Bindum enda á stríðið gegn vímuefnanotendum Halldóra Mogensen skrifar 22. september 2022 13:00 Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki, stríð gegn vímuefnanotendum. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn þeim. Afleiðing stríðsins er sú harða refsistefna sem hefur verið við lýði á Íslandi í áratugi. Hún byggir á þeirri hugmynd að besta leiðin til að draga úr neyslu sé að banna alla vörslu og meðferð vímuefna og að refsa öllum þeim sem gerast sekir um slíkt, óháð því hvort viðkomandi sé notandi, söluaðili, framleiðandi eða innflytjandi. Samhliða hörðum refsingum hefur miklum hræðsluáróðri um vímuefni og neyslu þeirra verið beitt. Enn þann dag í dag eru vímuefnanotendur uppmálaðir í fjölmiðlum sem stórhættulegir samfélaginu. Síðustu ár hafa viðhorfin þó blessunarlega verið að breytast. Við erum byrjuð að tala um fíknivanda á yfirvegaðari og ígrundaðri hátt og hugtakið „skaðaminnkun“ hefur rutt sér rúms í almennri umræðu. Skaðleg og vanhugsuð refsistefna Staðreyndirnar um bann- og refsistefnuna mála ekki mjög fagra mynd; í skugga stefnunnar hefur neysla vímuefna aukist jafnt og þétt, og vandamálum tengt neyslunni hefur fjölgað gríðarlega. Það ætti að vera öllum ljóst að núverandi stefna, sem gengur út á að banna vörslu og neyslu vímuefna, er í besta falli gagnslaus og í versta falli skaðleg. Fíkn er nefnilega ekki eitthvað sem fólk velur sér. Fíkn er ekki siðferðis- eða skapbrestur, og það er ekki heldur afleiðing slæms innrætis eða viljaleysis – fíkn er ekki hægt að lagfæra með refsingum. Þvert á móti er fíkn viðbragð við mannlegri þjáningu. Það er í eðli okkar allra að flýja þjáningu. Þegar okkur verkjar fáum við okkur verkjalyf – og okkur þykir það sjálfsagt. En þegar manneskja þjáist af andlegum sársauka sökum áfalla sem aldrei hefur fengist aðstoð við og sækist í verkjalyf sem henni hefur ekki verið ávísað þykir okkur sjálfsagt að refsa henni með því að taka af henni lyfin og sekta eða mögulega fangelsa hana í stað þess að hjálpa þessari manneskju, hlúa að henni og veita henni sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Samfélagið ætlar að „aðstoða“ þessa manneskju með því að gera hana að glæpamanni, jaðarsetja hana, telja henni trú um að hún sé biluð. Henni er meinaður aðgangur að því sem hún þarf mest á að halda; kærleik, hlýju, skilning, – hún þarfnast hópsins síns og við útskúfum hana. Afglæpavæðing sem skaðaminnkunarúrræði Það er kominn tími til þess að við bindum enda á refsistefnuna – og þess vegna er ég að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Frumvarpið er einfalt. Innflutningur, útflutningur, kaup, sala og framleiðsla vímuefna verður enn óheimil með lögum – en varsla efna innan skilgreindra marka verður gerð refsilaus. Ef frumvarpið nær fram að ganga getum við því strax hætt að refsa fólki fyrir það eitt að vera með á sér vímuefni til eigin nota. Því það er alveg deginum ljósara – að það er nákvæmlega engin aðstoð og engin forvörn falin í því að jaðarsetja, fangelsa, sekta eða taka efnin af fólki, og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða einstakling með fíknivanda eða ekki. Þegar við hættum loksins að heyja stríð gegn jaðarsetta fólkinu í samfélaginu okkar þá getum við sett orkuna okkar og fjármagn í að draga úr þjáningu, að aðstoða fólk við að vinna úr áföllum og græða sár. Byggjum upp meðferðarúrræði sem grundvallast á því að vinna úr áföllum og bjóða upp á lausnir sem leysa líkamlega, andlega- og félagslega vandann sem skapar fíknina. Það er þannig sem við náum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Fíkn Píratar Alþingi Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki, stríð gegn vímuefnanotendum. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn þeim. Afleiðing stríðsins er sú harða refsistefna sem hefur verið við lýði á Íslandi í áratugi. Hún byggir á þeirri hugmynd að besta leiðin til að draga úr neyslu sé að banna alla vörslu og meðferð vímuefna og að refsa öllum þeim sem gerast sekir um slíkt, óháð því hvort viðkomandi sé notandi, söluaðili, framleiðandi eða innflytjandi. Samhliða hörðum refsingum hefur miklum hræðsluáróðri um vímuefni og neyslu þeirra verið beitt. Enn þann dag í dag eru vímuefnanotendur uppmálaðir í fjölmiðlum sem stórhættulegir samfélaginu. Síðustu ár hafa viðhorfin þó blessunarlega verið að breytast. Við erum byrjuð að tala um fíknivanda á yfirvegaðari og ígrundaðri hátt og hugtakið „skaðaminnkun“ hefur rutt sér rúms í almennri umræðu. Skaðleg og vanhugsuð refsistefna Staðreyndirnar um bann- og refsistefnuna mála ekki mjög fagra mynd; í skugga stefnunnar hefur neysla vímuefna aukist jafnt og þétt, og vandamálum tengt neyslunni hefur fjölgað gríðarlega. Það ætti að vera öllum ljóst að núverandi stefna, sem gengur út á að banna vörslu og neyslu vímuefna, er í besta falli gagnslaus og í versta falli skaðleg. Fíkn er nefnilega ekki eitthvað sem fólk velur sér. Fíkn er ekki siðferðis- eða skapbrestur, og það er ekki heldur afleiðing slæms innrætis eða viljaleysis – fíkn er ekki hægt að lagfæra með refsingum. Þvert á móti er fíkn viðbragð við mannlegri þjáningu. Það er í eðli okkar allra að flýja þjáningu. Þegar okkur verkjar fáum við okkur verkjalyf – og okkur þykir það sjálfsagt. En þegar manneskja þjáist af andlegum sársauka sökum áfalla sem aldrei hefur fengist aðstoð við og sækist í verkjalyf sem henni hefur ekki verið ávísað þykir okkur sjálfsagt að refsa henni með því að taka af henni lyfin og sekta eða mögulega fangelsa hana í stað þess að hjálpa þessari manneskju, hlúa að henni og veita henni sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Samfélagið ætlar að „aðstoða“ þessa manneskju með því að gera hana að glæpamanni, jaðarsetja hana, telja henni trú um að hún sé biluð. Henni er meinaður aðgangur að því sem hún þarf mest á að halda; kærleik, hlýju, skilning, – hún þarfnast hópsins síns og við útskúfum hana. Afglæpavæðing sem skaðaminnkunarúrræði Það er kominn tími til þess að við bindum enda á refsistefnuna – og þess vegna er ég að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Frumvarpið er einfalt. Innflutningur, útflutningur, kaup, sala og framleiðsla vímuefna verður enn óheimil með lögum – en varsla efna innan skilgreindra marka verður gerð refsilaus. Ef frumvarpið nær fram að ganga getum við því strax hætt að refsa fólki fyrir það eitt að vera með á sér vímuefni til eigin nota. Því það er alveg deginum ljósara – að það er nákvæmlega engin aðstoð og engin forvörn falin í því að jaðarsetja, fangelsa, sekta eða taka efnin af fólki, og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða einstakling með fíknivanda eða ekki. Þegar við hættum loksins að heyja stríð gegn jaðarsetta fólkinu í samfélaginu okkar þá getum við sett orkuna okkar og fjármagn í að draga úr þjáningu, að aðstoða fólk við að vinna úr áföllum og græða sár. Byggjum upp meðferðarúrræði sem grundvallast á því að vinna úr áföllum og bjóða upp á lausnir sem leysa líkamlega, andlega- og félagslega vandann sem skapar fíknina. Það er þannig sem við náum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun