til skærustu stjörnur andstæðinga Íslands en umræðuna um andstæðingana þrjá má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andstæðingar Íslands á EM Í liði Belgíu, sem er í 19. sæti heimslistans (Ísland er í 17. sæti), er til að mynda Janice Cayman, leikmaður Lyon, sem þó er engin aðalstjarna í Evrópumeistaraliðinu. „Girelli er Harpan þeirra“ Ítalía er í 14. sæti heimslistans en liðið lék vel á HM 2019 áður en það datt út í 8-liða úrslitum gegn silfurliði Hollands. Íslendingar þekkja ítalska liðið ágætlega eftir tvo vináttulandsleiki í fyrra. Helstu stjörnur þess eru Barbara Bonansea, Cristiana Girelli og Valentina Cernoia. „Þær eru með reynslu. Þetta eru kempur. Bonansea er hraður kantmaður, geggjuð ein á móti einni, og mjög mikilvæg í þeirra sóknarleik. Cristiana Girelli er frábær sóknarmaður sem hefur raðað inn mörkum og skoraði ein níu mörk í undankeppninni, spilar fyrir Juventus og er bara „Harpan“ þeirra,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og vísaði í sessunaut sinn, markamaskínuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Aðeins 23 ára en markahæst í sögu PSG Frakkar eru í 3. sæti heimslistans. Liðið rétt marði þó sigur á Íslandi á síðasta Evrópumótið, árið 2017, 1-0 eftir vafasaman vítaspyrnudóm í lokin. Marie-Antoinette Katoto, Wendy Renard og Sandy Baltimore voru nefndar sem helstu stjörnur franska liðsins: „Marie-Antoinette Katoto er bara 23 ára og var ekki valin í hópinn á HM 2019, og það voru margir mjög ósáttir við það. Hún er þetta ung en er strax orðin markahæst í sögu PSG, með hátt í 150 mörk þar og um það bil eitt mark í leik. Það þarf að hafa nokkur augu á henni og hún er klárlega ein af þeim sem reiknað er með að verði stjarna þessa móts,“ sagði Mist sem benti svo á að liðsheildin væri ekki alltaf sú sterkasta hjá Frökkum. „Eru Frakkar svona erfiðir?“ „Það er þvílík breidd þarna en það er alltaf spurning hvernig Frakkarnir smella saman á stórmótum. Það er talað um að það sé svolítið, ég ætla ekki að segja lélegur mórall, en ekki sama liðsheild og hefur einkennt íslensku liðin til dæmis. Það er nýr þjálfari þarna, titringur út af leikmannavalinu, og vonandi getum við nýtt okkur þetta eitthvað,“ sagði Mist. „Það er einhvern veginn skrýtið með Frakkana, hvort sem það er kvenna- eða karlalandsliðið, að það er alltaf eitthvað bölvað vesen. Eru Frakkar svona erfiðir?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Þær eru smá dramadrottningar,“ sagði Harpa hlæjandi. „Ég held að fólk sé ekki mikið að kippa sér upp við þetta í Frakklandi. Það er alltaf eitthvað í gangi þarna,“ bætti hún við en umræðuna í heild má sjá hér að ofan.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira