Umfjöllun: Tindastóll 85-70 ÍR | Stólarnir komnir á blað Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2022 21:00 Taiwo Badmus stóð upp úr hjá Stólunum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Tindastóll vann þægilegan 15 stiga sigur á ÍR, 85-70, í annarri umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Liðið er því komið á blað í deildinni eftir tap fyrir Keflavík í fyrsta leik. Eftir jafnar fyrstu mínútur lokuðu Stólarnir algjörlega á ÍR á seinni hluta fyrsta leikhluta þar sem ÍR skoraði aðeins tvö stig á rúmum fimm mínútum áður en leikhlutinn kláraðist. Stólarnir röðuðu niður stigum á sama tíma og voru með 18 stiga forskot, 31-13 þegar leikhlutanum lauk. ÍR-ingar tóku við sér í öðrum leikhluta og tókst að finna körfuna á ný. Það hægði þó töluvert á stigasöfnun Tindastóls sem tókst aðeins að skora 17 stig í leikhlutanum en ÍR setti 22. Munurinn í hléi var því 13 stig, 48-35 fyrir Tindastól. Stólarnir viðhéldu forystu sinni nánast allt til loka en tókst aldrei að auka mikið við hana. Munurinn var um tólf til tuttugu stig í þriðja og fjórða leikhlutanum. Að endingu var munurinn 15 stig og vann Tindastóll þægilegan 85-70 sigur gegn ÍR. Tindastóll er því kominn á blað í deildinni, en liðið tapaði naumlega fyrir Keflavík í fyrstu umferð. ÍR er einnig með tvö stig í deildinni en liðið vann Njarðvík á heimavelli í fyrstu umferð. Af hverju vann Tindastóll? Góður fyrsti leikhluti var grunnurinn að sigri Tindastóls í kvöld. Liðið var ekki frábært eftir það en sigur liðsins var þrátt fyrir það aldrei í hættu. Kanalausir ÍR-ingar voru aldrei líklegir til árangurs í leiknum en gerðu þó vel í þremur leikhlutum af fjórum og skoruðu alls 57 stig gegn 54 stigum Tindastóls í síðustu leikhlutunum þremur. Hverjir stóðu upp úr? Taiwo Badmus var stigahæstur á vellinum með 26 stig fyrir Tindastól en liðsfélagi hans Antonio Keyshawn Woods var með 22 stig auk þess að vera með fimm stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Hvað gekk illa? Luciano Massarelli var stigahæstur í liði ÍR en gekk þrátt fyrir það afar illa að hitta körfuna. Hann tók 16 skot í leiknum og hitti aðeins úr fimm. Þar gerir skotnýtingu upp á 31 prósent sem þó skárri en hittni liðsfélaga hans Martin Paasoja sem skoraði úr tveimur skotum af sjö, skoraði átta stig og var með 28 prósent nýtingu. Hvað gerist næst? Tindastóll á stórleik næsta föstudagskvöld þegar þeir sækja Njarðvíkinga heim en bæði lið eru með tvö stig í deildinni eftir sigur Njarðvíkinga á Hetti í kvöld. Fyrr um kvöldið á föstudag fær ÍR Stjörnuna í heimsókn í Skógarsel. Subway-deild karla Tindastóll ÍR
Tindastóll vann þægilegan 15 stiga sigur á ÍR, 85-70, í annarri umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Liðið er því komið á blað í deildinni eftir tap fyrir Keflavík í fyrsta leik. Eftir jafnar fyrstu mínútur lokuðu Stólarnir algjörlega á ÍR á seinni hluta fyrsta leikhluta þar sem ÍR skoraði aðeins tvö stig á rúmum fimm mínútum áður en leikhlutinn kláraðist. Stólarnir röðuðu niður stigum á sama tíma og voru með 18 stiga forskot, 31-13 þegar leikhlutanum lauk. ÍR-ingar tóku við sér í öðrum leikhluta og tókst að finna körfuna á ný. Það hægði þó töluvert á stigasöfnun Tindastóls sem tókst aðeins að skora 17 stig í leikhlutanum en ÍR setti 22. Munurinn í hléi var því 13 stig, 48-35 fyrir Tindastól. Stólarnir viðhéldu forystu sinni nánast allt til loka en tókst aldrei að auka mikið við hana. Munurinn var um tólf til tuttugu stig í þriðja og fjórða leikhlutanum. Að endingu var munurinn 15 stig og vann Tindastóll þægilegan 85-70 sigur gegn ÍR. Tindastóll er því kominn á blað í deildinni, en liðið tapaði naumlega fyrir Keflavík í fyrstu umferð. ÍR er einnig með tvö stig í deildinni en liðið vann Njarðvík á heimavelli í fyrstu umferð. Af hverju vann Tindastóll? Góður fyrsti leikhluti var grunnurinn að sigri Tindastóls í kvöld. Liðið var ekki frábært eftir það en sigur liðsins var þrátt fyrir það aldrei í hættu. Kanalausir ÍR-ingar voru aldrei líklegir til árangurs í leiknum en gerðu þó vel í þremur leikhlutum af fjórum og skoruðu alls 57 stig gegn 54 stigum Tindastóls í síðustu leikhlutunum þremur. Hverjir stóðu upp úr? Taiwo Badmus var stigahæstur á vellinum með 26 stig fyrir Tindastól en liðsfélagi hans Antonio Keyshawn Woods var með 22 stig auk þess að vera með fimm stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Hvað gekk illa? Luciano Massarelli var stigahæstur í liði ÍR en gekk þrátt fyrir það afar illa að hitta körfuna. Hann tók 16 skot í leiknum og hitti aðeins úr fimm. Þar gerir skotnýtingu upp á 31 prósent sem þó skárri en hittni liðsfélaga hans Martin Paasoja sem skoraði úr tveimur skotum af sjö, skoraði átta stig og var með 28 prósent nýtingu. Hvað gerist næst? Tindastóll á stórleik næsta föstudagskvöld þegar þeir sækja Njarðvíkinga heim en bæði lið eru með tvö stig í deildinni eftir sigur Njarðvíkinga á Hetti í kvöld. Fyrr um kvöldið á föstudag fær ÍR Stjörnuna í heimsókn í Skógarsel.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti