Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2022 21:44 Ísland Austurríki landsleikur karla vetur 2022 handbolti HSÍ vísir/hulda margrét Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. Ísland byrjaði leikinn af krafti og voru fljótlega komnir í 5-2. Björgvin Páll Gústavsson var að finna sig virkilega vel í markinu og vörnin var sömuleiðis öflug með Elvar Örn Jónsson fremstan í flokki. Þrátt fyrir að Ýmir Örn Gíslason hafi fengið tvisvar sinnum tveggja mínútna brottvísun á fyrstu tíu mínútum leiksins þá voru hann og Elliði Snær Viðarsson öflugir í miðri vörninni og Elvar Örn gríðarlega sterkur sömuleiðis. Sóknarlega var Gísli Þorgeir Kristjánsson á bakvið flest sem gerðist þar. Hann dró vörn Ísraela sífellt til sín og opnaði fyrir aðra auk þess að skora mörk sjálfur. Gísli Þorgeir átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Undir lok hálfleiksins fóru Íslendingar illa með nokkur færi sem gerði það að verkum að staðan í hálfleik var 16-10, munurinn hefði auðveldlega getað verið meiri. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti með vörn og markvörslu áfram í fínu lagi. Kristján Örn Kristjánsson hafði átt góða innkomu í leikinn í fyrri hálfleik og hélt áfram að spila vel. Hann hefur verið að spila feykivel í Frakklandi með liði sínu Pays d'Aix og var meðal annars valinn í lið ársins í fyrra. Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri með íslenska landsliðinu en nýtti sénsinn sinn vel í kvöld. Kristján Örn Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson áttu báðir góðan leik fyrir íslenska liðið í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Guðmundur Guðmundsson þjálfari rúllaði vel á liðinu í síðari hálfleik en það skipti litlu máli, enda breiddin í íslenska liðinu mikil og góð. Munurinn jókst jafnt og þétt og varnarlega voru Íslendingar mjög góðir og Ísraelar áttu fá svör. Munurinn á liðunum er töluverður og það sást betur og betur í síðari hálfleiknum. Að endingu var munurinn fimmtán mörk og mjög svö öruggur sigur í höfn. Kristján Örn var markahæstur hjá Íslandi, skoraði sjö mörk í kvöld. Gísli Þorgeir skoraði sex mörk og Elvar Örn Jónsson fimm. Bæði Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson áttu fínan leik í markinu, EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta
Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. Ísland byrjaði leikinn af krafti og voru fljótlega komnir í 5-2. Björgvin Páll Gústavsson var að finna sig virkilega vel í markinu og vörnin var sömuleiðis öflug með Elvar Örn Jónsson fremstan í flokki. Þrátt fyrir að Ýmir Örn Gíslason hafi fengið tvisvar sinnum tveggja mínútna brottvísun á fyrstu tíu mínútum leiksins þá voru hann og Elliði Snær Viðarsson öflugir í miðri vörninni og Elvar Örn gríðarlega sterkur sömuleiðis. Sóknarlega var Gísli Þorgeir Kristjánsson á bakvið flest sem gerðist þar. Hann dró vörn Ísraela sífellt til sín og opnaði fyrir aðra auk þess að skora mörk sjálfur. Gísli Þorgeir átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Undir lok hálfleiksins fóru Íslendingar illa með nokkur færi sem gerði það að verkum að staðan í hálfleik var 16-10, munurinn hefði auðveldlega getað verið meiri. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti með vörn og markvörslu áfram í fínu lagi. Kristján Örn Kristjánsson hafði átt góða innkomu í leikinn í fyrri hálfleik og hélt áfram að spila vel. Hann hefur verið að spila feykivel í Frakklandi með liði sínu Pays d'Aix og var meðal annars valinn í lið ársins í fyrra. Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri með íslenska landsliðinu en nýtti sénsinn sinn vel í kvöld. Kristján Örn Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson áttu báðir góðan leik fyrir íslenska liðið í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Guðmundur Guðmundsson þjálfari rúllaði vel á liðinu í síðari hálfleik en það skipti litlu máli, enda breiddin í íslenska liðinu mikil og góð. Munurinn jókst jafnt og þétt og varnarlega voru Íslendingar mjög góðir og Ísraelar áttu fá svör. Munurinn á liðunum er töluverður og það sást betur og betur í síðari hálfleiknum. Að endingu var munurinn fimmtán mörk og mjög svö öruggur sigur í höfn. Kristján Örn var markahæstur hjá Íslandi, skoraði sjö mörk í kvöld. Gísli Þorgeir skoraði sex mörk og Elvar Örn Jónsson fimm. Bæði Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson áttu fínan leik í markinu,
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik