Tælandi tölvutorg eða raunverulega vinsæl torg? Gró Einarsdóttir skrifar 23. júlí 2022 07:00 Berleggjuð kona í hvítum kjól og sambýlismaður með uppbrettar skyrtuermar og sólgleraugu eiga í djúpum samræðum á rölti sínu um bæinn. Skammt frá heldur maður ástúðlega utan um unnustu sína á meðan þau labba í takt yfir götuna. Á undan þeim labbar kona með sólhatt og bók í hönd með ekkert nema í slökun á dagskrá. Það er heitt og logn. Hvert sem litið er fallegt, léttklætt og hamingjusamt fólk. Allt iðar að lífi við þetta velheppnaða torg i hjarta Reykjavíkur. Eða hvað? Það sjá það flestir að lýsingin á lítið skylt við veruleikann. Dagana sem ég hef gengið um berleggjuð í miðbæ Reykjavíkurborgar get ég talið á fingrum annarrar handar og sólhattar fjúka burt ef maður rígheldur ekki í þá. Nei, þetta er ekki lýsing á raunveruleikanum heldur á tölvuteiknuðum skipulagsteikningum. Tölvutorg eru alltaf vel heppnuð. Tölvutorg eru alltaf iðandi af mannlífi. Enda eru torg sem ætla sér eitthvað annað einhverskonar ótorg sem skilja ekki tilgang sinn. Að kveikja raunverulegt líf En hvað er það sem laðar að mannlíf? Einn helsti fræðimaðurinn á þessu sviði, William H. Whyte, orðaði það ágætlega þegar hann sagði: “Það sem laðar að fólk, er að því er virðist, annað fólk”. Torg sem eru tóm gefa til kynna hið sama og tómur veitingastaður: Það hlýtur að vera eitthvað bogið við þennan stað fyrst enginn annar er þar… En hvernig fær maður fólk til að byrja að koma? Er það bara tilviljun hvaða torg uppfylla loforð tölvuteiknuðu torganna? Heppni eða óheppni sem ræður för? Er það tilviljun að Hjartagarðurinn er “misheppnuð tilraun” á meðan Óðinstorg er lifandi? Hefði enginn getað spáð fyrir um það að torgið við Tollhúsið á Tryggvagötu yrði ekki jafn líflegt og Káratorg? Til að skilja hvað gerir torg lifandi er ekki nóg að huga bara að efnisvali og kostnaði. Það verður að átta sig á fólki. Hvað fólk vill, hvað fólk gerir. Í því var Whyte einmitt sérfræðingur. Hann greindi ekki bara skipulag heldur fylgdist líka með fólki til að skilja hvað gæðir torg lífi. Í bók sinni, „The social life of small urban space“, leggur hann áherslu á átta megin þætti sem gæða torg lífi: Á lifandi torgum er oft á tíðum vatn eins og gosbrunnar eða buslulaugar, þau liggja oft við fjölfarnar götur, þau eru skjólgóð, sólrík og full af gróðri og trjám. Á lifandi torgum er hægt að sitja, fá sér góðan mat og skemmta sér við eitthvað. Torg geta verið vel heppnuð án þess að tikka í öll boxin, og hver þáttur fyrir sig hefur án efa mismikið vægi, en í grófum dráttum er hægt að segja að því fleiri af þessum eiginleikum sem torgið hefur, þeim mun meiri líkur eru á að það skapi líf. Torg sem tikka í boxin Hvernig standa Óðinstorg, Káratorg, Hjartagarðurinn og torgið hjá Tollhúsinu sig hvað þessa þætti varðar? Óðinstorg Vatn: Ekkert vatn Fjölfarin gata: Er nálægt Skólavörðustíg og sést frá götunni. Skjól: Gott skjól af húsunum Sól: Mjög sólríkt Skemmtun: Lítið leiksvæði fyrir börn Tré: Ágætis magn gróðurs Matur: Veitingastaður og bar Sæti: Tröppur sem virka, fjöldinn allur af sætum Niðurstaða: Tikkar í nær öll box, og telst til vel heppnaðs torgs í reynd Káratorg Vatn: Ekkert vatnssvæði Tré: Við torgið eru blómapottar, en mætti vera meiri gróður Fjölfarin gata: Nálægt bæði Laugavegi og Skólavörðustíg Skjól: Já, gott skjól frá húsum Sól: Já, góður sólarblettur Skemmtun: Leiksvæði fyrir börn Matur: Kaffihús og bakarí Sæti: Tröppusæti Niðurstaða: Tikkar í nær öll box, og telst til vel heppnaðs torgs. Torg við Tollhúsið á Tryggvagötu Vatn: Nei Matur: Nei Tré: Nei Skemmtun: Nei. Listaverkið er aðal yndið til að horfa á, en flestir bekkir snúa manni frá því Sól: Það er sól fyrripartinn, en líklegt að fleiri séu seinnipartinn Skjól: Niðri við höfnina blæs hafgolan, en torgið er líka of opið til hliðanna til að það myndist skjól Fjölfarin gata: Nálægt öðrum fjölförnum stöðum Sæti: Mjög mikið af sætum Niðurstaða: Tikkar í fá box og er lítið notað torg Hjartagarðurinn Vatn: Nei, ekkert vatn. Tré: Það er vissulega gróður í blómapottum, en það er mun minni gróður en var fyrir breytinguna. Aðal yfirbragðið er grá stétt. Skemmtun: Stundum eru viðburðir og þá gengur vel, en þeir eru ekki reglulegir. Áður var leiksvæði fyrir börn og sjálfsprottin starfsemi. Sæti: Stólum hefur verið bætt við eftirá, og einhverjir bekkir, en ekkert í líkingu við sætaframboðið á torgunum að ofan Matur: Það er vissulega matur en starfsemin hefur átt á brattan að sækja Fjölfarin gata: Sést frá Laugavegi Skjól: Gott skjól Sól: Getur verið sólríkt Niðurstaða: Tikkar ekki í nógu mörg box, enda ekki nógu lifandi torg. Að horfa til þess sem virkar Hjálmar Sveinsson, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar, nefnir að það hafi verið ákveðin ráðgáta af hverju Hjartagarðurinn hafi ekki heppnast betur. Ég efast ekki um að skipulags teikningarnar hafi verið fullar af mannlífi. En þegar tölvuteiknað mannlíf byggir ekki á öðru en vonum og þrám arkitektanna, þá gætu þetta alveg eins verið álfar og hobbitar sem arka um götur og torg. Fullyrðingar um að torg verði lifandi þurfa að byggja á einhverju öðru en að hönnuðir teikni inn fólk á torgin. Þær verða að byggja á rannsóknum á lifandi torgum. Á þörfum, gildum, væntri starfsemi og á rannsóknum á því hvernig torg eru nýtt í reynd. Það er dýrt grín að búa til dauð torg. Torg sem eru ekki lifandi þjóna ekki tilgangi sínum. Hið sorglega er að Hjartagarðurinn var áður lifandi torg sem tikkaði einmitt í mörg af þessum átta boxum Whytes. Þar sem áður var leiksvæði fyrir börn er núna ekkert fyrir þau. Þar sem áður var sjálfsprottin listsköpun þarf nú að skipuleggja kostnaðarsama viðburði til að draga þangað fólk. Þar sem áður var gras og tré er núna stétt. Hjálmar nefnir að uppi séu hugmyndir um að setja gosbrunn á svæðið og það gæti vissulega skapað meira líf. Kaupmenn á svæðinu nefna að líf skapist við skipulagða viðburði, enda hentar svæðið vel til slíks. En það væri heldur ekki vitlaust að horfa til þess sem virkaði áður: meiri gróður, leiksvæði fyrir börn og rými fyrir listsköpun. Hjartagarðurinn var áður garður sem tikkaði í boxin! Höfundur er doktor í félagssálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gró Einarsdóttir Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Berleggjuð kona í hvítum kjól og sambýlismaður með uppbrettar skyrtuermar og sólgleraugu eiga í djúpum samræðum á rölti sínu um bæinn. Skammt frá heldur maður ástúðlega utan um unnustu sína á meðan þau labba í takt yfir götuna. Á undan þeim labbar kona með sólhatt og bók í hönd með ekkert nema í slökun á dagskrá. Það er heitt og logn. Hvert sem litið er fallegt, léttklætt og hamingjusamt fólk. Allt iðar að lífi við þetta velheppnaða torg i hjarta Reykjavíkur. Eða hvað? Það sjá það flestir að lýsingin á lítið skylt við veruleikann. Dagana sem ég hef gengið um berleggjuð í miðbæ Reykjavíkurborgar get ég talið á fingrum annarrar handar og sólhattar fjúka burt ef maður rígheldur ekki í þá. Nei, þetta er ekki lýsing á raunveruleikanum heldur á tölvuteiknuðum skipulagsteikningum. Tölvutorg eru alltaf vel heppnuð. Tölvutorg eru alltaf iðandi af mannlífi. Enda eru torg sem ætla sér eitthvað annað einhverskonar ótorg sem skilja ekki tilgang sinn. Að kveikja raunverulegt líf En hvað er það sem laðar að mannlíf? Einn helsti fræðimaðurinn á þessu sviði, William H. Whyte, orðaði það ágætlega þegar hann sagði: “Það sem laðar að fólk, er að því er virðist, annað fólk”. Torg sem eru tóm gefa til kynna hið sama og tómur veitingastaður: Það hlýtur að vera eitthvað bogið við þennan stað fyrst enginn annar er þar… En hvernig fær maður fólk til að byrja að koma? Er það bara tilviljun hvaða torg uppfylla loforð tölvuteiknuðu torganna? Heppni eða óheppni sem ræður för? Er það tilviljun að Hjartagarðurinn er “misheppnuð tilraun” á meðan Óðinstorg er lifandi? Hefði enginn getað spáð fyrir um það að torgið við Tollhúsið á Tryggvagötu yrði ekki jafn líflegt og Káratorg? Til að skilja hvað gerir torg lifandi er ekki nóg að huga bara að efnisvali og kostnaði. Það verður að átta sig á fólki. Hvað fólk vill, hvað fólk gerir. Í því var Whyte einmitt sérfræðingur. Hann greindi ekki bara skipulag heldur fylgdist líka með fólki til að skilja hvað gæðir torg lífi. Í bók sinni, „The social life of small urban space“, leggur hann áherslu á átta megin þætti sem gæða torg lífi: Á lifandi torgum er oft á tíðum vatn eins og gosbrunnar eða buslulaugar, þau liggja oft við fjölfarnar götur, þau eru skjólgóð, sólrík og full af gróðri og trjám. Á lifandi torgum er hægt að sitja, fá sér góðan mat og skemmta sér við eitthvað. Torg geta verið vel heppnuð án þess að tikka í öll boxin, og hver þáttur fyrir sig hefur án efa mismikið vægi, en í grófum dráttum er hægt að segja að því fleiri af þessum eiginleikum sem torgið hefur, þeim mun meiri líkur eru á að það skapi líf. Torg sem tikka í boxin Hvernig standa Óðinstorg, Káratorg, Hjartagarðurinn og torgið hjá Tollhúsinu sig hvað þessa þætti varðar? Óðinstorg Vatn: Ekkert vatn Fjölfarin gata: Er nálægt Skólavörðustíg og sést frá götunni. Skjól: Gott skjól af húsunum Sól: Mjög sólríkt Skemmtun: Lítið leiksvæði fyrir börn Tré: Ágætis magn gróðurs Matur: Veitingastaður og bar Sæti: Tröppur sem virka, fjöldinn allur af sætum Niðurstaða: Tikkar í nær öll box, og telst til vel heppnaðs torgs í reynd Káratorg Vatn: Ekkert vatnssvæði Tré: Við torgið eru blómapottar, en mætti vera meiri gróður Fjölfarin gata: Nálægt bæði Laugavegi og Skólavörðustíg Skjól: Já, gott skjól frá húsum Sól: Já, góður sólarblettur Skemmtun: Leiksvæði fyrir börn Matur: Kaffihús og bakarí Sæti: Tröppusæti Niðurstaða: Tikkar í nær öll box, og telst til vel heppnaðs torgs. Torg við Tollhúsið á Tryggvagötu Vatn: Nei Matur: Nei Tré: Nei Skemmtun: Nei. Listaverkið er aðal yndið til að horfa á, en flestir bekkir snúa manni frá því Sól: Það er sól fyrripartinn, en líklegt að fleiri séu seinnipartinn Skjól: Niðri við höfnina blæs hafgolan, en torgið er líka of opið til hliðanna til að það myndist skjól Fjölfarin gata: Nálægt öðrum fjölförnum stöðum Sæti: Mjög mikið af sætum Niðurstaða: Tikkar í fá box og er lítið notað torg Hjartagarðurinn Vatn: Nei, ekkert vatn. Tré: Það er vissulega gróður í blómapottum, en það er mun minni gróður en var fyrir breytinguna. Aðal yfirbragðið er grá stétt. Skemmtun: Stundum eru viðburðir og þá gengur vel, en þeir eru ekki reglulegir. Áður var leiksvæði fyrir börn og sjálfsprottin starfsemi. Sæti: Stólum hefur verið bætt við eftirá, og einhverjir bekkir, en ekkert í líkingu við sætaframboðið á torgunum að ofan Matur: Það er vissulega matur en starfsemin hefur átt á brattan að sækja Fjölfarin gata: Sést frá Laugavegi Skjól: Gott skjól Sól: Getur verið sólríkt Niðurstaða: Tikkar ekki í nógu mörg box, enda ekki nógu lifandi torg. Að horfa til þess sem virkar Hjálmar Sveinsson, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar, nefnir að það hafi verið ákveðin ráðgáta af hverju Hjartagarðurinn hafi ekki heppnast betur. Ég efast ekki um að skipulags teikningarnar hafi verið fullar af mannlífi. En þegar tölvuteiknað mannlíf byggir ekki á öðru en vonum og þrám arkitektanna, þá gætu þetta alveg eins verið álfar og hobbitar sem arka um götur og torg. Fullyrðingar um að torg verði lifandi þurfa að byggja á einhverju öðru en að hönnuðir teikni inn fólk á torgin. Þær verða að byggja á rannsóknum á lifandi torgum. Á þörfum, gildum, væntri starfsemi og á rannsóknum á því hvernig torg eru nýtt í reynd. Það er dýrt grín að búa til dauð torg. Torg sem eru ekki lifandi þjóna ekki tilgangi sínum. Hið sorglega er að Hjartagarðurinn var áður lifandi torg sem tikkaði einmitt í mörg af þessum átta boxum Whytes. Þar sem áður var leiksvæði fyrir börn er núna ekkert fyrir þau. Þar sem áður var sjálfsprottin listsköpun þarf nú að skipuleggja kostnaðarsama viðburði til að draga þangað fólk. Þar sem áður var gras og tré er núna stétt. Hjálmar nefnir að uppi séu hugmyndir um að setja gosbrunn á svæðið og það gæti vissulega skapað meira líf. Kaupmenn á svæðinu nefna að líf skapist við skipulagða viðburði, enda hentar svæðið vel til slíks. En það væri heldur ekki vitlaust að horfa til þess sem virkaði áður: meiri gróður, leiksvæði fyrir börn og rými fyrir listsköpun. Hjartagarðurinn var áður garður sem tikkaði í boxin! Höfundur er doktor í félagssálfræði.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun