Ómar Ingi: Létum Breiðablik hafa fyrir hlutnum Andri Már Eggertsson skrifar 19. ágúst 2022 22:30 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, í leik kvöldsins gegn Breiðabliki. Vísir/Hulda Margrét HK er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 0-1 tap gegn Breiðabliki í Kórnum. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, bar höfuðið hátt eftir naumt tap gegn toppliði Bestu deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan að mestu leyti góð. Við vildum reyna að setja pressu á þá og halda í boltann. Mér fannst við láta þá hafa mikið fyrir því að fara áfram í kvöld,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Vísi eftir leik. Ómar var ánægður með hvernig hans menn leystu pressu Breiðabliks í fyrri hálfleik þar sem þeir héldu boltanum inn á vallarhelmingi HK. „Við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst að við þyrftum að spila aftarlega. Við höfum séð það gerast hjá öllum andstæðingum Breiðabliks á tímabilinu. Við ræddum það fyrir leik að þá yrðum við að vera þéttir fyrir og verja leiðirnar að markinu sem mér fannst ganga upp.“ Omar Sowe kom Breiðabliki yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Ómar Ingi hefði viljað sjá sína menn spila betri varnarleik á því augnabliki. „Við hefðum átt að koma í veg fyrir það. Auðvitað er það þannig að alltaf þegar þú færð á þig mark þá klikkar eitthvað. Við vissum að þeir myndu nýta sér þessa leið og ef ég hefði fengið að velja þá hefði ég kosið að fá á mig mark á öðruvísi hátt.“ Ómar var ánægður með hvernig HK spilaði eftir að hafa fengið á sig mark og var allt annar bragur á liðinu miðað við síðasta leik. „Mér fannst viðbrögðin góð eftir að við fengum á okkur mark. Ég held að Blikarnir hafi fundið það að þeir myndu ekki valta yfir okkur þrátt fyrir að hafa komist marki yfir. Mér fannst viðbrögðin við markinu í kvöld töluvert betri heldur en í síðasta leik gegn Þór Akureyri. Það var töluvert meira vinnuframlag frá liðinu í kvöld sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta leik.“ Heimamenn freistuðu þess að ná inn jöfnunarmarki og koma leiknum í framlengingu og var Ómar nokkuð sáttur með færin sem liðið skapaði sér á síðustu mínútunum. „Ég var ánægður með færin sem við sköpuðum okkur undir lokin. Mér fannst við fá besta færið okkar undir lok fyrri hálfleiks þegar Teitur [Magnússon] skallaði í slána og síðan björgðu þeir á línu,“ sagði Ómar Ingi að lokum. HK Mjólkurbikar karla Breiðablik Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan að mestu leyti góð. Við vildum reyna að setja pressu á þá og halda í boltann. Mér fannst við láta þá hafa mikið fyrir því að fara áfram í kvöld,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Vísi eftir leik. Ómar var ánægður með hvernig hans menn leystu pressu Breiðabliks í fyrri hálfleik þar sem þeir héldu boltanum inn á vallarhelmingi HK. „Við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst að við þyrftum að spila aftarlega. Við höfum séð það gerast hjá öllum andstæðingum Breiðabliks á tímabilinu. Við ræddum það fyrir leik að þá yrðum við að vera þéttir fyrir og verja leiðirnar að markinu sem mér fannst ganga upp.“ Omar Sowe kom Breiðabliki yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Ómar Ingi hefði viljað sjá sína menn spila betri varnarleik á því augnabliki. „Við hefðum átt að koma í veg fyrir það. Auðvitað er það þannig að alltaf þegar þú færð á þig mark þá klikkar eitthvað. Við vissum að þeir myndu nýta sér þessa leið og ef ég hefði fengið að velja þá hefði ég kosið að fá á mig mark á öðruvísi hátt.“ Ómar var ánægður með hvernig HK spilaði eftir að hafa fengið á sig mark og var allt annar bragur á liðinu miðað við síðasta leik. „Mér fannst viðbrögðin góð eftir að við fengum á okkur mark. Ég held að Blikarnir hafi fundið það að þeir myndu ekki valta yfir okkur þrátt fyrir að hafa komist marki yfir. Mér fannst viðbrögðin við markinu í kvöld töluvert betri heldur en í síðasta leik gegn Þór Akureyri. Það var töluvert meira vinnuframlag frá liðinu í kvöld sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta leik.“ Heimamenn freistuðu þess að ná inn jöfnunarmarki og koma leiknum í framlengingu og var Ómar nokkuð sáttur með færin sem liðið skapaði sér á síðustu mínútunum. „Ég var ánægður með færin sem við sköpuðum okkur undir lokin. Mér fannst við fá besta færið okkar undir lok fyrri hálfleiks þegar Teitur [Magnússon] skallaði í slána og síðan björgðu þeir á línu,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
HK Mjólkurbikar karla Breiðablik Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti