Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 08:06 Bandaríkin, NATO og íslensk stjórnvöld hafa sett milljarða í fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum. Hér er ein af kafbátaleitarflugvélum Bandaríkjahers í nýuppgerðu flugskýli Landhelgisgæslunnar á öryggissvæði flugvallarins. Vísir/HMP Flugsveit frá Kanada hefur tekið þátt í eftirliti með hafsvæðinu við Ísland að undanförnu. Það er til viðbótar við flugsveitir Bandaríkjamanna sem hafa vaktað norðanvert Atlantshaf frá Íslandi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Bandaríkjamenn hafa um nokkuð skeið flogið P-8A Poseidon flugvélum frá Keflavík en þær eru meðal annars notaðar til að leita að kafbátum. Bandaríkjaher hefur þó ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn voru þó á Keflavíkurflugvelli í september vegna reksturs flugsveitarinnar. Þá hafa flugmenn frá Kanada einnig bæst í hópinn. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Sveinn Guðmarsson, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að umferð bandarískra kafbátaleitarvéla um Keflavíkurflugvöll sé „ekki meiri um þessar mundir en við er að búast miðað við árstíma og ástand heimsmála“. Þar að auki hafi staðið yfir reglubundin áhafnaskipti þar sem ein flugsveit leysir aðra af hólmi. Hann sagði einnig að kanadískar P-3 kafbátaleitarvélar hefðu að undanförnu haft viðdvöl hér á landi. Inntur eftir fjölda flugvéla á Íslandi sagði hann slíkar upplýsingar ekki gefnar upp. Kandamenn á Íslandi Talskona herafla Kanada sagði flugher ríkisins nota flugvélar eins og CP-140 til að vakta höfin í kringum Kanada. Þessar og annarskonar flugvélar Kanada væru sjáanlegar víða og þar á meðal nærri Íslandi. Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í sumar að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Annar yfirmaður í Bandaríkjaflota sló á svipaða strengi þegar hann heimsótti Keflavíkurflugvöll í sumar. Aðmírállinn Mike Gilday sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Aukin spenna Aukin spenna hefur myndast á Atlantshafinu síðustu mánuði og þá sérstaklega eftir að skemmdir voru unnar á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Vitað er til þess að Rússar hafi verið að kortleggja stæstrengi hér við land. Sjá einnig: Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Vert er að benda einnig á að yfirvöld í Noregi hafa aukið eftirlit með borpöllum undan ströndum landsins og segja dróna hafa sést á lofti yfir Norðursjó. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig haft tilefni til að auka kafbátaleit sína og varnir vegna flotaæfinga á Atlantshafi en USS Gerald R. Ford, nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjanna, hefur komið að þeim æfingum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford í Atlantshafinu í síðustu viku. Á myndinni eru einnig spænska freigátan Alvaro de Bazan, þýska freigátan FGS Hessen og beitiskipið USS Normandy.Bandaríkjafloti/Jacob Mattingly Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Hernaður Keflavíkurflugvöllur Kanada Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hafa umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Bandaríkjamenn hafa um nokkuð skeið flogið P-8A Poseidon flugvélum frá Keflavík en þær eru meðal annars notaðar til að leita að kafbátum. Bandaríkjaher hefur þó ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn voru þó á Keflavíkurflugvelli í september vegna reksturs flugsveitarinnar. Þá hafa flugmenn frá Kanada einnig bæst í hópinn. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Sveinn Guðmarsson, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að umferð bandarískra kafbátaleitarvéla um Keflavíkurflugvöll sé „ekki meiri um þessar mundir en við er að búast miðað við árstíma og ástand heimsmála“. Þar að auki hafi staðið yfir reglubundin áhafnaskipti þar sem ein flugsveit leysir aðra af hólmi. Hann sagði einnig að kanadískar P-3 kafbátaleitarvélar hefðu að undanförnu haft viðdvöl hér á landi. Inntur eftir fjölda flugvéla á Íslandi sagði hann slíkar upplýsingar ekki gefnar upp. Kandamenn á Íslandi Talskona herafla Kanada sagði flugher ríkisins nota flugvélar eins og CP-140 til að vakta höfin í kringum Kanada. Þessar og annarskonar flugvélar Kanada væru sjáanlegar víða og þar á meðal nærri Íslandi. Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í sumar að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Annar yfirmaður í Bandaríkjaflota sló á svipaða strengi þegar hann heimsótti Keflavíkurflugvöll í sumar. Aðmírállinn Mike Gilday sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Aukin spenna Aukin spenna hefur myndast á Atlantshafinu síðustu mánuði og þá sérstaklega eftir að skemmdir voru unnar á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Vitað er til þess að Rússar hafi verið að kortleggja stæstrengi hér við land. Sjá einnig: Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Vert er að benda einnig á að yfirvöld í Noregi hafa aukið eftirlit með borpöllum undan ströndum landsins og segja dróna hafa sést á lofti yfir Norðursjó. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig haft tilefni til að auka kafbátaleit sína og varnir vegna flotaæfinga á Atlantshafi en USS Gerald R. Ford, nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjanna, hefur komið að þeim æfingum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford í Atlantshafinu í síðustu viku. Á myndinni eru einnig spænska freigátan Alvaro de Bazan, þýska freigátan FGS Hessen og beitiskipið USS Normandy.Bandaríkjafloti/Jacob Mattingly
Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Hernaður Keflavíkurflugvöllur Kanada Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira