Baggalútur afhjúpar samstarf við frægan erlendan listamann Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 12:04 Listamaðurinn Krištof Kintera mun hanna sviðið á jólatónleikum Baggalúts. Aðsend Ástsæla og sívinsæla sveitin Baggalútur var að senda frá sér myndband af áhugaverðum blaðamannafundi þeirra. Ástæðan er komandi jólatónleikatörn sveitarinnar og samstarf við tékkneska listamanninn og hönnuðinn Krištof Kintera.. Hér má sjá upptöku Baggalúts af blaðamannafundinum: Klippa: Baggalútur kynnir Kri tof Kintera Umhverfisvæn listsköpun Tékkneski myndlistarmaðurinn Krištof Kintera mun hanna og reisa sviðið á jólatónleikum Baggalúts í Háskólabíói. Verkið verður unnið í samstarfi við Terra umhverfisþjónustu, sem leggur listamanninum til hráefni. Krištof er þekktur fyrir að nota hluti sem hafa verið fleygt eða fargað í sinni listsköpun og þá gjarnan raftæki. „Verk hans kveikja gjarnan hugrenningar um ýkta neyslumenningu, sóun, ágang á auðlindir jarðar og stöðu mannfólks í umhverfi sem fer hratt hnignandi þrátt fyrir örar tækniframfarir,“ segir í fréttatilkynningu. Kintera endurvinnur gamla hluti og breytir þeim í listaverk.Aðsend Óskað eftir nytjahlutum Listamaðurinn kemur til Íslands ásamt föruneyti síðar í mánuðinum en undirbúningur hefur staðið yfir síðan í sumar. Hann hefur sérstaklega óskað eftir ákveðnum hlutum sem verður safnað í sérmerkta gáma við vesturenda Háskólabíós, á móts við Dunhaga, á laugardag og sunnudag næstkomandi. Óskað er eftir þvottavélum, borðlömpum, standlömpum, gervijólatrjám, jólaseríum og ryksugum. „Þau sem vilja nýta tækifærið og koma fyrrgreindum hlutum í endurnýtingu og sjá þá öðlast nýtt hlutverk á sviði Háskólabíós í desember, eru beðin um að koma þeim snyrtilega fyrir í gámunum. Og kannski mun gamla góða ryksugan þín eða þvottavélin hans afa verða miðpunktur listaverks á heimsmælikvarða,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Gamlar og ónýttar þvottavélar nýtast Kintera vel.Aðsend Grínjólatónleikabransinn ekki undanskilinn Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra, segir þau fagna þessu tækifæri til að taka þátt í listsköpun þar sem hráefnið er nytjahlutir sem öðlast nýtt hlutverk. „Það er mikilvægt að nýta helst allt til fullnustu og skilja ekkert eftir. Það er mjög ánægjulegt að vera þátttakandi í þessu verkefni og við hlökkum mikið til að sjá útkomuna á sviði Háskólabíós.“ Guðmundur Kristinn Jónsson er leiðtogi tónlistar hjá Baggalúti og segir hljómsveitina í raun alltaf verið duglega við að endurvinna gamla slagara og gefa þeim framhaldslíf sem jólalög. „Þannig að ef þú pælir í því þá eru þessi fyrri tíma jólalög okkar meira og minna endurvinnsla. Sem er auðvitað frábært. En að því sögðu er afar mikilvægt að við hysjum öll upp um okkur og förum að hugsa um umhverfismál af alvöru. Grínjólatónlistarbransinn er þar ekki undanskilinn. Koma Krištofs Kintera er mikill fengur fyrir Baggalút að sjálfsögðu en ekki síður hvalreki fyrir íslenskt menningarlíf.“ Tónleikar á Íslandi Myndlist Tónlist Menning Jól Tengdar fréttir Nýtt lag frá Baggalút: „Extra sjálfhverfur og sjálfumglaður“ Hljómsveitin Baggalútur gefur frá sér glænýjan hásumarsmell sem fær hlustendur til þess að dansa og dilla sér á björtum sumarnóttum. Þeir eru að sjóða saman nýja plötu og eru strax byrjaðir að huga að jólagleðinni. 28. júní 2022 13:08 Baggalútur, Bríet og Valdimar gefa út jólalag Baggalútur, Valdimar Guðmundsson og Bríet hafa gefið út jólalag. 7. desember 2020 15:30 Baggalútur gefur út nýtt lag og myndband Er eg að verða vitlaus, eða hvað? er fyrsta lagið á væntanlegri plötu Baggalúts þar sem flutt eru ný lög við vísur og kvæði vestur–íslenska skáldsins Káins (1860–1936). 21. september 2020 15:32 Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Sautjándi desember er runninn upp og því tíu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 17. desember 2019 07:00 Baggalútur sendir frá sér nýtt aðventulag Hljómsveitin Baggalútur frumsýnir myndbandið við nýja aðventulagið sitt Afsakið þetta smáræði. 2. desember 2019 11:30 Frumsýning á nýju myndbandi með Baggalúti Baggalút þarf vart að kynna fyrir fólki en sveitin hefur verið starfandi um margra ára bil og er ein vinsælasta hljómsveit landsins, og ber þess sérstaklega merki í desembermánuði þar sem jólatónleikar þeirra telja á tugum og allir smekkuppseldir. 19. september 2019 12:45 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má sjá upptöku Baggalúts af blaðamannafundinum: Klippa: Baggalútur kynnir Kri tof Kintera Umhverfisvæn listsköpun Tékkneski myndlistarmaðurinn Krištof Kintera mun hanna og reisa sviðið á jólatónleikum Baggalúts í Háskólabíói. Verkið verður unnið í samstarfi við Terra umhverfisþjónustu, sem leggur listamanninum til hráefni. Krištof er þekktur fyrir að nota hluti sem hafa verið fleygt eða fargað í sinni listsköpun og þá gjarnan raftæki. „Verk hans kveikja gjarnan hugrenningar um ýkta neyslumenningu, sóun, ágang á auðlindir jarðar og stöðu mannfólks í umhverfi sem fer hratt hnignandi þrátt fyrir örar tækniframfarir,“ segir í fréttatilkynningu. Kintera endurvinnur gamla hluti og breytir þeim í listaverk.Aðsend Óskað eftir nytjahlutum Listamaðurinn kemur til Íslands ásamt föruneyti síðar í mánuðinum en undirbúningur hefur staðið yfir síðan í sumar. Hann hefur sérstaklega óskað eftir ákveðnum hlutum sem verður safnað í sérmerkta gáma við vesturenda Háskólabíós, á móts við Dunhaga, á laugardag og sunnudag næstkomandi. Óskað er eftir þvottavélum, borðlömpum, standlömpum, gervijólatrjám, jólaseríum og ryksugum. „Þau sem vilja nýta tækifærið og koma fyrrgreindum hlutum í endurnýtingu og sjá þá öðlast nýtt hlutverk á sviði Háskólabíós í desember, eru beðin um að koma þeim snyrtilega fyrir í gámunum. Og kannski mun gamla góða ryksugan þín eða þvottavélin hans afa verða miðpunktur listaverks á heimsmælikvarða,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Gamlar og ónýttar þvottavélar nýtast Kintera vel.Aðsend Grínjólatónleikabransinn ekki undanskilinn Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra, segir þau fagna þessu tækifæri til að taka þátt í listsköpun þar sem hráefnið er nytjahlutir sem öðlast nýtt hlutverk. „Það er mikilvægt að nýta helst allt til fullnustu og skilja ekkert eftir. Það er mjög ánægjulegt að vera þátttakandi í þessu verkefni og við hlökkum mikið til að sjá útkomuna á sviði Háskólabíós.“ Guðmundur Kristinn Jónsson er leiðtogi tónlistar hjá Baggalúti og segir hljómsveitina í raun alltaf verið duglega við að endurvinna gamla slagara og gefa þeim framhaldslíf sem jólalög. „Þannig að ef þú pælir í því þá eru þessi fyrri tíma jólalög okkar meira og minna endurvinnsla. Sem er auðvitað frábært. En að því sögðu er afar mikilvægt að við hysjum öll upp um okkur og förum að hugsa um umhverfismál af alvöru. Grínjólatónlistarbransinn er þar ekki undanskilinn. Koma Krištofs Kintera er mikill fengur fyrir Baggalút að sjálfsögðu en ekki síður hvalreki fyrir íslenskt menningarlíf.“
Tónleikar á Íslandi Myndlist Tónlist Menning Jól Tengdar fréttir Nýtt lag frá Baggalút: „Extra sjálfhverfur og sjálfumglaður“ Hljómsveitin Baggalútur gefur frá sér glænýjan hásumarsmell sem fær hlustendur til þess að dansa og dilla sér á björtum sumarnóttum. Þeir eru að sjóða saman nýja plötu og eru strax byrjaðir að huga að jólagleðinni. 28. júní 2022 13:08 Baggalútur, Bríet og Valdimar gefa út jólalag Baggalútur, Valdimar Guðmundsson og Bríet hafa gefið út jólalag. 7. desember 2020 15:30 Baggalútur gefur út nýtt lag og myndband Er eg að verða vitlaus, eða hvað? er fyrsta lagið á væntanlegri plötu Baggalúts þar sem flutt eru ný lög við vísur og kvæði vestur–íslenska skáldsins Káins (1860–1936). 21. september 2020 15:32 Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Sautjándi desember er runninn upp og því tíu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 17. desember 2019 07:00 Baggalútur sendir frá sér nýtt aðventulag Hljómsveitin Baggalútur frumsýnir myndbandið við nýja aðventulagið sitt Afsakið þetta smáræði. 2. desember 2019 11:30 Frumsýning á nýju myndbandi með Baggalúti Baggalút þarf vart að kynna fyrir fólki en sveitin hefur verið starfandi um margra ára bil og er ein vinsælasta hljómsveit landsins, og ber þess sérstaklega merki í desembermánuði þar sem jólatónleikar þeirra telja á tugum og allir smekkuppseldir. 19. september 2019 12:45 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Nýtt lag frá Baggalút: „Extra sjálfhverfur og sjálfumglaður“ Hljómsveitin Baggalútur gefur frá sér glænýjan hásumarsmell sem fær hlustendur til þess að dansa og dilla sér á björtum sumarnóttum. Þeir eru að sjóða saman nýja plötu og eru strax byrjaðir að huga að jólagleðinni. 28. júní 2022 13:08
Baggalútur, Bríet og Valdimar gefa út jólalag Baggalútur, Valdimar Guðmundsson og Bríet hafa gefið út jólalag. 7. desember 2020 15:30
Baggalútur gefur út nýtt lag og myndband Er eg að verða vitlaus, eða hvað? er fyrsta lagið á væntanlegri plötu Baggalúts þar sem flutt eru ný lög við vísur og kvæði vestur–íslenska skáldsins Káins (1860–1936). 21. september 2020 15:32
Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Sautjándi desember er runninn upp og því tíu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 17. desember 2019 07:00
Baggalútur sendir frá sér nýtt aðventulag Hljómsveitin Baggalútur frumsýnir myndbandið við nýja aðventulagið sitt Afsakið þetta smáræði. 2. desember 2019 11:30
Frumsýning á nýju myndbandi með Baggalúti Baggalút þarf vart að kynna fyrir fólki en sveitin hefur verið starfandi um margra ára bil og er ein vinsælasta hljómsveit landsins, og ber þess sérstaklega merki í desembermánuði þar sem jólatónleikar þeirra telja á tugum og allir smekkuppseldir. 19. september 2019 12:45
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið