Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 07:52 Gan Bingdong stendur á botni uppistöðulóns nálægt býli sínu sem hefur nánast tæmst vegna þurrkanna. AP/Mark Schiefelbein Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Verksmiðjum í Sichuan-héraði var lokað í síðustu viku til að spara orku fyrir heimili landsins þar sem eftirspurn eftir loftkælingu hefur rokið upp vegna gífurlegs hita sem hefur náð allt að 45 gráðum. Í morgun greindi AP frá því að þessi orkuskömmtun til verksmiðja héraðsins muni vara fram á fimmtudag. Tang Renjian, landbúnaðarráðherra Kína, sagði við Global Times að næstu tíu dagar væru lykiltímabil fyrir skaðaminnkun á hrísgrjónaökrum landsins. Þá sagði hann að yfirvöld myndu taka nauðsynleg skref til að tryggja haustuppskeruna sem er 75 prósent af heildaruppskeru landsins. Á vefsíðu landbúnaðarráðuneytisins segir að yfirvöld muni „reyna að auka rigningu“ með því að sá efnum í ský og sprauta plöntur með „vatnsbindandi efnum“ til að takmarka uppgufun. Hins vegar hefur ekki komið fram hvar nákvæmlega þessar tilraunir munu fara fram. Maður hressir sig við í grunnri á nálægt árbökkum Yangtze-ár.AP/Mark Schiefelbein Vatns- og rafmagnsskortur blasir við Yfirvöld í Sichuan- og Hubei-héröðum segja að þúsundir hektara akra hafi eyðilagst algjörlega og milljónir hektara orðið fyrir skemmdum. Þá lýstu yfirvöld í Hubei yfir neyðarástandi á laugardag og greindu frá því að þau hygðust koma íbúum til aðstoðar vegna þurrkanna. Yfirvöld í Sichuan hafa á sama tíma greint frá því að skortur á drykkjarhæfu vatni blasi við fyrir um 819 þúsund íbúa. Héraðið hefur fundið einna mest fyrir þurrkunum af því það fær 80 prósent orku sinnar frá vatnsaflsvirkjunum og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Yfirvöld í héraðinu hafa einnig hvatt framleiðendur og fyrirtæki til að „skilja eftir orku fyrir fólkið“. Skrifstofum og verslanamiðstöðvum var skipað að slökkva á ljósum og loftkælingu og í neðanjarðarlestarkerfi Chengdu, höfuðborg héraðsins, var slökkt á þúsundum ljósa á lestarstöðvum. Sprungur í uppþornuðum jarðvegi í Kína.AP/Mark Schiefelbein Loftslagsmál Kína Vísindi Tengdar fréttir Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Verksmiðjum í Sichuan-héraði var lokað í síðustu viku til að spara orku fyrir heimili landsins þar sem eftirspurn eftir loftkælingu hefur rokið upp vegna gífurlegs hita sem hefur náð allt að 45 gráðum. Í morgun greindi AP frá því að þessi orkuskömmtun til verksmiðja héraðsins muni vara fram á fimmtudag. Tang Renjian, landbúnaðarráðherra Kína, sagði við Global Times að næstu tíu dagar væru lykiltímabil fyrir skaðaminnkun á hrísgrjónaökrum landsins. Þá sagði hann að yfirvöld myndu taka nauðsynleg skref til að tryggja haustuppskeruna sem er 75 prósent af heildaruppskeru landsins. Á vefsíðu landbúnaðarráðuneytisins segir að yfirvöld muni „reyna að auka rigningu“ með því að sá efnum í ský og sprauta plöntur með „vatnsbindandi efnum“ til að takmarka uppgufun. Hins vegar hefur ekki komið fram hvar nákvæmlega þessar tilraunir munu fara fram. Maður hressir sig við í grunnri á nálægt árbökkum Yangtze-ár.AP/Mark Schiefelbein Vatns- og rafmagnsskortur blasir við Yfirvöld í Sichuan- og Hubei-héröðum segja að þúsundir hektara akra hafi eyðilagst algjörlega og milljónir hektara orðið fyrir skemmdum. Þá lýstu yfirvöld í Hubei yfir neyðarástandi á laugardag og greindu frá því að þau hygðust koma íbúum til aðstoðar vegna þurrkanna. Yfirvöld í Sichuan hafa á sama tíma greint frá því að skortur á drykkjarhæfu vatni blasi við fyrir um 819 þúsund íbúa. Héraðið hefur fundið einna mest fyrir þurrkunum af því það fær 80 prósent orku sinnar frá vatnsaflsvirkjunum og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Yfirvöld í héraðinu hafa einnig hvatt framleiðendur og fyrirtæki til að „skilja eftir orku fyrir fólkið“. Skrifstofum og verslanamiðstöðvum var skipað að slökkva á ljósum og loftkælingu og í neðanjarðarlestarkerfi Chengdu, höfuðborg héraðsins, var slökkt á þúsundum ljósa á lestarstöðvum. Sprungur í uppþornuðum jarðvegi í Kína.AP/Mark Schiefelbein
Loftslagsmál Kína Vísindi Tengdar fréttir Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40