Skærin sett í frost Elísabet Hanna skrifar 15. ágúst 2022 15:30 Hárgreiðslumeistarinn Ásgeir hefur sett skærin í frost, í bili. John Smith Hárgreiðslumeistarinn Ásgeir Hjartarson hefur sett skærin í frost í bili eftir að hafa tekið að sér nýtt verkefni við að hanna og reka veitingastaðinn Black Dragon Rvk við Hafnartorg. Kokkarnir Hjörtur Saithong Ingþórsson og Guðmundur Ágúst Heiðarsson koma til með að standa vaktina í eldhúsinu. „Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á innanhúsarkitektur og hönnun og sérstaklega haft áhuga á hvernig veitingastaðir líta út að innan,“ segir hann um upptökin að þessu nýja og stóra verkefni. „Veitingastaðir yfir höfuð hafa alltaf heillað mig einhverra hluta vegna og er búinn að hugsa lengi um það að opna stað.“ „Við í skýjunum að fá að vera hluti af þessari uppbyggingu á þessu fallega svæði með staðinn okkar þar innanborðs og hlökkum við mikið til að taka á móti fólki,“ segir Ásgeir um staðinn sem er staðsettur í Gallery Reykjavík. „Þetta finnst mér gríðarlega spennandi staðsetning, við höfnina sem ég elska, með allann sinn sjarma.“ Ásgeir Hjartarson er hæstánægður með staðsetninguna.Vísir/Vilhelm Innblástur frá Blade Runner og Indiana Jones „Útlitið er fágað í bland við 1920 vibez eða þennann fræga áratug sem Gatsby var uppá sig besta, ég gjörsamlega elska þetta tímabil og stafirnir okkar eru einmitt í þessum stíl,“ segir Ásgeir sem sækir einnig innblástur í kvikmyndirnar Blade Runner og Indiana Jones. „Ég gjörsamlega elska austurlenskan mat, hvort sem hann er frá Japan, Thailandi, Víetnam eða kína og sterkar súpur koma þar fremst. Mig langar að bræða þetta saman við hina fáguðu frönska matargerð sem ég elska líka og úr verður einhversskonar french/asian fusion og staðurinn Black Dragon er fæddur. En því má bæta við að við ætlum líka að heiðra íslensk hráefni í matargerðina með skemmtilegum hætti.“ Kokkarnir Hjörtur Saithong Ingþórsson og Guðmundur Ágúst Heiðarsson ásamt Ásgeiri.John Smith Las grein um franska trúboða „Ég gekk með þennann draum í maganum í þónokkur ár en fann aldrei þetta rétta concept og það var ekki fyrr en um rúmlega ári síðan sem ég les grein um þegar franskir trúboðar komu til vietnam og voru að boða trú sína til innfæddra snemma á 17. öld. Frakkarnir ílengdust þarna og stofnuðu síðan indókína sambandið árið 1887 sem varð til þess að frönsku áhrifin voru þarna næstu 70 árin eða svo. Matargerðin og sérstaklega hráefnin breyttust til muna og úr varð þessi skemmtilegi bræðingur franskrar og asískrar matargerðar. Kartöflur voru til dæmis bara svínafóður í augum frakka og smjör var ekki til eða notað í matargerð fyrr en frakkarnir komu, ásamt ýmsum gerðum af grænmeti sem er ennþá notað í dag.“ Opnuðu fyrir helgi Staðurinn opnaði á föstudaginn og samkvæmt Ásgeiri fór opnunin fram úr öllum væntingum. „Viðbrögðin við matnum voru frábær, þetta var bara success, það er bara þannig. Við erum mega sáttir með þetta og vonum að þetta haldi svona áfram.“ Ásgeir segir þá nú þegar hafa fundið rokkstjörnuna á matseðlinum sem séu Bao Buns. „Við erum í heildina litið í skýjunum með þetta allt saman.“ Hann segir viðbrögð gesta við staðnum hafa gefið honum gott í hjartað: „Mér tókst ætlunarverkið að ná fram þessum ákveðna anda á staðnum og er gríðarlega sáttur og stoltur af því.“ Tíska og hönnun Reykjavík Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi. 10. ágúst 2022 13:01 Ellefu nýjar verslanir og veitingastaðir opnaðir eftir nokkrar vikur Her iðnaðarmanna leggur þessa dagana lokahönd á nýtt torg í miðborginni. Þar taka ellefu nýir veitingastaðir og verslanir til starfa eftir um fimm vikur. 2. júní 2022 19:21 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
„Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á innanhúsarkitektur og hönnun og sérstaklega haft áhuga á hvernig veitingastaðir líta út að innan,“ segir hann um upptökin að þessu nýja og stóra verkefni. „Veitingastaðir yfir höfuð hafa alltaf heillað mig einhverra hluta vegna og er búinn að hugsa lengi um það að opna stað.“ „Við í skýjunum að fá að vera hluti af þessari uppbyggingu á þessu fallega svæði með staðinn okkar þar innanborðs og hlökkum við mikið til að taka á móti fólki,“ segir Ásgeir um staðinn sem er staðsettur í Gallery Reykjavík. „Þetta finnst mér gríðarlega spennandi staðsetning, við höfnina sem ég elska, með allann sinn sjarma.“ Ásgeir Hjartarson er hæstánægður með staðsetninguna.Vísir/Vilhelm Innblástur frá Blade Runner og Indiana Jones „Útlitið er fágað í bland við 1920 vibez eða þennann fræga áratug sem Gatsby var uppá sig besta, ég gjörsamlega elska þetta tímabil og stafirnir okkar eru einmitt í þessum stíl,“ segir Ásgeir sem sækir einnig innblástur í kvikmyndirnar Blade Runner og Indiana Jones. „Ég gjörsamlega elska austurlenskan mat, hvort sem hann er frá Japan, Thailandi, Víetnam eða kína og sterkar súpur koma þar fremst. Mig langar að bræða þetta saman við hina fáguðu frönska matargerð sem ég elska líka og úr verður einhversskonar french/asian fusion og staðurinn Black Dragon er fæddur. En því má bæta við að við ætlum líka að heiðra íslensk hráefni í matargerðina með skemmtilegum hætti.“ Kokkarnir Hjörtur Saithong Ingþórsson og Guðmundur Ágúst Heiðarsson ásamt Ásgeiri.John Smith Las grein um franska trúboða „Ég gekk með þennann draum í maganum í þónokkur ár en fann aldrei þetta rétta concept og það var ekki fyrr en um rúmlega ári síðan sem ég les grein um þegar franskir trúboðar komu til vietnam og voru að boða trú sína til innfæddra snemma á 17. öld. Frakkarnir ílengdust þarna og stofnuðu síðan indókína sambandið árið 1887 sem varð til þess að frönsku áhrifin voru þarna næstu 70 árin eða svo. Matargerðin og sérstaklega hráefnin breyttust til muna og úr varð þessi skemmtilegi bræðingur franskrar og asískrar matargerðar. Kartöflur voru til dæmis bara svínafóður í augum frakka og smjör var ekki til eða notað í matargerð fyrr en frakkarnir komu, ásamt ýmsum gerðum af grænmeti sem er ennþá notað í dag.“ Opnuðu fyrir helgi Staðurinn opnaði á föstudaginn og samkvæmt Ásgeiri fór opnunin fram úr öllum væntingum. „Viðbrögðin við matnum voru frábær, þetta var bara success, það er bara þannig. Við erum mega sáttir með þetta og vonum að þetta haldi svona áfram.“ Ásgeir segir þá nú þegar hafa fundið rokkstjörnuna á matseðlinum sem séu Bao Buns. „Við erum í heildina litið í skýjunum með þetta allt saman.“ Hann segir viðbrögð gesta við staðnum hafa gefið honum gott í hjartað: „Mér tókst ætlunarverkið að ná fram þessum ákveðna anda á staðnum og er gríðarlega sáttur og stoltur af því.“
Tíska og hönnun Reykjavík Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi. 10. ágúst 2022 13:01 Ellefu nýjar verslanir og veitingastaðir opnaðir eftir nokkrar vikur Her iðnaðarmanna leggur þessa dagana lokahönd á nýtt torg í miðborginni. Þar taka ellefu nýir veitingastaðir og verslanir til starfa eftir um fimm vikur. 2. júní 2022 19:21 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi. 10. ágúst 2022 13:01
Ellefu nýjar verslanir og veitingastaðir opnaðir eftir nokkrar vikur Her iðnaðarmanna leggur þessa dagana lokahönd á nýtt torg í miðborginni. Þar taka ellefu nýir veitingastaðir og verslanir til starfa eftir um fimm vikur. 2. júní 2022 19:21