Tólf dagar í EM: Mjög hrædd við hunda og er of tapsár til að spila tölvuleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 11:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skorað tíu mörk fyrir íslenska landsliðið og þar á meðal voru mikilvæg mörk í undankeppni EM. Vísir/Hulda Margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Nú er komið að markadrottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hin þrítuga Berglind Björg hefur náð sér í mikla reynslu á síðustu árum því eftir að hafa raðað inn mörkum í íslensku deildinni með Breiðabliki, 62 mörk í 61 deildarleik frá 2017 til 2020, þá hefur reynt fyrir sér hjá AC Milan á Ítalíu, Le Havre í Frakklandi, Hammarby IF í Svíþjóð og nú síðast hjá Brann í Noregi. Berglind spilaði fyrstu fjögur tímabilin sín í efstu deild með Blikum en fór síðan í ÍBV í tvö ár. Hún spilaði einnig í eitt og hálft tímabil með Fylki áður en hún kom aftur til Blika. Áður en Berglind fór út í atvinnumennsku þá náði hún tvisvar að verða markadrottning deildarinnar. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari með Breiðabliki. Berglind hefur alls náð að spila í efstu deild í sex löndum að Íslandi meðtöldu því hún spilaði einnig með PSV í hollensku deildinni. Frammistaða hennar hjá AC Milan vakti mikla athygli þar sem hún skoraði fimm mörk í fimm leikjum vorið 2020. Berglind samdi við norsku meistarana í Brann fyrir þetta tímabil en hefur verið óheppin með meiðsli þar sem af er sumri. Hún er leikfær nú og vonandi klár í alvöru verkefni á EM. Berglind Björg skoraði tvö af mikilvægustu mörkum íslenska liðsins í undankeppninni og það með aðeins fimm daga millibili. Fyrst jafnaði hún metin í 1-1 og kom íslenska liðinu á bragðið á móti Slóvakíu og svo skoraði hún sigurmarkið á móti Ungverjalandi, markið sem endanlega tryggði íslensku stelpunum sæti á EM. Berglind lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Bandaríkjunum 24. febrúar 2010 eða rétt eftir átján ára afmælið sitt. Hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á móti Slóvakíu í apríl 2017 og hefur alls skorað 10 mörk í 62 landsleikjum. Berglind Björg var í hópnum á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Hollandi 2017 og kom við sögu í einum leik eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Austurríki. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu gegn Tékklandi á Laugardalsvellinum en með henni er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.Vísir/Hulda Margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 með Breiðablik og í leik á móti Val. Var nýorðin 15 ára og var sett inn á til að elta Kötu Jóns á miðjunni. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef lært af mörgum í gegnum tíðina en pabbi hefur kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Mörg lög sem gera það! En það helsta er „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já fjölskyldan, kærasti og vinir mæta út. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er með BA gráðu í sálfræði og BSc gráðu í félagsvísindum. Í hvernig skóm spilarðu? Nike mercurial vapor. Uppáhalds lið í enska? Manchester United.Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Ég hef reynt að spila FIFA í PlayStation en verð allt of tapsár þannig ég hætti strax.Uppáhalds matur? Mexíkóskur maturFyndnust í landsliðinu? Hallbera (Guðný Gísladóttir) og Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) er rosa fyndnar.Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda (Gunnlaugsdóttir) og Guðrún (Arnardóttir).Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta (Jensen).Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn.Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Við erum nokkrar í liðinu sem elska að fara á kaffihús.Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekkert nafn sem kemur upp, en það er hundleiðinlegt að spila á móti góðum markmönnum.Átrúnaðargoð í æsku? Ruud van Nistelrooy.Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Er mjög hrædd við hunda. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira
Hin þrítuga Berglind Björg hefur náð sér í mikla reynslu á síðustu árum því eftir að hafa raðað inn mörkum í íslensku deildinni með Breiðabliki, 62 mörk í 61 deildarleik frá 2017 til 2020, þá hefur reynt fyrir sér hjá AC Milan á Ítalíu, Le Havre í Frakklandi, Hammarby IF í Svíþjóð og nú síðast hjá Brann í Noregi. Berglind spilaði fyrstu fjögur tímabilin sín í efstu deild með Blikum en fór síðan í ÍBV í tvö ár. Hún spilaði einnig í eitt og hálft tímabil með Fylki áður en hún kom aftur til Blika. Áður en Berglind fór út í atvinnumennsku þá náði hún tvisvar að verða markadrottning deildarinnar. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari með Breiðabliki. Berglind hefur alls náð að spila í efstu deild í sex löndum að Íslandi meðtöldu því hún spilaði einnig með PSV í hollensku deildinni. Frammistaða hennar hjá AC Milan vakti mikla athygli þar sem hún skoraði fimm mörk í fimm leikjum vorið 2020. Berglind samdi við norsku meistarana í Brann fyrir þetta tímabil en hefur verið óheppin með meiðsli þar sem af er sumri. Hún er leikfær nú og vonandi klár í alvöru verkefni á EM. Berglind Björg skoraði tvö af mikilvægustu mörkum íslenska liðsins í undankeppninni og það með aðeins fimm daga millibili. Fyrst jafnaði hún metin í 1-1 og kom íslenska liðinu á bragðið á móti Slóvakíu og svo skoraði hún sigurmarkið á móti Ungverjalandi, markið sem endanlega tryggði íslensku stelpunum sæti á EM. Berglind lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Bandaríkjunum 24. febrúar 2010 eða rétt eftir átján ára afmælið sitt. Hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á móti Slóvakíu í apríl 2017 og hefur alls skorað 10 mörk í 62 landsleikjum. Berglind Björg var í hópnum á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Hollandi 2017 og kom við sögu í einum leik eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Austurríki. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu gegn Tékklandi á Laugardalsvellinum en með henni er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.Vísir/Hulda Margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 með Breiðablik og í leik á móti Val. Var nýorðin 15 ára og var sett inn á til að elta Kötu Jóns á miðjunni. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef lært af mörgum í gegnum tíðina en pabbi hefur kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Mörg lög sem gera það! En það helsta er „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já fjölskyldan, kærasti og vinir mæta út. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er með BA gráðu í sálfræði og BSc gráðu í félagsvísindum. Í hvernig skóm spilarðu? Nike mercurial vapor. Uppáhalds lið í enska? Manchester United.Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Ég hef reynt að spila FIFA í PlayStation en verð allt of tapsár þannig ég hætti strax.Uppáhalds matur? Mexíkóskur maturFyndnust í landsliðinu? Hallbera (Guðný Gísladóttir) og Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) er rosa fyndnar.Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda (Gunnlaugsdóttir) og Guðrún (Arnardóttir).Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta (Jensen).Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn.Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Við erum nokkrar í liðinu sem elska að fara á kaffihús.Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekkert nafn sem kemur upp, en það er hundleiðinlegt að spila á móti góðum markmönnum.Átrúnaðargoð í æsku? Ruud van Nistelrooy.Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Er mjög hrædd við hunda.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira