Aron enn að jafna sig og verður ekki með landsliðinu í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 11:30 Aron missir af leik kvöldsins. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Aron Pálmarsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Ísrael í undankeppni EM 2024 að Ásvöllum í kvöld. Hann er því einn af þremur lykilmönnum sem missa af leiknum. HSÍ hefur gefið út leikmannahópinn fyrir leik kvöldsins og þar er Aron ekki að finna. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli og ljóst að hann hefur ekki náð sér af þeim. Hann mun því horfa á leikinn úr stúkunni. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson glímir einnig við meiðsli en Ágúst Elí Björgvinsson og Björgvin Páll Gústavsson munu verja mark Íslands í kvöld. Þá er Ómar Ingi Magnússon frá vegna persónulegra ástæðna. Aron spilar að jafnaði sem vinstri skytta eða leikstjórnandi með íslenska liðinu en Ísland er vel mannað í þeim stöðum þar sem Janus Daði Smárason, Elvar Ásgeirsson, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru í hópnum í kvöld. Ísland mætir Ísrael klukkan 19:45 að Ásvöllum í Hafnarfirði en uppselt er á leikinn. Um er að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppninni en auk Ísraels eru Eistland og Tékkland í riðli Íslands. Ísland mætir Eistlandi í öðrum leik undankeppninnar ytra á laugardaginn kemur. Næsti gluggi er í mars og svo klárast riðlakeppnin í lok apríl á næsta ári. Tvö efstu liðin fara á EM og þá fara lið með bestan árangur í þriðja sæti einnig á mótið. Leikmannahópur Íslands gegn Ísrael í kvöld Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (45/1)Björgvin Páll Gústavsson, Valur (242/16) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (69/80)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (89/276)Daníel Þór Ingason, Balingen-Weistetten (37/11)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (21/26)Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (7/15)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (52/133)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (37/68)Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (6/23)Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (56/82)Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (19/19)Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (47/115)Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (29/27)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (31/70)Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (62/33) Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Sjá meira
HSÍ hefur gefið út leikmannahópinn fyrir leik kvöldsins og þar er Aron ekki að finna. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli og ljóst að hann hefur ekki náð sér af þeim. Hann mun því horfa á leikinn úr stúkunni. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson glímir einnig við meiðsli en Ágúst Elí Björgvinsson og Björgvin Páll Gústavsson munu verja mark Íslands í kvöld. Þá er Ómar Ingi Magnússon frá vegna persónulegra ástæðna. Aron spilar að jafnaði sem vinstri skytta eða leikstjórnandi með íslenska liðinu en Ísland er vel mannað í þeim stöðum þar sem Janus Daði Smárason, Elvar Ásgeirsson, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru í hópnum í kvöld. Ísland mætir Ísrael klukkan 19:45 að Ásvöllum í Hafnarfirði en uppselt er á leikinn. Um er að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppninni en auk Ísraels eru Eistland og Tékkland í riðli Íslands. Ísland mætir Eistlandi í öðrum leik undankeppninnar ytra á laugardaginn kemur. Næsti gluggi er í mars og svo klárast riðlakeppnin í lok apríl á næsta ári. Tvö efstu liðin fara á EM og þá fara lið með bestan árangur í þriðja sæti einnig á mótið. Leikmannahópur Íslands gegn Ísrael í kvöld Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (45/1)Björgvin Páll Gústavsson, Valur (242/16) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (69/80)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (89/276)Daníel Þór Ingason, Balingen-Weistetten (37/11)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (21/26)Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (7/15)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (52/133)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (37/68)Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (6/23)Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (56/82)Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (19/19)Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (47/115)Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (29/27)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (31/70)Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (62/33)
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik