„Grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 12:31 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Stöð 2 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var í viðtali á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands en íslenska liðið er nú á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst þann 6. júlí næstkomandi. „Manni fannst strax eftir leik að seinni hálfleikurinn hafi verið góður og fyrri hálfleikurinn slakur, þannig í grunninn,“ sagði Þorsteinn um vináttulandsleik Íslands og Póllands. Hann hélt svo áfram. „Eftir að horfa á leikinn aftur þá horfir maður miklu jákvæðari augum á fyrri hálfleikinn. Það voru alveg mikið af möguleikum til að búa til dauðafæri, vorum náttúrulega að fá einhver færi en fengum fullt af góðum sénsum til að skapa meira og það var margt jákvætt í fyrri hálfleik líka. Sérstaklega fyrri helmingnum af honum.“ „Auðvitað kom kafli um miðbik og seinni parts fyrri hálfleiks sem var ekkert sérstakur en alls ekki slakur hálfleikur. Ég lít jákvæðum augum á Póllands leikinn að flest öllu leyti.“ Íslenska liðið er nú statt í Þýskalandi. Þorsteinn var spurður út í hverju væri verið að vinan í á þessum síðustu dögum áður en haldið verður til Englands. „Halda áfram að vinna í sóknar- og varnarleik, erum að fara meira yfir í taktíska hluti, skerpa á liðinu og gera okkur klárar fyrir England.“ „Aðstæður eru virkilega góðar, það er mjög heitt. Flott æfingasvæði, fínt hótel og mjög þægilegt að vera hérna. Okkur líður bara vel og ég held að það sé gott fyrir að kúpla okkur aðeins út og svo mætum við fersk til Englands eftir nokkra daga.“ "Í grunninn, til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, og það er raunverulega bara grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik og sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu" - Þorsteinn H. Halldórsson þjálfari A landsliðs kvenna. pic.twitter.com/DEjWrqTyKQ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2022 Að endingu var Þorsteinn spurður út í markmið Íslands á mótinu. „Í grunninn er markmiðið bara að vinna leik, ef við vinnum leik þá er allt hægt. Í fyrsta lagi þurfum við bara að mæta í fyrsta leik og reyna vinna hann, svo er næsti leikur og við þurfum að reyna vinna hann. Svo gengur þetta koll af kolli svoleiðis.“ Í grunninn til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, það er raunverulega grunnmarkmiðið, að byrja á að vinna einn fótboltaleik. Sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu, hvað við getum gert eftir það.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Sjá meira
„Manni fannst strax eftir leik að seinni hálfleikurinn hafi verið góður og fyrri hálfleikurinn slakur, þannig í grunninn,“ sagði Þorsteinn um vináttulandsleik Íslands og Póllands. Hann hélt svo áfram. „Eftir að horfa á leikinn aftur þá horfir maður miklu jákvæðari augum á fyrri hálfleikinn. Það voru alveg mikið af möguleikum til að búa til dauðafæri, vorum náttúrulega að fá einhver færi en fengum fullt af góðum sénsum til að skapa meira og það var margt jákvætt í fyrri hálfleik líka. Sérstaklega fyrri helmingnum af honum.“ „Auðvitað kom kafli um miðbik og seinni parts fyrri hálfleiks sem var ekkert sérstakur en alls ekki slakur hálfleikur. Ég lít jákvæðum augum á Póllands leikinn að flest öllu leyti.“ Íslenska liðið er nú statt í Þýskalandi. Þorsteinn var spurður út í hverju væri verið að vinan í á þessum síðustu dögum áður en haldið verður til Englands. „Halda áfram að vinna í sóknar- og varnarleik, erum að fara meira yfir í taktíska hluti, skerpa á liðinu og gera okkur klárar fyrir England.“ „Aðstæður eru virkilega góðar, það er mjög heitt. Flott æfingasvæði, fínt hótel og mjög þægilegt að vera hérna. Okkur líður bara vel og ég held að það sé gott fyrir að kúpla okkur aðeins út og svo mætum við fersk til Englands eftir nokkra daga.“ "Í grunninn, til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, og það er raunverulega bara grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik og sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu" - Þorsteinn H. Halldórsson þjálfari A landsliðs kvenna. pic.twitter.com/DEjWrqTyKQ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2022 Að endingu var Þorsteinn spurður út í markmið Íslands á mótinu. „Í grunninn er markmiðið bara að vinna leik, ef við vinnum leik þá er allt hægt. Í fyrsta lagi þurfum við bara að mæta í fyrsta leik og reyna vinna hann, svo er næsti leikur og við þurfum að reyna vinna hann. Svo gengur þetta koll af kolli svoleiðis.“ Í grunninn til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, það er raunverulega grunnmarkmiðið, að byrja á að vinna einn fótboltaleik. Sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu, hvað við getum gert eftir það.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Sjá meira