Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2022 11:48 Úkraínskur hermaður í Kherson-héraði. Getty/Metin Aktas Hersveitir Úkraínu hafa náð árangri gegn Rússum í Kherson-héraði í dag og í gær. Rússar eru sagðir hafa verið sigraðir í nokkrum þorpum á vesturbakka Dniproár og hafa sprengt upp nokkrar brýr til að gera Úkraínumönnum erfitt um vik. Fregnir af svæðinu eru enn nokkuð óljósar en útlit er fyrir að Úkraínumenn hafi náð að sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson. Í gær bárust fregnir af því að Úkraínumenn hefðu náð tökum á bænum Snihurivka, sem liggur beint norður af Kherson-borg, eftir harða bardaga við Rússa. Í kjölfarið hafa frásagnir af undanhaldi Rússa frá svæðinu orðið háværari. Rússar eru sagðir hafa sprengt brýr suður af Snihurivka í morgun og í nótt, til að gera Úkraínumönnum erfiðara að sækja áfram þar. Þá eru Rússar einnig sagðir hafa sprengt upp fleiri brýr þar sem Úkraínumenn hafa einnig verið að sækja fram. Destroyed bridge on the Snihurivka- Kherson direction /2 pic.twitter.com/P5bKiCsqji— Special Kherson Cat (@bayraktar_1love) November 9, 2022 Úkraínumenn hafa einnig sótt fram gegn Rússum á austurhluta víglínunnar í Kherson og þá með bökkum Dnipro. Rússar hafa um nokkurra vikna skeið gefið í skyn að þeir ætli að hörfa frá vesturbakka Dnipro og þar með Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. Úkraínumenn hófu í sumar gagnsókn gegn Rússum í Kherson en í aðdraganda hennar sendu Rússar sínar reynslumestu herdeildir til héraðsins. Þar hafa þær herdeildir verið á víglínunum síðan og án mikillar hvíldar. Á þessum tíma hafa Úkraínumenn sprengt upp brýr yfir Dnipro og reynt að gera Rússum erfitt að koma birgðum og hergögnum til hersveita sinna á vesturbakkanum. Þannig hafa Úkraínumenn viljað þvinga Rússa til að hörfa í stað þess að þurfa að berjast um Kherson-borg, götu fyrir götu, hús fyrir hús. Á sama tíma og Rússar hafa flutt hermenn frá vesturbakkanum hafa þeir sent aðra í staðinn og flutt hergögn á svæðið. Leppstjórar Rússa í héraðinu hafa sömuleiðis talað um undanhald hersins. Úkraínumenn hafa hins vegar sagt að ekkert fararsnið væri á Rússum og að líklega væru Rússar að reyna að laða úkraínska hermenn í gildru í kringum Kherson-borg, þar sem Rússar hefðu verið að byggja upp varnir. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14 Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15 Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Þegar rússneskir hermenn tóku yfir bæinn Bucha, norður af Kænugarði, snemma eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, fóru hermenn um bæinn með lista. Á þeim listum, sem voru frá leyniþjónustum Rússlands, voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. 4. nóvember 2022 10:53 Fjarlægðu rússneska fánann af ráðhúsinu í Kherson og sagðir líklegir til að hörfa Einn af leppstjórum Rússa í Kherson-héraði í Úkraínu sagði í morgun að líklegt væri að rússneskir hermenn myndu hörfa frá vesturbakka Dniproár og þar með Kherson-borg, einu héraðshöfuðborginni sem Rússar hafa náð tökum á frá því innrás þeirra hófst í febrúar. 3. nóvember 2022 14:29 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Yfirvöld í Kænugarði segir að verið sé þvinga íbúa á brott en Rússar vinna hörðum höndum að því að byggja upp varnir á vestur-bakka Dniproár í kringum Kherson-borg, höfuðborg héraðsins. 1. nóvember 2022 15:10 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Fregnir af svæðinu eru enn nokkuð óljósar en útlit er fyrir að Úkraínumenn hafi náð að sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson. Í gær bárust fregnir af því að Úkraínumenn hefðu náð tökum á bænum Snihurivka, sem liggur beint norður af Kherson-borg, eftir harða bardaga við Rússa. Í kjölfarið hafa frásagnir af undanhaldi Rússa frá svæðinu orðið háværari. Rússar eru sagðir hafa sprengt brýr suður af Snihurivka í morgun og í nótt, til að gera Úkraínumönnum erfiðara að sækja áfram þar. Þá eru Rússar einnig sagðir hafa sprengt upp fleiri brýr þar sem Úkraínumenn hafa einnig verið að sækja fram. Destroyed bridge on the Snihurivka- Kherson direction /2 pic.twitter.com/P5bKiCsqji— Special Kherson Cat (@bayraktar_1love) November 9, 2022 Úkraínumenn hafa einnig sótt fram gegn Rússum á austurhluta víglínunnar í Kherson og þá með bökkum Dnipro. Rússar hafa um nokkurra vikna skeið gefið í skyn að þeir ætli að hörfa frá vesturbakka Dnipro og þar með Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. Úkraínumenn hófu í sumar gagnsókn gegn Rússum í Kherson en í aðdraganda hennar sendu Rússar sínar reynslumestu herdeildir til héraðsins. Þar hafa þær herdeildir verið á víglínunum síðan og án mikillar hvíldar. Á þessum tíma hafa Úkraínumenn sprengt upp brýr yfir Dnipro og reynt að gera Rússum erfitt að koma birgðum og hergögnum til hersveita sinna á vesturbakkanum. Þannig hafa Úkraínumenn viljað þvinga Rússa til að hörfa í stað þess að þurfa að berjast um Kherson-borg, götu fyrir götu, hús fyrir hús. Á sama tíma og Rússar hafa flutt hermenn frá vesturbakkanum hafa þeir sent aðra í staðinn og flutt hergögn á svæðið. Leppstjórar Rússa í héraðinu hafa sömuleiðis talað um undanhald hersins. Úkraínumenn hafa hins vegar sagt að ekkert fararsnið væri á Rússum og að líklega væru Rússar að reyna að laða úkraínska hermenn í gildru í kringum Kherson-borg, þar sem Rússar hefðu verið að byggja upp varnir.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14 Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15 Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Þegar rússneskir hermenn tóku yfir bæinn Bucha, norður af Kænugarði, snemma eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, fóru hermenn um bæinn með lista. Á þeim listum, sem voru frá leyniþjónustum Rússlands, voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. 4. nóvember 2022 10:53 Fjarlægðu rússneska fánann af ráðhúsinu í Kherson og sagðir líklegir til að hörfa Einn af leppstjórum Rússa í Kherson-héraði í Úkraínu sagði í morgun að líklegt væri að rússneskir hermenn myndu hörfa frá vesturbakka Dniproár og þar með Kherson-borg, einu héraðshöfuðborginni sem Rússar hafa náð tökum á frá því innrás þeirra hófst í febrúar. 3. nóvember 2022 14:29 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Yfirvöld í Kænugarði segir að verið sé þvinga íbúa á brott en Rússar vinna hörðum höndum að því að byggja upp varnir á vestur-bakka Dniproár í kringum Kherson-borg, höfuðborg héraðsins. 1. nóvember 2022 15:10 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14
Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15
Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Þegar rússneskir hermenn tóku yfir bæinn Bucha, norður af Kænugarði, snemma eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, fóru hermenn um bæinn með lista. Á þeim listum, sem voru frá leyniþjónustum Rússlands, voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. 4. nóvember 2022 10:53
Fjarlægðu rússneska fánann af ráðhúsinu í Kherson og sagðir líklegir til að hörfa Einn af leppstjórum Rússa í Kherson-héraði í Úkraínu sagði í morgun að líklegt væri að rússneskir hermenn myndu hörfa frá vesturbakka Dniproár og þar með Kherson-borg, einu héraðshöfuðborginni sem Rússar hafa náð tökum á frá því innrás þeirra hófst í febrúar. 3. nóvember 2022 14:29
75 ára kona barin, skorin og nauðgað Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Yfirvöld í Kænugarði segir að verið sé þvinga íbúa á brott en Rússar vinna hörðum höndum að því að byggja upp varnir á vestur-bakka Dniproár í kringum Kherson-borg, höfuðborg héraðsins. 1. nóvember 2022 15:10