Umfjöllun og viðtal: Afturelding-KA 34-29 | Fimmti sigur Aftureldingar í röð Dagur Lárusson skrifar 6. nóvember 2022 18:30 Afturelding tekur á móti KA í Mosfellsbæ. vísir/Diego Afturelding vann sinn fimmta sigur í röð í Olís-deild karla í handknattleik þegar þeir lögðu KA á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í kvöld. Með sigrinum jafna Mosfellingar Framara að stigum í öðru sæti deildarinnar. Fyrir leikinn var Afturelding í fjórða sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki á meðan KA var í áttunda sætinu með sex stig eftir jafn marga leiki. Fyrstu tíu mínútur leiksins voru heldur jafnar og skiptust liðin á að vera með forystuna. Árni Bragi Eyjólfsson fór fyrir sínu liði á meðan Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur hjá KA. Eftir fyrstu tíu mínúturnar fór heimaliðið að taka völdin á vellinum og náði smátt og smátt að auka forystu sína, meðal annars vegna þess að Jovan Kukobat í markinu byrjaði að verja mikið af skotum. Afturelding fór með þriggja marka forystu í hálfleikinn. Í seinni hálfleiknum tók Afturelding algjörlega yfir leikinn og þegar aðeins um tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum var liðið komið með tíu marka forystu en þá tók Jónatan leikhlé fyrir gestina. Það leikhlé breytti þó afar litlu og hélt leikurinn áfram að spilast eins og mínúturnar á undan. Þorsteinn Leó Gunnarsson var í rosalegu stuði í seinni hálfleiknum hjá Aftureldingu og fór fyrir liði sínu en hann endaði með tíu mörk og var markahæstur. Lokatölur í Mosfellsbænum í kvöld voru 34-29. Af hverju vann Afturelding? Varnarleikur KA var alls ekki góður og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum en Afturelding virtist skora í hverri einustu sókn. Þessir stóðu uppúr: Þorsteinn Leó var frábær í liði Aftureldingar og skoraði tíu mörk og Árni Bragi spilaði einnig virkilega vel en hann skoraði níu mörk. Í liði KA var Einar Rafn markahæstur með tíu mörk. Hvað gekk illa? Jónatan var alls ekki ánægður með varnarleik síns liðs, það er ekki boðlegt að fá á sig 34 mörk. Hvað gerist næst? Næsti leikur KA er gegn FH eftir viku á meðan Afturelding mætir ÍR daginn eftir. Gunnar: Flott liðsframmistaða Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með sigurinn gegn KA.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var fyrst of fremst rosalega flott liðsframmistaða og ég er mjög stoltur af liðinu,” byrjaði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, að segja eftir leik. „Við náðum frumkvæðinu í leiknum frekar snemma og héldum því svo meira og minna allan leikinn. Við vorum líka svolítið að vonast eftir því að KA liðið myndi hægja á sér. Við vissum að þeir væru að koma úr erfiðu prógrammi og þeir urðu svolítið bensínlausir og þess vegna náðum við að klára þetta á síðasta korterinu,” hélt Gunnar áfram. Gunnar talaði um það fyrir leikinn að hann vildi sjá góða vörn hjá sínu liði og hann segist hafa séð það mest allan leikinn í dag. „Vörnin var góð nánast allan leikinn en þeir auðvitað voru góðir í því að keyra mikið á okkur og við vorum í smá brasi með það. Við vorum til dæmis að skipta einum til tveimur eftir hverja sókn og þeir náðu að nýta sér það svolítið og skoruðu því úr of mörgum hraðaupphlaupum að mínu mati,” endaði Gunnar á að segja eftir leik. Handbolti Olís-deild karla Afturelding KA Tengdar fréttir Jónatan: Getum ekki notað álagið sem afsökun Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, var að vonum ósáttur eftir tap síns liðs gegn Aftureldingu í Olís-deildinni í dag. Hann segir að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í leiknum. 6. nóvember 2022 19:10
Afturelding vann sinn fimmta sigur í röð í Olís-deild karla í handknattleik þegar þeir lögðu KA á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í kvöld. Með sigrinum jafna Mosfellingar Framara að stigum í öðru sæti deildarinnar. Fyrir leikinn var Afturelding í fjórða sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki á meðan KA var í áttunda sætinu með sex stig eftir jafn marga leiki. Fyrstu tíu mínútur leiksins voru heldur jafnar og skiptust liðin á að vera með forystuna. Árni Bragi Eyjólfsson fór fyrir sínu liði á meðan Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur hjá KA. Eftir fyrstu tíu mínúturnar fór heimaliðið að taka völdin á vellinum og náði smátt og smátt að auka forystu sína, meðal annars vegna þess að Jovan Kukobat í markinu byrjaði að verja mikið af skotum. Afturelding fór með þriggja marka forystu í hálfleikinn. Í seinni hálfleiknum tók Afturelding algjörlega yfir leikinn og þegar aðeins um tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum var liðið komið með tíu marka forystu en þá tók Jónatan leikhlé fyrir gestina. Það leikhlé breytti þó afar litlu og hélt leikurinn áfram að spilast eins og mínúturnar á undan. Þorsteinn Leó Gunnarsson var í rosalegu stuði í seinni hálfleiknum hjá Aftureldingu og fór fyrir liði sínu en hann endaði með tíu mörk og var markahæstur. Lokatölur í Mosfellsbænum í kvöld voru 34-29. Af hverju vann Afturelding? Varnarleikur KA var alls ekki góður og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum en Afturelding virtist skora í hverri einustu sókn. Þessir stóðu uppúr: Þorsteinn Leó var frábær í liði Aftureldingar og skoraði tíu mörk og Árni Bragi spilaði einnig virkilega vel en hann skoraði níu mörk. Í liði KA var Einar Rafn markahæstur með tíu mörk. Hvað gekk illa? Jónatan var alls ekki ánægður með varnarleik síns liðs, það er ekki boðlegt að fá á sig 34 mörk. Hvað gerist næst? Næsti leikur KA er gegn FH eftir viku á meðan Afturelding mætir ÍR daginn eftir. Gunnar: Flott liðsframmistaða Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með sigurinn gegn KA.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var fyrst of fremst rosalega flott liðsframmistaða og ég er mjög stoltur af liðinu,” byrjaði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, að segja eftir leik. „Við náðum frumkvæðinu í leiknum frekar snemma og héldum því svo meira og minna allan leikinn. Við vorum líka svolítið að vonast eftir því að KA liðið myndi hægja á sér. Við vissum að þeir væru að koma úr erfiðu prógrammi og þeir urðu svolítið bensínlausir og þess vegna náðum við að klára þetta á síðasta korterinu,” hélt Gunnar áfram. Gunnar talaði um það fyrir leikinn að hann vildi sjá góða vörn hjá sínu liði og hann segist hafa séð það mest allan leikinn í dag. „Vörnin var góð nánast allan leikinn en þeir auðvitað voru góðir í því að keyra mikið á okkur og við vorum í smá brasi með það. Við vorum til dæmis að skipta einum til tveimur eftir hverja sókn og þeir náðu að nýta sér það svolítið og skoruðu því úr of mörgum hraðaupphlaupum að mínu mati,” endaði Gunnar á að segja eftir leik.
Handbolti Olís-deild karla Afturelding KA Tengdar fréttir Jónatan: Getum ekki notað álagið sem afsökun Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, var að vonum ósáttur eftir tap síns liðs gegn Aftureldingu í Olís-deildinni í dag. Hann segir að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í leiknum. 6. nóvember 2022 19:10
Jónatan: Getum ekki notað álagið sem afsökun Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, var að vonum ósáttur eftir tap síns liðs gegn Aftureldingu í Olís-deildinni í dag. Hann segir að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í leiknum. 6. nóvember 2022 19:10
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik