Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Ólafur Björn Sverrisson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 26. júlí 2022 07:38 Svona var umhorfs eftir sprengjuárásir Rússa á Odesa-höfn á laugardagsmorgun. epa Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. Serhiy Bratsjuk, talsmaður hersins í Odesa, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að eldflaugum hafi verið skotið á borgina frá herþotum, án þess að tilgreina fjölda flauga eða tjón. Bratsjuk boðar frekari upplýsingar innan skamms. Rússar gerðu síðast eldflaugaárás á Odesa á laugardagsmorgun, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. Í samningum voru ákvæði um að Rússar myndu ekki gera loftárásir á hafnir í Úkraínu svo hægt væri að koma rúmum 20 milljón tonnum af korni og öðrum landbúnaðarvörum út á heimsmarkað. Ráðgert var að þeir flutningar myndu fyrst og fremst fara í gegnum höfn Odesa. Selenskí Úkraínuforseti sakaði Rússa um villimennsku í kjölfar árásanna og sagði þær sýna að Rússar muni svíkja öll loforð. Borgarsjtjóri Kharkiv greinir frá því á Telegram að Rússar hafi varpað sprengjum á íbúðahverfi í borginni í nótt. Þá hafi sprengjum verið varpað á íbúða- og verslunarhverfi í borginni um fimmleytið í morgun að staðartíma. Þá greinir borgarstjóri Mykolaív einnig frá því á Telegram í morgun að miklar sprengingar hafi heyrst í borginni í nótt. Hann hvatti borgarbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Serhiy Bratsjuk, talsmaður hersins í Odesa, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að eldflaugum hafi verið skotið á borgina frá herþotum, án þess að tilgreina fjölda flauga eða tjón. Bratsjuk boðar frekari upplýsingar innan skamms. Rússar gerðu síðast eldflaugaárás á Odesa á laugardagsmorgun, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. Í samningum voru ákvæði um að Rússar myndu ekki gera loftárásir á hafnir í Úkraínu svo hægt væri að koma rúmum 20 milljón tonnum af korni og öðrum landbúnaðarvörum út á heimsmarkað. Ráðgert var að þeir flutningar myndu fyrst og fremst fara í gegnum höfn Odesa. Selenskí Úkraínuforseti sakaði Rússa um villimennsku í kjölfar árásanna og sagði þær sýna að Rússar muni svíkja öll loforð. Borgarsjtjóri Kharkiv greinir frá því á Telegram að Rússar hafi varpað sprengjum á íbúðahverfi í borginni í nótt. Þá hafi sprengjum verið varpað á íbúða- og verslunarhverfi í borginni um fimmleytið í morgun að staðartíma. Þá greinir borgarstjóri Mykolaív einnig frá því á Telegram í morgun að miklar sprengingar hafi heyrst í borginni í nótt. Hann hvatti borgarbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira