Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 14:42 Við undirritun yfirlýsingar í Höfða í dag. utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. Forseti Lettlands segir að þessi stund hafi líka verið mikilvæg fyrir Ísland - það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. Á hátíðarfundinum voru samankomnir forsetar, utanríkisráðherrar og borgarstjórar Eystrasaltsríkjanna. Skrifað var undir yfirlýsingu um aukið samstarf á milli ríkjanna. Forsetarnir héldu þá ræður, sem á stundum voru fremur tilfinningaríkar. Þakklæti í garð Íslendinga var undirstrikað ítrekað. Í yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna árétta ríkin einlægan vilja til samvinnu sín á milli, fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og undirstrika samstöðu með úkraínsku þjóðinni. Gestirnir fóru í heimsókn út í Viðey. Hér leiðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gestina áleiðis upp í eyju.Utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði að það hefði krafist hugrekkis af hálfu Íslendinga að viðurkenna, fyrst þjóða, sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens í kjölfar falls Sovétríkjanna. Þessi stund - fyrir þrjátíu og einu ári væri mikilvæg í huga Eystrasaltsríkjanna en Levits sagði hana líka mikilvæga fyrir Ísland. Það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. „Ísland breytti sögunni. Það gerist ekki svo oft að smáríki hafi áhrif á gang sögunnar,“ sagði Egils. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar kom það almenningi og stjórnvöldum í Eystrasaltsríkjunum ekki í opna skjöldu enda höfðu þau talað fyrir daufum eyrum árum saman. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sendi sterk skilaboð á hátíðarfundinum. „Eystrasaltsríkin, stjórnvöld þar, fólkið þar, það hefur ljúfsáran skilning, reynslu af því að búa í næsta nágrenni við Rússland og þau höfðu sagt í mörg mörg ár að hætta væri á ferðum. Þau sögðu mjög skýrt að bregðast hefði átt mun fastar við þegar Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu og mín skilaboð eru einfaldlega þau að hlusta þegar Eystrasaltsríkin tala um þessa hluti,“ segir Þórdís Kolbrún. Andrúmsloftið á fundinum einkennist af gleði og jafnvel nánd. „Það er alveg merkilegt að finna þessa væntumþykju og vináttu Eystrasaltsríkjanna gagnvart okkur og svo okkar gagnvart þeim og okkar ákvörðun á sínum tíma hefur haft raunveruleg áhrif inn í utanríkispóltíska stefnu þessara ríkja,“ segir utanríkisráðherra. Utanríkismál Lettland Litháen Eistland Sovétríkin Kalda stríðið Viðey Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Sjá meira
Forseti Lettlands segir að þessi stund hafi líka verið mikilvæg fyrir Ísland - það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. Á hátíðarfundinum voru samankomnir forsetar, utanríkisráðherrar og borgarstjórar Eystrasaltsríkjanna. Skrifað var undir yfirlýsingu um aukið samstarf á milli ríkjanna. Forsetarnir héldu þá ræður, sem á stundum voru fremur tilfinningaríkar. Þakklæti í garð Íslendinga var undirstrikað ítrekað. Í yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna árétta ríkin einlægan vilja til samvinnu sín á milli, fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og undirstrika samstöðu með úkraínsku þjóðinni. Gestirnir fóru í heimsókn út í Viðey. Hér leiðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gestina áleiðis upp í eyju.Utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði að það hefði krafist hugrekkis af hálfu Íslendinga að viðurkenna, fyrst þjóða, sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens í kjölfar falls Sovétríkjanna. Þessi stund - fyrir þrjátíu og einu ári væri mikilvæg í huga Eystrasaltsríkjanna en Levits sagði hana líka mikilvæga fyrir Ísland. Það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. „Ísland breytti sögunni. Það gerist ekki svo oft að smáríki hafi áhrif á gang sögunnar,“ sagði Egils. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar kom það almenningi og stjórnvöldum í Eystrasaltsríkjunum ekki í opna skjöldu enda höfðu þau talað fyrir daufum eyrum árum saman. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sendi sterk skilaboð á hátíðarfundinum. „Eystrasaltsríkin, stjórnvöld þar, fólkið þar, það hefur ljúfsáran skilning, reynslu af því að búa í næsta nágrenni við Rússland og þau höfðu sagt í mörg mörg ár að hætta væri á ferðum. Þau sögðu mjög skýrt að bregðast hefði átt mun fastar við þegar Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu og mín skilaboð eru einfaldlega þau að hlusta þegar Eystrasaltsríkin tala um þessa hluti,“ segir Þórdís Kolbrún. Andrúmsloftið á fundinum einkennist af gleði og jafnvel nánd. „Það er alveg merkilegt að finna þessa væntumþykju og vináttu Eystrasaltsríkjanna gagnvart okkur og svo okkar gagnvart þeim og okkar ákvörðun á sínum tíma hefur haft raunveruleg áhrif inn í utanríkispóltíska stefnu þessara ríkja,“ segir utanríkisráðherra.
Utanríkismál Lettland Litháen Eistland Sovétríkin Kalda stríðið Viðey Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Sjá meira