Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. nóvember 2022 23:05 Cristiano Ronaldo er ekki aðdáandi Erik ten Hag. Steve Bardens/Getty Images Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. Ronaldo settist niður með breska þáttastjórnandanum Piers Morgan og ræddi þar ýmis mál í löngu viðtali. Þar segir hann meðal annars að félagið hafi verið að reyna að losna við sig. „Já,“ svaraði Ronaldo einfaldlega aðspurður að því hvort United hafi reynt að losa sig við hann. „Ekki bara þjálfarinn, heldur líka hinir tveir eða þrír gæjarnir í kringum klúbbinn. Mér leið eins og ég hafi verið svikinn.“ „En ég veit það ekki. Mér er alveg sama. Fólk ætti að heyra sannleikann. Já, mér finnst eins og ég hafi verið svikinn. Það er fólk þarna sem vill ekki hafa mig, ekki bara í ár, heldur í fyrra líka.“ „Ég skil ekki hvað er í gangi. Síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið hef ég ekki séð neina þróun hjá klúbbnum. Framfarirnar hafa verið engar.“ „Tökum sem dæmi, mér finnst áhugavert hvernig klúbbur eins og Manchester United rekur Ole [Gunnar Solskjær] og ræður svo íþróttastjórann (e. sporting director) Ralf Rangnick, sem er eitthvað sem enginn skilur. Hann er ekki einu sinni þjálfari! Þegar stór klúbbur eins og Manchester United ræður íþróttastjóra sem þjálfara þá verð ekki bara ég hissa, heldur allur heimurinn.“ „Það er ekkert sem breytist. Ekki heiti potturinn, sundlaugin, eða líkamsræktarsalurinn. Meira að segja tæknimálin, eldhúsið og kokkarnir - sem er reyndar frábært fólk sem ég kann að meta - en þetta þróast ekkert og það kom mér virkilega á óvart.“ Ég hélt að ég myndi sjá einhverja nýja hluti, nýja tækni eða innviði. En því miður þá sér maður enn mikið af hlutum sem ég var vanur að sjá þegar ég var 21 árs. Það kom mér virkilega á óvart.“ Cristiano Ronaldo on Erik ten Hag: “I don't have respect for Erik ten Hag because he doesn't show respect for me”, tells @PiersMorgan. 🚨 #MUFC“If you don't have respect for me, I will never have any for you”. pic.twitter.com/n3kRkvILbP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 13, 2022 Þá er Portúgalinn greinilega ekki mikill aðdáandi nýs þjálfara liðsins, Eriks ten Hag. „Ég ber ekki virðingu fyrir honum því hann ber ekki virðingu fyrir mér. Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá mun ég ekki sýna þér virðingu.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Sjá meira
Ronaldo settist niður með breska þáttastjórnandanum Piers Morgan og ræddi þar ýmis mál í löngu viðtali. Þar segir hann meðal annars að félagið hafi verið að reyna að losna við sig. „Já,“ svaraði Ronaldo einfaldlega aðspurður að því hvort United hafi reynt að losa sig við hann. „Ekki bara þjálfarinn, heldur líka hinir tveir eða þrír gæjarnir í kringum klúbbinn. Mér leið eins og ég hafi verið svikinn.“ „En ég veit það ekki. Mér er alveg sama. Fólk ætti að heyra sannleikann. Já, mér finnst eins og ég hafi verið svikinn. Það er fólk þarna sem vill ekki hafa mig, ekki bara í ár, heldur í fyrra líka.“ „Ég skil ekki hvað er í gangi. Síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið hef ég ekki séð neina þróun hjá klúbbnum. Framfarirnar hafa verið engar.“ „Tökum sem dæmi, mér finnst áhugavert hvernig klúbbur eins og Manchester United rekur Ole [Gunnar Solskjær] og ræður svo íþróttastjórann (e. sporting director) Ralf Rangnick, sem er eitthvað sem enginn skilur. Hann er ekki einu sinni þjálfari! Þegar stór klúbbur eins og Manchester United ræður íþróttastjóra sem þjálfara þá verð ekki bara ég hissa, heldur allur heimurinn.“ „Það er ekkert sem breytist. Ekki heiti potturinn, sundlaugin, eða líkamsræktarsalurinn. Meira að segja tæknimálin, eldhúsið og kokkarnir - sem er reyndar frábært fólk sem ég kann að meta - en þetta þróast ekkert og það kom mér virkilega á óvart.“ Ég hélt að ég myndi sjá einhverja nýja hluti, nýja tækni eða innviði. En því miður þá sér maður enn mikið af hlutum sem ég var vanur að sjá þegar ég var 21 árs. Það kom mér virkilega á óvart.“ Cristiano Ronaldo on Erik ten Hag: “I don't have respect for Erik ten Hag because he doesn't show respect for me”, tells @PiersMorgan. 🚨 #MUFC“If you don't have respect for me, I will never have any for you”. pic.twitter.com/n3kRkvILbP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 13, 2022 Þá er Portúgalinn greinilega ekki mikill aðdáandi nýs þjálfara liðsins, Eriks ten Hag. „Ég ber ekki virðingu fyrir honum því hann ber ekki virðingu fyrir mér. Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá mun ég ekki sýna þér virðingu.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Sjá meira