„Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2022 13:00 Pétur Geir Magnússon opnar listasýningu í dag. Snorri Björns Listamaðurinn Pétur Geir Magnússon sækir innblástur í náttúruna í sköpun sinni. Hann hefur komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina og hefur augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Amma hans og afi höfðu mótandi áhrif á myndlistarferil hans en Pétur Geir opnar listasýningu sína Annarskonar Annaspann í dag klukkan 14:00. Blaðamaður tók púlsinn á Pétri Geir og fékk að heyra nánar frá sýningunni og sköpunargleðinni. Hvenær byrjaðir þú fyrst að skapa list? Ég teiknaði mikið sem krakki en ég ímyndaði mér aldrei að hægt væri að gera það að atvinnu. Ég ætlaði að verða arkitekt þegar ég var 10 ára en endaði í grafík, bara einni hæð ofar í Listaháskólanum svo þetta var nú ekkert fjarri lagi. Ég hef komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina, var lengi í dansi, syng með Bartónum, hef verið í leiklist, söngleikjum, upptökum, sketsagerð, kvikmyndum og fleira. Amma mín var dugleg að fara með mig á listasöfn og láta mig gera eitthvað skapandi. Afi gaf mér trönur og olíumálningardótið sitt árið 2016 þegar hann fór á elliheimili. Þetta fékk að bíða ósnert inni í herbergi um skeið en svo kom að því að ég tók þetta upp og hef nánast ekki hætt síðan. Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið. Eftir að ég byrjaði í grafíkinni þá hefur stílinn þróast og ég hef lært ýmislegt með árunum. View this post on Instagram A post shared by Pe tur Geir Magnu sson (@peturgeirm) Hvaðan sækir þú innblástur í myndlistinni? Náttúran er helsti innblásturinn í sköpuninni en innblásturinn kemur alls staðar að. Ég skoða ýmislegt og hef augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Ég fer mikið á listasöfn, gallerí og bókasöfn og núna þegar ég bý í Stokkhólmi er sænsk myndlist ofarlega í huga. Nokkrir gamlir íslenskir snillingar ná samt hvað mest til mín eins og Sigurjón Ólafsson, Þorvaldur Skúlason, Gerður Helgadóttir, Ásmundur Sveinsson og fleiri sem hafa áhrif á sköpunina og mótað mig. View this post on Instagram A post shared by Pe tur Geir Magnu sson (@peturgeirm) Hver var kveikjan að sýningu þinni? Sýningin Annarskonar Annaspann sprettur upp úr flutningunum mínum til Stokkhólms síðasta haust. Þegar maður flytur á nýjan stað tekur maður eftir litum, formum og birtu sem síast inn í vitundina og kemur sér fyrir í sköpuninni. Ég er umkringdur gróðri á hverjum degi og það sem stendur upp úr eru skógar, tré og blóm og má sjá það í mótífum sýningarinnar. Sagan á bak við lágmyndirnar er lengri. Föðurbróðir minn bjó í Engihjalla 11 og á blokkinni var stór lágmynd eftir Sigurjón Ólafsson. Þegar ég sá hana sem krakki þá fannst mér hún svo áhugaverð og skildi ekki afhverju þetta væri ekki á fleiri húsum. Svo fór ég að taka eftir lágmyndum á fleiri húsum og þetta æxlaðist hálfpartinn út í feluleik við sjálfan mig. Fór að koma auga á þær hér og þar. Þegar ég fékk síma með myndavél fór ég að taka myndir af þeim en ekki með neinn sérstakan tilgang. Þegar ég skrifaði ritgerð í Listaháskólanum ákvað ég að kafa dýpra í þetta leynda áhugamál mitt og skrifaði um sögu steinsteypulágmynda á Íslandi. Ég gerði mína eigin lágmynd í útskriftarverkefni því ég vildi þróa lágmyndina með nútímatækni og notaði þrívíddarmódel og tölvustýrðan fræsara. Þetta var tilraun til að koma þessu listformi inn í nútímann. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla og fór að hugsa leiðir til að koma lágmyndinni í aðgengilegra form svo verkin gætu verið inn í stofu hjá fólki. Ég vildi fá þessa dýpt inn í verkin. Ég færði mig úr steypunni og yfir í viðinn og nota laserskera til að skera út formin. Pétur Geir að vinnu í Svíþjóð.Aðsend Vinnurðu alltaf eftir ákveðnu ferli? Ég byrja allt með blýanti, hann mun aldrei missa gildið sitt, og ég geng um með litla vasabók sem kemur sér vel í metro í stórborginni, strætó og á rólegum stundum. Ég tek teikningarnar svo lengra í tölvunni og prófa litasamsetningar. Síðan nota ég laserskera og tölvustýrðan fræsara til að skera formin út. Vinnuferlið við gerð lágmyndanna er í mikilli gerjun og er alltaf að breytast og slípast til. Ég legg mikið upp úr þróun í ferlinu og leyfi mér tilraunasemi en ég hef mikið pælt í því hvernig ég get gert þetta ferli nútímalegra. Ég hef líka verið að tölvuteikna og gera skúlptúra og lágmyndir í þrívíddar sýndarveruleika sem mér finnst spennandi og áhugavert að sjá hvort maður fari lengra með það. Mér finnst möguleikarnir í lágmyndum svo áhugaverðir og spennandi og veit að ég get unnið við það út ævina þess vegna með mismunandi aðferðum, efnum og áherslum. Verk eftir Pétur Geir.Aðsend Hvað er á döfinni? Ég fer aftur til Stokkhólms í haust og ætla að þróa lágmyndirnar áfram. Ég hef komið mér vel fyrir í stúdíói í skapandi umhverfi þar sem listamenn sem starfa á ólíkum sviðum deila rými. Þar hef ég tækifæri til að prófa nýja hluti því stúdíóið er vel tækjum búið til að smíða og móta úr alls konar efnivið. Ég stefni á að halda sýningu í Svíþjóð á næsta ári ef allt smellur. View this post on Instagram A post shared by Pe tur Geir Magnu sson (@peturgeirm) Sýningin stendur til 21. ágúst. Nánari upplýsingar má finna hér. Myndlist Menning Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Hvenær byrjaðir þú fyrst að skapa list? Ég teiknaði mikið sem krakki en ég ímyndaði mér aldrei að hægt væri að gera það að atvinnu. Ég ætlaði að verða arkitekt þegar ég var 10 ára en endaði í grafík, bara einni hæð ofar í Listaháskólanum svo þetta var nú ekkert fjarri lagi. Ég hef komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina, var lengi í dansi, syng með Bartónum, hef verið í leiklist, söngleikjum, upptökum, sketsagerð, kvikmyndum og fleira. Amma mín var dugleg að fara með mig á listasöfn og láta mig gera eitthvað skapandi. Afi gaf mér trönur og olíumálningardótið sitt árið 2016 þegar hann fór á elliheimili. Þetta fékk að bíða ósnert inni í herbergi um skeið en svo kom að því að ég tók þetta upp og hef nánast ekki hætt síðan. Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið. Eftir að ég byrjaði í grafíkinni þá hefur stílinn þróast og ég hef lært ýmislegt með árunum. View this post on Instagram A post shared by Pe tur Geir Magnu sson (@peturgeirm) Hvaðan sækir þú innblástur í myndlistinni? Náttúran er helsti innblásturinn í sköpuninni en innblásturinn kemur alls staðar að. Ég skoða ýmislegt og hef augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Ég fer mikið á listasöfn, gallerí og bókasöfn og núna þegar ég bý í Stokkhólmi er sænsk myndlist ofarlega í huga. Nokkrir gamlir íslenskir snillingar ná samt hvað mest til mín eins og Sigurjón Ólafsson, Þorvaldur Skúlason, Gerður Helgadóttir, Ásmundur Sveinsson og fleiri sem hafa áhrif á sköpunina og mótað mig. View this post on Instagram A post shared by Pe tur Geir Magnu sson (@peturgeirm) Hver var kveikjan að sýningu þinni? Sýningin Annarskonar Annaspann sprettur upp úr flutningunum mínum til Stokkhólms síðasta haust. Þegar maður flytur á nýjan stað tekur maður eftir litum, formum og birtu sem síast inn í vitundina og kemur sér fyrir í sköpuninni. Ég er umkringdur gróðri á hverjum degi og það sem stendur upp úr eru skógar, tré og blóm og má sjá það í mótífum sýningarinnar. Sagan á bak við lágmyndirnar er lengri. Föðurbróðir minn bjó í Engihjalla 11 og á blokkinni var stór lágmynd eftir Sigurjón Ólafsson. Þegar ég sá hana sem krakki þá fannst mér hún svo áhugaverð og skildi ekki afhverju þetta væri ekki á fleiri húsum. Svo fór ég að taka eftir lágmyndum á fleiri húsum og þetta æxlaðist hálfpartinn út í feluleik við sjálfan mig. Fór að koma auga á þær hér og þar. Þegar ég fékk síma með myndavél fór ég að taka myndir af þeim en ekki með neinn sérstakan tilgang. Þegar ég skrifaði ritgerð í Listaháskólanum ákvað ég að kafa dýpra í þetta leynda áhugamál mitt og skrifaði um sögu steinsteypulágmynda á Íslandi. Ég gerði mína eigin lágmynd í útskriftarverkefni því ég vildi þróa lágmyndina með nútímatækni og notaði þrívíddarmódel og tölvustýrðan fræsara. Þetta var tilraun til að koma þessu listformi inn í nútímann. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla og fór að hugsa leiðir til að koma lágmyndinni í aðgengilegra form svo verkin gætu verið inn í stofu hjá fólki. Ég vildi fá þessa dýpt inn í verkin. Ég færði mig úr steypunni og yfir í viðinn og nota laserskera til að skera út formin. Pétur Geir að vinnu í Svíþjóð.Aðsend Vinnurðu alltaf eftir ákveðnu ferli? Ég byrja allt með blýanti, hann mun aldrei missa gildið sitt, og ég geng um með litla vasabók sem kemur sér vel í metro í stórborginni, strætó og á rólegum stundum. Ég tek teikningarnar svo lengra í tölvunni og prófa litasamsetningar. Síðan nota ég laserskera og tölvustýrðan fræsara til að skera formin út. Vinnuferlið við gerð lágmyndanna er í mikilli gerjun og er alltaf að breytast og slípast til. Ég legg mikið upp úr þróun í ferlinu og leyfi mér tilraunasemi en ég hef mikið pælt í því hvernig ég get gert þetta ferli nútímalegra. Ég hef líka verið að tölvuteikna og gera skúlptúra og lágmyndir í þrívíddar sýndarveruleika sem mér finnst spennandi og áhugavert að sjá hvort maður fari lengra með það. Mér finnst möguleikarnir í lágmyndum svo áhugaverðir og spennandi og veit að ég get unnið við það út ævina þess vegna með mismunandi aðferðum, efnum og áherslum. Verk eftir Pétur Geir.Aðsend Hvað er á döfinni? Ég fer aftur til Stokkhólms í haust og ætla að þróa lágmyndirnar áfram. Ég hef komið mér vel fyrir í stúdíói í skapandi umhverfi þar sem listamenn sem starfa á ólíkum sviðum deila rými. Þar hef ég tækifæri til að prófa nýja hluti því stúdíóið er vel tækjum búið til að smíða og móta úr alls konar efnivið. Ég stefni á að halda sýningu í Svíþjóð á næsta ári ef allt smellur. View this post on Instagram A post shared by Pe tur Geir Magnu sson (@peturgeirm) Sýningin stendur til 21. ágúst. Nánari upplýsingar má finna hér.
Myndlist Menning Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira