Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Selfoss 26-35 | Selfyssingar stöðvuðu sigurgöngu ÍR í Skógarselinu Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 30. október 2022 21:00 Úr leik kvöldsins. Vísir/Diego ÍR-ingar sem hafa verið taplausir á heimavelli síðan þeir fluttu í nýtt hús, tóku á móti Selfossi í 7. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Selfyssingum tókst að binda endi á það í kvöld er þeir unnu níu marka sigur á ÍR. Lokatölur 26-35. ÍR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Þeir leiddu með einu til tveimur mörkum fyrstu tíu mínúturnar en þá tóku Selfyssingar forystuna sem þeir létu ekki af hendi. Selfyssingar stóðu vörnina vel í kvöldVísir: Diego Þegar um stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik leiddu Selfyssingar með tveimur mörkum, 7-9. ÍR-ingar náðu að minnka muninn niður í eitt mark þegar tæplega tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks en það virtist vera olía á eldinn fyrir Selfoss, sem leiddimeð fjórum mörkum í hálfleik, 13-17. Sóknarleikur ÍR-inga hrundi hreinlega í seinni hálfleik þar sem þeir fóru með hvert færið á fætur öðru. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik leiddu Selfyssingar með tíu mörkum, 17-27. Arnar Freyr skoraði átta mörk í kvöldVísir: Diego Selfyssingar komu sér mest í þrettán marka forystu en níu mörk skildi liðin að þegar flautað var til leiksloka, 26-35. Afhverju vann Selfoss? Þeir spiluðu mjög agaðann leik heilt yfir. Sóknarleikurinn var góður og náðu þeir að opna vörn ÍR vel á köflum. Varnarleikurinn var virkilega öflugur og kom höndin þó nokkrum sinnum upp á ÍR sem leiddi til þess að þeir fóru í ótímabær skot sem enduðu hjá markverði Selfoss eða framhjá. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍR var það Arnar Freyr Guðmundsson sem bar sóknarleikinn á herðum sér og endaði með átta mörk. Hjá Selfossi var Atli Ævar Ingólfsson atkvæðamestur með sjö mörk. Ísak Gústafsson var með sex mörk. Vilius Rasimas var frábær í markinu í kvöld, hann varði 14 bolta og endaði með 45% markvörslu. Vilius Rasimas var frábær í marki SelfyssingaVísir: Diego Hvað gekk illa? Það er hægt að skrifa margt á sóknarleik ÍR í þessum leik. Það fóru alltof margar sóknir í vaskinn hjá þeim þar sem þeir þvinguðu boltann inn á línu en boltinn endaði í höndunum á varnarmönnum Selfoss. Á köflum komu svo ótímabær skot sem hefði verið hægt að vanda betur. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 6. nóvember kl. 19:30 mæti ÍR Stjörnunni í TM-höllinni. Mánudaginn 7. nóvember mætast Valur og Selfoss í Origo-höllinni. Bjarni Fritzson: „Mér fannst heilt yfir sóknarleikurinn aldrei ná neinum takti“ Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, leggur strákunum línurnarVísir: Diego „Það er svekkjandi að tapa,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR, svekktur eftir níu marka tap á móti Selfossi í Olís-deild karla. Lokatölur 26-35. „Við byrjuðum í 5-1 vörn og ætluðum að koma þeim aðeins á óvart. Mér fannst það heppnast mjög vel. Ég var svekktur í hálfleik að við hefðum ekki notfært okkur það betur, við hefðum getað verið í betri stöðu. Mér fannst þeir í miklum vandræðum, þannig séð. Við hefðum getað verið í betri stöðu í hálfleik út frá varnarleik.“ Sóknarleikur ÍR var ekki upp á marga fiska í leiknum og tekur Bjarni það alfarið á sig. Hann var búin að skoða Selfoss og taldi sig vera að vinna með veikleika þeirra en það gekk ekki upp í kvöld „Ég held að það verði að skrifast á mig, ég var búin að skoða Selfyssinga og sjá eitthvað sem ég taldi vera veikleika hjá þeim. Við fórum með ákveðið plan og mér fannst það ekki virka. Stundum gerist það, maður skoðar og við gerum þetta svona og svona en mér fannst sóknarplanið ekki nógu gott. Mér fannst við aldrei ná að opna þá og ef við opnuðum þá, þá var hann góður í markinu. Mér fannst heilt yfir sóknarleikurinn aldrei ná neinum takti. Ég held að það sé þjálfaranum að kenna því að það er þjálfarinn sem setur upp planið og ef það virkar ekki þá þarf hann að hugsa sinn gang.“ Nú eru ÍR-ingar búnir að tapa þremur leikjum í röð þar sem munar um tíu mörkum á liðinum. Aðspurður hvort að það væri áhyggjuefni sagðist Bjarni ekki vera að pæla í því. „Ég er ekkert að pæla í því. Ég er að pæla í þessu og núna pæli ég í því hvernig við getum orðið betri og ég er aðallega að hugsa um það. Bara einn dagur í einu og allt það.“ Næsti leikur er á móti Stjörnunni og vonar Bjarni að þeir mæti og spili frábæran leik. „Ég væri til í að mæta þeim og spila frábæran leik. Það er það sem ég myndi vilja gera og vonandi gerum við það.“ Olís-deild karla ÍR UMF Selfoss Tengdar fréttir „Varnarleikurinn leggur grunninn að þessu“ „Ég er virkilega sáttur að hafa unnið hérna í kvöld. Það er góð fyrsta tilfinning og á erfiðum útivelli. ÍR-ingar eru búnir að vera spila vel svo að við áttum von á hörkuleik. Þetta var þægilegra í seinni hálfleik, það var smá bras í fyrri,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, sáttur eftir níu marka sigur á ÍR í Olís-deild karla í kvöld, lokatölur 26-35. 30. október 2022 21:30
ÍR-ingar sem hafa verið taplausir á heimavelli síðan þeir fluttu í nýtt hús, tóku á móti Selfossi í 7. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Selfyssingum tókst að binda endi á það í kvöld er þeir unnu níu marka sigur á ÍR. Lokatölur 26-35. ÍR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Þeir leiddu með einu til tveimur mörkum fyrstu tíu mínúturnar en þá tóku Selfyssingar forystuna sem þeir létu ekki af hendi. Selfyssingar stóðu vörnina vel í kvöldVísir: Diego Þegar um stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik leiddu Selfyssingar með tveimur mörkum, 7-9. ÍR-ingar náðu að minnka muninn niður í eitt mark þegar tæplega tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks en það virtist vera olía á eldinn fyrir Selfoss, sem leiddimeð fjórum mörkum í hálfleik, 13-17. Sóknarleikur ÍR-inga hrundi hreinlega í seinni hálfleik þar sem þeir fóru með hvert færið á fætur öðru. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik leiddu Selfyssingar með tíu mörkum, 17-27. Arnar Freyr skoraði átta mörk í kvöldVísir: Diego Selfyssingar komu sér mest í þrettán marka forystu en níu mörk skildi liðin að þegar flautað var til leiksloka, 26-35. Afhverju vann Selfoss? Þeir spiluðu mjög agaðann leik heilt yfir. Sóknarleikurinn var góður og náðu þeir að opna vörn ÍR vel á köflum. Varnarleikurinn var virkilega öflugur og kom höndin þó nokkrum sinnum upp á ÍR sem leiddi til þess að þeir fóru í ótímabær skot sem enduðu hjá markverði Selfoss eða framhjá. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍR var það Arnar Freyr Guðmundsson sem bar sóknarleikinn á herðum sér og endaði með átta mörk. Hjá Selfossi var Atli Ævar Ingólfsson atkvæðamestur með sjö mörk. Ísak Gústafsson var með sex mörk. Vilius Rasimas var frábær í markinu í kvöld, hann varði 14 bolta og endaði með 45% markvörslu. Vilius Rasimas var frábær í marki SelfyssingaVísir: Diego Hvað gekk illa? Það er hægt að skrifa margt á sóknarleik ÍR í þessum leik. Það fóru alltof margar sóknir í vaskinn hjá þeim þar sem þeir þvinguðu boltann inn á línu en boltinn endaði í höndunum á varnarmönnum Selfoss. Á köflum komu svo ótímabær skot sem hefði verið hægt að vanda betur. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 6. nóvember kl. 19:30 mæti ÍR Stjörnunni í TM-höllinni. Mánudaginn 7. nóvember mætast Valur og Selfoss í Origo-höllinni. Bjarni Fritzson: „Mér fannst heilt yfir sóknarleikurinn aldrei ná neinum takti“ Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, leggur strákunum línurnarVísir: Diego „Það er svekkjandi að tapa,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR, svekktur eftir níu marka tap á móti Selfossi í Olís-deild karla. Lokatölur 26-35. „Við byrjuðum í 5-1 vörn og ætluðum að koma þeim aðeins á óvart. Mér fannst það heppnast mjög vel. Ég var svekktur í hálfleik að við hefðum ekki notfært okkur það betur, við hefðum getað verið í betri stöðu. Mér fannst þeir í miklum vandræðum, þannig séð. Við hefðum getað verið í betri stöðu í hálfleik út frá varnarleik.“ Sóknarleikur ÍR var ekki upp á marga fiska í leiknum og tekur Bjarni það alfarið á sig. Hann var búin að skoða Selfoss og taldi sig vera að vinna með veikleika þeirra en það gekk ekki upp í kvöld „Ég held að það verði að skrifast á mig, ég var búin að skoða Selfyssinga og sjá eitthvað sem ég taldi vera veikleika hjá þeim. Við fórum með ákveðið plan og mér fannst það ekki virka. Stundum gerist það, maður skoðar og við gerum þetta svona og svona en mér fannst sóknarplanið ekki nógu gott. Mér fannst við aldrei ná að opna þá og ef við opnuðum þá, þá var hann góður í markinu. Mér fannst heilt yfir sóknarleikurinn aldrei ná neinum takti. Ég held að það sé þjálfaranum að kenna því að það er þjálfarinn sem setur upp planið og ef það virkar ekki þá þarf hann að hugsa sinn gang.“ Nú eru ÍR-ingar búnir að tapa þremur leikjum í röð þar sem munar um tíu mörkum á liðinum. Aðspurður hvort að það væri áhyggjuefni sagðist Bjarni ekki vera að pæla í því. „Ég er ekkert að pæla í því. Ég er að pæla í þessu og núna pæli ég í því hvernig við getum orðið betri og ég er aðallega að hugsa um það. Bara einn dagur í einu og allt það.“ Næsti leikur er á móti Stjörnunni og vonar Bjarni að þeir mæti og spili frábæran leik. „Ég væri til í að mæta þeim og spila frábæran leik. Það er það sem ég myndi vilja gera og vonandi gerum við það.“
Olís-deild karla ÍR UMF Selfoss Tengdar fréttir „Varnarleikurinn leggur grunninn að þessu“ „Ég er virkilega sáttur að hafa unnið hérna í kvöld. Það er góð fyrsta tilfinning og á erfiðum útivelli. ÍR-ingar eru búnir að vera spila vel svo að við áttum von á hörkuleik. Þetta var þægilegra í seinni hálfleik, það var smá bras í fyrri,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, sáttur eftir níu marka sigur á ÍR í Olís-deild karla í kvöld, lokatölur 26-35. 30. október 2022 21:30
„Varnarleikurinn leggur grunninn að þessu“ „Ég er virkilega sáttur að hafa unnið hérna í kvöld. Það er góð fyrsta tilfinning og á erfiðum útivelli. ÍR-ingar eru búnir að vera spila vel svo að við áttum von á hörkuleik. Þetta var þægilegra í seinni hálfleik, það var smá bras í fyrri,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, sáttur eftir níu marka sigur á ÍR í Olís-deild karla í kvöld, lokatölur 26-35. 30. október 2022 21:30
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti