Viltu segja nafnið á eldfjallinu sem gaus 2010? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 12. október 2022 12:00 Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt. Erlent ferðafólk er hingað komið til að sækja sér einhvers konar reynslu fremur en að slaka á, eins og stundum er reyndin þegar fólk fer í frí. Íslensk náttúra dregur þetta fólk til sín en það hefur jafnframt áhuga á þjóðinni sem byggir landið, venjum hennar, menningu og tungumáli. Landvörðurinn sinnir því ekki eingöngu fræðslu um íslenska náttúru og umgengni við hana heldur lendir iðulega í samræðum um allt hvað eina sem snýr að mannlífi okkar sem hér búum, tungumálið þar á meðal. Áhuginn á tungumálinu beinist fyrst og fremst að framburði orða, ekki síst örnefna á þeim stöðum sem fólk ætlar að skoða, en líka því að við skulum sérstakt tungumál, svona fá, hvaða tungumál séu skyldust íslensku og jafnvel að beygingakerfi og öðrum sérhæfðari þáttum sem snerta íslenskt mál. Engu að síður eru skilti með ensku í öndvegi það fyrsta sem mætir erlendu ferðafólki þegar það kemur í flugstöðina í Keflavík. Það lítur í raun út fyrir að enska sé aðaltungumálið hér á landi. Þetta er auðvitað mikil ókurteisi við okkur heimafólkið. En það ætti líka að teljast sjálfsögð kurteisi og gestrisni við erlent ferðafólk að það finni að það sé statt í íslensku málumhverfi en ekki ensku, að því sé gefinn kostur á að sjá og heyra íslenska tungu sem víðast. Það er að mínu mati og margra annarra alger mislestur á aðstæðum að gefa sér að þessi framsetning þjóni ferðafólki, sem vissulega eru meirihluti þeirra sem fara um flugstöðina. Sex ár eru liðin síðan enska var sett í öndvegi á skiltunum í flugstöðinni. Málið hefur verið tekið upp við Isavia og Íslensk málnefnd haldið áfram að fylgja því eftir við stjórnvöld. Enn eru skiltin óbreytt og kostnaði við að breyta þeim borið við. Við sem höfum farið um flugstöðina þessi ár vitum þó að ýmsar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar þar undanfarin ár en alltaf hefur íslenskan setið á hakanum. Það er óþolandi að Isavia skuli stöðugt færast undan og halda fast við að gera ensku hærra undir höfði en íslensku á Keflavíkurflugvelli. Það er líka ólíðandi að íslensk stjórnvöld skuli láta þetta viðgangast hjá fyrirtæki sem er alfarið í opinberri eigu. Íslenskt mál á að vera í öndvegi á Íslandi. Höfundur starfar meðal annars við landvörslu og situr í stjórn Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Íslensk tunga Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt. Erlent ferðafólk er hingað komið til að sækja sér einhvers konar reynslu fremur en að slaka á, eins og stundum er reyndin þegar fólk fer í frí. Íslensk náttúra dregur þetta fólk til sín en það hefur jafnframt áhuga á þjóðinni sem byggir landið, venjum hennar, menningu og tungumáli. Landvörðurinn sinnir því ekki eingöngu fræðslu um íslenska náttúru og umgengni við hana heldur lendir iðulega í samræðum um allt hvað eina sem snýr að mannlífi okkar sem hér búum, tungumálið þar á meðal. Áhuginn á tungumálinu beinist fyrst og fremst að framburði orða, ekki síst örnefna á þeim stöðum sem fólk ætlar að skoða, en líka því að við skulum sérstakt tungumál, svona fá, hvaða tungumál séu skyldust íslensku og jafnvel að beygingakerfi og öðrum sérhæfðari þáttum sem snerta íslenskt mál. Engu að síður eru skilti með ensku í öndvegi það fyrsta sem mætir erlendu ferðafólki þegar það kemur í flugstöðina í Keflavík. Það lítur í raun út fyrir að enska sé aðaltungumálið hér á landi. Þetta er auðvitað mikil ókurteisi við okkur heimafólkið. En það ætti líka að teljast sjálfsögð kurteisi og gestrisni við erlent ferðafólk að það finni að það sé statt í íslensku málumhverfi en ekki ensku, að því sé gefinn kostur á að sjá og heyra íslenska tungu sem víðast. Það er að mínu mati og margra annarra alger mislestur á aðstæðum að gefa sér að þessi framsetning þjóni ferðafólki, sem vissulega eru meirihluti þeirra sem fara um flugstöðina. Sex ár eru liðin síðan enska var sett í öndvegi á skiltunum í flugstöðinni. Málið hefur verið tekið upp við Isavia og Íslensk málnefnd haldið áfram að fylgja því eftir við stjórnvöld. Enn eru skiltin óbreytt og kostnaði við að breyta þeim borið við. Við sem höfum farið um flugstöðina þessi ár vitum þó að ýmsar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar þar undanfarin ár en alltaf hefur íslenskan setið á hakanum. Það er óþolandi að Isavia skuli stöðugt færast undan og halda fast við að gera ensku hærra undir höfði en íslensku á Keflavíkurflugvelli. Það er líka ólíðandi að íslensk stjórnvöld skuli láta þetta viðgangast hjá fyrirtæki sem er alfarið í opinberri eigu. Íslenskt mál á að vera í öndvegi á Íslandi. Höfundur starfar meðal annars við landvörslu og situr í stjórn Íslenskrar málnefndar.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar