„Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. júlí 2022 13:31 Finnbogi Pétursson opnar sýninguna FLÓI á morgun í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi. Aðsend Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni. „Við setjum upp sumarsýningu hverju sinni og erum að gera það núna fimmta sumarið í röð. Fyrst vorum við á bænum Kleifum sem er rétt fyrir utan Blönduós og í fyrra settum við upp sýningu í Hrútey með Shoplifter,“ segir Finnur. Að þessu sinni fer sýningin fram í húsi í gamla bænum á Blönduósi og tekur umhverfið virkan þátt í listrænni heild sýningarinnar. „Þetta er gamalt hús frá þar síðustu öld sem heitir Hillebrandtshúsið og er í eigu bæjarins,“ segir Finnur og bætir við að sýningargestir fari í ævintýraferð um húsið, í gegnum kjallarann og inn í gegnum gólfið. Bylgjur, tækni og sjónræn upplifun Áslaug er sýningarstjóri FLÓA og í texta sýningarinnar segir hún: „Verkið Flói á sér fyrirrennara í mörgum, ef ekki hreinlega öllum fyrri verkum Finnboga en bylgjur af ýmsum gerðum og stærðum eru eitt af hans aðal viðfangsefnum, s.s. ljós, hljóð, rafbylgjur, útvarpsbylgjur, skjálftabylgjur eða bylgjur í vatni. Hér fáum við að upplifa á eigin skinni sjávarföllin þar sem Húnaflóinn og Blanda mætast og það vita allir sem til þekkja að þar eru engir smákraftar á ferð. Tæknin er til staðar, stríðin og viðkvæm. Stór hluti búnaðarins er um borð í fleka, ofurseldur valdi úthafsöldunnar sem rís og hnígur hér utan við ósinn. Upplifunin inni í sjálfri innsetningunni er fyrst og fremst sjónræn en hún kallar fram sterka líkamlega tilfinningu fyrir jafnvægisleysi, mögulega flökurleika. Flekinn sjálfur hefur sem tákn margvíslega merkingu. Ekki síst hefur hann sterkar skírskotanir í samtímanum þegar daglega berast fréttir af fólki sem leggur líf og limi í hættu við að fleyta sér milli heimsálfa í einföldum bátkænum með þá von í brjósti að öðlast hamingju og betra líf.“ View this post on Instagram A post shared by Finnbogi Petursson - (@finnbogi_petursson) Upplifunarverk Finnur segir þetta vera svokallað upplifunarverk. „Í rýminu upplifir maður verkið sem er endurvarp frá fleka sem við erum að vinna í að setja út á Húnaflóa og þú upplifir hreyfingu flekans. Síðan gengurðu út úr húsinu og horfir á flekann sem að flýtur út á flóa.“ Á myndinni er verið að draga flekann út á Húnaflóa.Aðsend Menningarverðmæti „Það eru rosa margir vita ekki að hér sé gamall bær, margir sem spída í gegn og stoppa bara á bensínstöðinni,“ segir Finnur og bætir við: „Við viljum beina augum fólks að þessu menningarverðmæti sem bærinn er.“ Sýning Shoplifter á Hrútey í fyrrasumar vakti mikla athygli. „Þetta er eyja í miðri Blöndu sem mjög fáir vissu af en um 6-8000 manns komu. Við erum að reyna að benda fólki á þennan byggðarkjarna sem heitir Blönduós og fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist.“ View this post on Instagram A post shared by Shoplifter (@shoplifterart) Gróska í listum úti á landi Finnur segir viðtökur við listasýningunum hafa verið mjög góðar. „Þetta er auðvitað orðið að föstum punkti hjá fólki sem hefur áhuga á myndlist og er að stabílísérast á þann hátt. Áhuginn hefur einnig aukist innan bæjarins, við erum búin að vera í samstarfi við bæinn og þátttaka bæjarbúa er alltaf að verða meiri og meiri. Það kemur fólki sífellt á óvart hvað það hafa margir áhugi á myndlist.“ Hann segir jákvætt að sjá sífellda aukningu á listasýningum um allt land. „Þetta eru ótrúlega metnaðarfullar listsýningar og það er mikil gróska úti á landi í myndlist og listum,“ segir Finnur og bætir að lokum við að allir séu velkomnir í Hillebrandtshúsið í sumar. View this post on Instagram A post shared by Finnbogi Petursson - (@finnbogi_petursson) Listamaðurinn Finnbogi Pétursson er fæddur árið 1959. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands í Reykjavík og Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi. Verk eftir hann er að finna í opinberum söfnum og einkasöfnum víða um heim. Hann hefur haldið fjölda sýninga heima og erlendis og var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2001. Sýningin verður opin frá klukkan 13:00 - 18:00 alla daga vikunar og stendur til 14. ágúst. Myndlist Menning Húnabyggð Tengdar fréttir „Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. 29. júní 2022 13:30 LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. 28. júní 2022 15:01 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
„Við setjum upp sumarsýningu hverju sinni og erum að gera það núna fimmta sumarið í röð. Fyrst vorum við á bænum Kleifum sem er rétt fyrir utan Blönduós og í fyrra settum við upp sýningu í Hrútey með Shoplifter,“ segir Finnur. Að þessu sinni fer sýningin fram í húsi í gamla bænum á Blönduósi og tekur umhverfið virkan þátt í listrænni heild sýningarinnar. „Þetta er gamalt hús frá þar síðustu öld sem heitir Hillebrandtshúsið og er í eigu bæjarins,“ segir Finnur og bætir við að sýningargestir fari í ævintýraferð um húsið, í gegnum kjallarann og inn í gegnum gólfið. Bylgjur, tækni og sjónræn upplifun Áslaug er sýningarstjóri FLÓA og í texta sýningarinnar segir hún: „Verkið Flói á sér fyrirrennara í mörgum, ef ekki hreinlega öllum fyrri verkum Finnboga en bylgjur af ýmsum gerðum og stærðum eru eitt af hans aðal viðfangsefnum, s.s. ljós, hljóð, rafbylgjur, útvarpsbylgjur, skjálftabylgjur eða bylgjur í vatni. Hér fáum við að upplifa á eigin skinni sjávarföllin þar sem Húnaflóinn og Blanda mætast og það vita allir sem til þekkja að þar eru engir smákraftar á ferð. Tæknin er til staðar, stríðin og viðkvæm. Stór hluti búnaðarins er um borð í fleka, ofurseldur valdi úthafsöldunnar sem rís og hnígur hér utan við ósinn. Upplifunin inni í sjálfri innsetningunni er fyrst og fremst sjónræn en hún kallar fram sterka líkamlega tilfinningu fyrir jafnvægisleysi, mögulega flökurleika. Flekinn sjálfur hefur sem tákn margvíslega merkingu. Ekki síst hefur hann sterkar skírskotanir í samtímanum þegar daglega berast fréttir af fólki sem leggur líf og limi í hættu við að fleyta sér milli heimsálfa í einföldum bátkænum með þá von í brjósti að öðlast hamingju og betra líf.“ View this post on Instagram A post shared by Finnbogi Petursson - (@finnbogi_petursson) Upplifunarverk Finnur segir þetta vera svokallað upplifunarverk. „Í rýminu upplifir maður verkið sem er endurvarp frá fleka sem við erum að vinna í að setja út á Húnaflóa og þú upplifir hreyfingu flekans. Síðan gengurðu út úr húsinu og horfir á flekann sem að flýtur út á flóa.“ Á myndinni er verið að draga flekann út á Húnaflóa.Aðsend Menningarverðmæti „Það eru rosa margir vita ekki að hér sé gamall bær, margir sem spída í gegn og stoppa bara á bensínstöðinni,“ segir Finnur og bætir við: „Við viljum beina augum fólks að þessu menningarverðmæti sem bærinn er.“ Sýning Shoplifter á Hrútey í fyrrasumar vakti mikla athygli. „Þetta er eyja í miðri Blöndu sem mjög fáir vissu af en um 6-8000 manns komu. Við erum að reyna að benda fólki á þennan byggðarkjarna sem heitir Blönduós og fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist.“ View this post on Instagram A post shared by Shoplifter (@shoplifterart) Gróska í listum úti á landi Finnur segir viðtökur við listasýningunum hafa verið mjög góðar. „Þetta er auðvitað orðið að föstum punkti hjá fólki sem hefur áhuga á myndlist og er að stabílísérast á þann hátt. Áhuginn hefur einnig aukist innan bæjarins, við erum búin að vera í samstarfi við bæinn og þátttaka bæjarbúa er alltaf að verða meiri og meiri. Það kemur fólki sífellt á óvart hvað það hafa margir áhugi á myndlist.“ Hann segir jákvætt að sjá sífellda aukningu á listasýningum um allt land. „Þetta eru ótrúlega metnaðarfullar listsýningar og það er mikil gróska úti á landi í myndlist og listum,“ segir Finnur og bætir að lokum við að allir séu velkomnir í Hillebrandtshúsið í sumar. View this post on Instagram A post shared by Finnbogi Petursson - (@finnbogi_petursson) Listamaðurinn Finnbogi Pétursson er fæddur árið 1959. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands í Reykjavík og Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi. Verk eftir hann er að finna í opinberum söfnum og einkasöfnum víða um heim. Hann hefur haldið fjölda sýninga heima og erlendis og var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2001. Sýningin verður opin frá klukkan 13:00 - 18:00 alla daga vikunar og stendur til 14. ágúst.
Myndlist Menning Húnabyggð Tengdar fréttir „Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. 29. júní 2022 13:30 LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. 28. júní 2022 15:01 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
„Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. 29. júní 2022 13:30
LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. 28. júní 2022 15:01
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið