Sænskt C-deildarlið telur að það hafi sett nýtt heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2022 11:00 Leikmenn sænska knattspyrnufélagsins Torns IF fagna marki. Instagram/@tornsif Sænska knattspyrnufélagið Torns IF, spilar í sænsku C-deildinni en heldur því engu að síður fram að það hafi sett heimsmet. Félagið er þó ekki búið að hafa samband við Guinness Book of Records. Heimsmetið sem þetta litla félag af Skáni í Suður-Svíþjóð montar sig af þessa dagana er fjöldi marka sem leikmenn liðsins hafa skorað á eigin vallarhelmingi. Það eru fjögur ár síðan Torns komst fyrst upp í sænsku C-deildina og á þessum tíma hefur liðið skorað fjórum sinnum með skoti fyrir aftan miðlínuna. Síðasta markið kom um helgina þegar Amin Al-Hamawi skoraði fyrir aftan miðju í 4-1 sigri á Qviding. Eftir leikinn birti Torns IF þetta myndband hér fyrir neðan á Twitter síðu sinni og sagðist þar hafa uppfært heimsmetsmyndband sitt. Efter Amins långskott mot Qviding har vi uppdaterat vår världsrekordfilm. Håll till godo! pic.twitter.com/M0cRAfeSU1— Torns IF (@TornsIF1965) August 7, 2022 Fyrsta mark félagsins á fyrsta tímabili þess í sænsku C-deildinni var skot úr aukaspyrnu af sjötíu metra færi. „Einu sinni er tilviljun, tvisvar ... kannski en ekki þrisvar eða fjórum sinnum. Þá er það kannski engin tilviljun lengur. Einn leikmann okkar sagði við Amin í hálfleik að markvörðurinn þeirra færi mikið úr markinu og hann ætti að hafa auga fyrir því,“ sagði Richard Ringhov, þjálfari liðsins við Aftonbladet. „Við settum fram áskorun á önnur félög á Twitter til að segja frá öðru eins markaskori fyrir aftan miðju en enginn hefur svarað. Við vonumst til að vera eina félagið sem hefur afrekað svona. Það er alltaf gaman að vera einstakur í einhverju,“ sagði Ringhov. „Ég bað Twitter fólkið okkar að hafa samband við Guinness Book of Records. Kannski á þetta skilið að fara þangað inn og það væri frábært,“ sagði Ringhov. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Heimsmetið sem þetta litla félag af Skáni í Suður-Svíþjóð montar sig af þessa dagana er fjöldi marka sem leikmenn liðsins hafa skorað á eigin vallarhelmingi. Það eru fjögur ár síðan Torns komst fyrst upp í sænsku C-deildina og á þessum tíma hefur liðið skorað fjórum sinnum með skoti fyrir aftan miðlínuna. Síðasta markið kom um helgina þegar Amin Al-Hamawi skoraði fyrir aftan miðju í 4-1 sigri á Qviding. Eftir leikinn birti Torns IF þetta myndband hér fyrir neðan á Twitter síðu sinni og sagðist þar hafa uppfært heimsmetsmyndband sitt. Efter Amins långskott mot Qviding har vi uppdaterat vår världsrekordfilm. Håll till godo! pic.twitter.com/M0cRAfeSU1— Torns IF (@TornsIF1965) August 7, 2022 Fyrsta mark félagsins á fyrsta tímabili þess í sænsku C-deildinni var skot úr aukaspyrnu af sjötíu metra færi. „Einu sinni er tilviljun, tvisvar ... kannski en ekki þrisvar eða fjórum sinnum. Þá er það kannski engin tilviljun lengur. Einn leikmann okkar sagði við Amin í hálfleik að markvörðurinn þeirra færi mikið úr markinu og hann ætti að hafa auga fyrir því,“ sagði Richard Ringhov, þjálfari liðsins við Aftonbladet. „Við settum fram áskorun á önnur félög á Twitter til að segja frá öðru eins markaskori fyrir aftan miðju en enginn hefur svarað. Við vonumst til að vera eina félagið sem hefur afrekað svona. Það er alltaf gaman að vera einstakur í einhverju,“ sagði Ringhov. „Ég bað Twitter fólkið okkar að hafa samband við Guinness Book of Records. Kannski á þetta skilið að fara þangað inn og það væri frábært,“ sagði Ringhov.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira