Hörður Björgvin og Panathinaikos enn með fullt hús stiga | FCK stal stigi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 20:31 Hörður Björgvin er að gera gott mót í Grikklandi. Robbie Jay Barratt/Getty Images Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos virðast ætla að vinna öruggan sigur í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann sinn áttunda leik í röð í dag. Í Danmörku voru Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson í eldlínunni þegar FC Kaupmannahöfn bjargaði stigi gegn erkifjendum sínum í Bröndby í blálokin. Hörður Björgvin var á sínum stað í hjarta varnar Panathinaikos þegar liðið vann 2-0 útisigur á Lamia í dag. Mörk gestanna komu um miðbik beggja hálfleika og má segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Aðrir Íslendingar í Grikklandi áttu dapran dag. Viðar Örn Kjartansson spilaði 70 mínútur og Samúel Kári Friðjónsson ellefu þegar Atromitos tapaði 1-0 á útivelli gegn AEK Aþenu. Þá var Guðmundur Þórarinsson allan tímann á varamannbekk OFI Crete sem gerði 2-2 jafntefli við Giannina. Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 24 stig, eða fullt hús stiga, að loknum átta leikjum. Liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk. Atromitos er í 8. sæti með 11 stig og Crete í 11. sæti með fimm stig. Í Danmörku var Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði FCK er meistararnir heimsóttu Bröndby. Orri Steinn var á bekknum en Hákon Arnar Haraldsson tók út leikbann. Heimamenn í Bröndby komust yfir snemma leik og skommu síðar fékk Ísak Bergmann gult spjald. Orri Steinn kom inn í hálfleik og svo þegar klukkustund var liðin kom Roony Bardghji inn af bekknum en sá er fæddur 2005. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Roony og tryggði FCK stig sem gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið. Um er að ræða þriðja jafntefli liðsins i röð en gríðarleg meiðsli herja á leikmannahóp þess. TEAM #fcklive #sldk Getty Images pic.twitter.com/HMspdZrsec— F.C. København (@FCKobenhavn) October 16, 2022 FCK er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, átta stigum minna en topplið Nordsjælland. Fótbolti Danski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Sjá meira
Hörður Björgvin var á sínum stað í hjarta varnar Panathinaikos þegar liðið vann 2-0 útisigur á Lamia í dag. Mörk gestanna komu um miðbik beggja hálfleika og má segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Aðrir Íslendingar í Grikklandi áttu dapran dag. Viðar Örn Kjartansson spilaði 70 mínútur og Samúel Kári Friðjónsson ellefu þegar Atromitos tapaði 1-0 á útivelli gegn AEK Aþenu. Þá var Guðmundur Þórarinsson allan tímann á varamannbekk OFI Crete sem gerði 2-2 jafntefli við Giannina. Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 24 stig, eða fullt hús stiga, að loknum átta leikjum. Liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk. Atromitos er í 8. sæti með 11 stig og Crete í 11. sæti með fimm stig. Í Danmörku var Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði FCK er meistararnir heimsóttu Bröndby. Orri Steinn var á bekknum en Hákon Arnar Haraldsson tók út leikbann. Heimamenn í Bröndby komust yfir snemma leik og skommu síðar fékk Ísak Bergmann gult spjald. Orri Steinn kom inn í hálfleik og svo þegar klukkustund var liðin kom Roony Bardghji inn af bekknum en sá er fæddur 2005. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Roony og tryggði FCK stig sem gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið. Um er að ræða þriðja jafntefli liðsins i röð en gríðarleg meiðsli herja á leikmannahóp þess. TEAM #fcklive #sldk Getty Images pic.twitter.com/HMspdZrsec— F.C. København (@FCKobenhavn) October 16, 2022 FCK er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, átta stigum minna en topplið Nordsjælland.
Fótbolti Danski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Sjá meira